Færslur: Sunnudagssögur

Viðtal
Víti frá syninum kom upp um krabbameinið
„Þarna hrundi bara lífið og tilveran. Á þessum tímapunkti. Ég réð bara ekki við meira. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti að leita mér aðstoðar," segir Gísli Gunnar Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Magna á Grenivík. Hann hélt áfram á hnefanum í gegnum lífið eftir að hafa tekist á við þrjú alvarleg áföll.
24.11.2020 - 15:15
Sunnudagssögur
„Ég er sjúk í unglingana“
Grunnskólakennarinn Ólöf Ása Benediktsdóttir fékk viðurkenningu sem framúrskarandi kennari á Íslensku menntaverðlaununum. Að gerast kennari var þó aldrei ætlunin hjá henni en örlögin gripu í taumana og nú segist hún vera sjúk í unglingana sem hún kennir alla daga í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
29.10.2020 - 14:27
Sunnudagssögur
Hefur leitað að 330 börnum
Guðmundur Fylkisson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann er þekktastur fyrir leit að týndum börnum. Hann hefur starfað innan lögreglunnar í 35 ár og að sögn móður hans komst hann snemma í kynni við lögregluna. Hann átti þá til að hjóla of langt í burtu frá heimili sínu. Oft var það sjálfur yfirlögregluþjónninn á Ísafirði sem skutlaði þá Guðmundi aftur heim með þríhjólið í skottinu.
13.10.2020 - 12:46