Færslur: súpa

Asísk kjúklingasúpa með hnetusmjöri
Þegar hnetusmjör blandast saman við kókosmjólk og karrý, chili og hvítlauk, þá fer að hitna í kolunum. Þetta er súpan í afmælið, saumaklúbbinn og aðrar veislur sem þið hendið í. Það finnst öllum hún óviðjafnanleg. Hún er þó ef til vill heldur sterk fyrir lítil börn, en þá má setja smá sýrðan rjóma, rjóma eða hreina jógúrt í þeirra súpu til að milda hana. Neðst er að finna uppskriftina að grilluðu súrdeigsbrauðinu sem er dásamlegt með súpunni.
17.12.2015 - 20:30
Puy-linsurósmarín- og hvítlaukssúpa
Þessi súpa er í algjöru uppáhaldi. Ég smakkaði svipaða súpu hjá Ölla svila mínum á Súpubarnum og svo reyndi ég að herma af því ég kunni ekki við að biðja hann um uppskriftina, fyrirgefðu Ölli minn. Ég held mér hafi tekist vel til og er ánægð með mig. Ég geri þessa svakalega oft, af því hún er svo brjálæðislega góð og líka holl!
03.12.2015 - 20:30