Færslur: Súper

„Ég meina, erum við ekki öll bara kjöt?“
Leiksýningin Súper eftir Jón Gnarr sem sýnd er nú í Þjóðleikhúsinu hefur vakið mikla athygli og ekki allir á einu máli um ágæti verksins. Gríni þykir beint að minnihlutahópum eins og innflytjendum og trans fólki með varhugaverðum hætti en Dóru Jóhannsdóttur leikkonu finnst höfundur aldrei fara yfir strikið.
07.04.2019 - 13:30
Gagnrýni
Kjötborð sjálfsmyndarinnar
Leikritið Súper á góða spretti og nær á köflum að afhjúpa sjálfsmynd þjóðarinnar en leysist upp þegar á líður og ádeilan fellur í skuggann af farsakenndu gríni, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.    
27.03.2019 - 19:50
Gagnrýni
Hugmyndafræðileg gúrkutíð Jóns Gnarr
„Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson [hefðu] svo sannarlega ekki þurft að setja upp tveggja tíma langt leikrit til að koma þessum skilaboðum áleiðis,“ segir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason gagnrýnandi um leikritið Súper í Þjóðleikhúsinu. Verkið sé hálfbökuð ádeila sem hefði gengið betur upp í hnitmiðuðum tveggja mínútna skets.
Sjálfsmyndin í svínakjötinu
Leikritið Súper eftir Jón Gnarr og í leikstjórn Benedikts Erlingssonar verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Verkið gerist í samnefndri matvöruverslun þar sem kjöt snýst um fólk og fólk um kjöt.
14.03.2019 - 19:59
Gott grín getur verið tragískt
„Þetta er svolítið svona Bílastæðaverðirnir, sem er format sem mér finnst rosa gaman að vinna með. Gleði og mikið talað en ekki endilega mikið innihald í því sem sagt er,“ segir Jón Gnarr um nýjasta leikrit sitt, Súper sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu um næstu helgi.
10.03.2019 - 10:30