Færslur: Sunnutorg

Enn óvíst hvað verður um Sunnutorg
Íbúar í Langholtshverfinu sem og áhugafólk hvarvetna um arkitektúr og íslenska menningarsögu bíða með kvíðablandinni eftirvæntingu eftir því að sjá hver örlög Sunnutorgs verða. Þessi sögulega bygging sem Sigvaldi Thordarson teiknaði fyrir rúmum 60 árum liggur undir skemmdum og þarfnast sárlega löngu tímabærra viðgerða. Hver er staðan á þessu sérstæða húsi núna?
Framkvæmdir við Sunnutorg settar á ís vegna COVID-19
Áætlanir Reykjavíkurborgar um að gæða Sunnutorg lífi voru settar á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Í apríl í fyrra var auglýst eftir leigutökum með hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi gömlu sjoppunnar við Langholtsveg og níu sóttu um. Enn hefur ekki verið gerður samningur við leigutaka og engin hreyfing orðið við Sunnutorg, og þær skýringar sem fást frá borginni er að töfin sé vegna COVID-19. Þá er enn óvíst hver næstu skref verða.
25.02.2021 - 16:12
Myndskeið
50 milljónir þarf til að endurbyggja Sunnutorg
Miklu skiptir að varðveita Sunnutorg, gamla sjoppu við Langholtsveg í Reykjavík, segir arkitekt hjá Minjastofnun. Sunnutorg var hannað af arkitekt en það heyrði til undantekninga að sjoppur væru sérstaklega hannaðar. Húsið er mikið skemmt og talið er að það kosti allt að 50 milljónir króna að endurbyggja það.
24.09.2019 - 19:44