Færslur: Sundlaugar

Pistill
Hornpotturinn: Reykjavík með óráði
„Þetta er eini staðurinn í Reykjavík þar sem þú getur staðið í sundskýlu einum fata á almannafæri, horft á strætó keyra fram hjá á Snorrabraut og einhvern að horfa á sjónvarpið innum íbúðarglugga á Bergþórugötu, jafnvel búinn að lauma með þér einni ljóðabók,“ segir Óskar Arnórsson, arkitekt, í pistli sínum um sundmenningu í Víðsjá.
22.10.2022 - 13:47
Sjónvarpsfrétt
Segir sundlaugarnar á Krossnesi og Hofsósi fallegastar
Evrópubúar hittast á torgum en Íslendingar hittast í sundi, segir kvikmyndagerðarmaður sem frumsýndi heimildarmynd um sundlaugar landsins í dag. Við gerð myndarinnar heimsótti hann yfir 80 sundlaugar og að hans mati er laugin á Krossnesi á Ströndum og laugin á Hofsósi fallegastar.
02.10.2022 - 17:52
Úkraínumenn stefna að aukinni orkusölu til Evrópuríkja
Úkraínumenn stefna að aukinni sölu á raforku til ríkja Evrópusambandsins. Úkraínuforseti segir það brýnt í ljósi þess að draga mun úr orkusölu frá Rússlandi sem valdi orkuskorti innan ríkja sambandsins.
Engin útisundlaug opin í Fjallabyggð
Skortur á efni til byggingaframkvæmda veldur töfum á ýmsum verkefnum. Eina útisundlaugin í Fjallabyggð hefur verið lokuð í tæpa tvo mánuði þar sem bið eftir efni til endurbóta hefur dregist á langinn.
21.06.2022 - 11:58
Pistill
Hér er bannað að taka myndir​​​​​​​
„Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hve fólk verður hvumsa þegar því er sagt að það megi ekki taka myndir þar inni. Það er greinilega alls óvant því að vera í rými þar sem slíkt er ekki leyft. Sumir bregðast jafnvel við eins og það sé hálfgert mannréttindabrot að eiga sér stað.“
07.06.2022 - 15:51
Keyptu sturtuklefa á Bland.is til að komast í páskasund
Starfsmenn sundlaugarinnar á Hólmavík dóu ekki ráðalausir þó allir sturtuklefar í búningsklefum við laugina væru ónothæfir. Þeir fjárfestu í sturtuklefa á netinu og tengdu inn á baðherbergi í anddyri sundlaugarinnar.
14.04.2022 - 13:29
Kiljan
Sundlaugar landsins verða að formum og litum
Í nýrri bók sem nefnist 100 sundlaugar er hægt að skoða allar sundlaugar á Íslandi frá nýju sjónarhorni: Beint að ofan. Ljósmyndir sem teknar eru úr dróna sýna hvernig sundlaugar landsins verða að skörpum formum í alls konar litum sem standa upp úr náttúrunni í kring.
24.02.2022 - 09:36
Sjónvarpsfrétt
Jólabaðið tekið í sundi
Fyrir marga er órjúfanlegur þáttur af jólahaldinu að fara í sund á aðfangadagsmorgun. Í Sundlaug Akureyrar voru nokkrir sem nýttu heitu pottana fyrir jólabaðið í morgun. Vaktstjóri segir að aðfangadagur sé sennilega einn vinsælasti dagur ársins til þess að fara í sund. 
24.12.2021 - 13:15
Sjónvarpsfrétt
Biðu lengi eftir nýrri sundlaug í Úlfarsárdal
Ný hverfismiðstöð var opnuð í Úlfarsárdal í Reykjavík í dag, en í miðstöðinni tengjast saman bókasafn og sundlaug.  Ungir gestir laugarinnar segjast hafa beðið lengi eftir henni.
11.12.2021 - 20:09
Sjónvarpsfrétt
Býður bæjarfulltrúum á Akureyri í pottinn í Glerárlaug
Til stendur að skera niður í rekstri Akureyrarbæjar um nokkur hundruð milljónir. Ein af þeim tillögum sem ræddar hafa verið í bæjarstjórn er að loka annarri sundlaug bæjarins almenningi. Fastagestur skorar á bæjarfulltrúa að kynna sér starfsemi laugarinnar.
17.11.2021 - 10:11
Hitamet í júlí fyrir norðan og austan
Júlímánuður í sumar var sá heitasti sem mælst hefur á þremur stöðum á landinu. Allir eru á Norður- og Austurlandi. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að hitastig sé að hækka og þetta veður geti gefið vísbendingar um það sem koma skal.
05.08.2021 - 14:00
Menningin
Varð ástfanginn af sundlaugunum
„Mig hafði lengi dreymt um að ljósmynda sundlaugarnar og þegar kófið lagðist yfir birtist þetta einstaka tækifæri til að láta á það reyna,“ segir Michael R. Smith ljósmyndari sem opnaði nýverið sýninguna Speglun.
15.06.2021 - 13:03
Áttatíu í laugina í einu — „Þetta er bara mjög erfitt"
Aðeins verður tekið við áttatíu fullorðnum í einu í Sundlaug Akureyrar um helgina. Lögreglan lokaði lauginni um tíma síðustu helgi og gerði athugasemdir við hversu þétt var setið í heitu pottunum.
05.02.2021 - 11:22
Myndskeið
„Dauðaslys á að vera hægt að koma í veg fyrir“
Að minnsta kosti sex manns hafa drukknað í sundlaugum hér á landi undanfarin 25 ár. Sérfræðingur í sundöryggismálum segir að hægt væri að koma í veg fyrir banaslys í sundlaugum, ef allt væri eðlilegt. Námskeið fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp og björgun á sundstöðum hefur ekki verið haldið árum saman, þótt reglugerð segi til um að leiðbeinendur eigi að sækja slík námskeið á þriggja ára fresti til þess að viðhalda réttindum sínum.
„Það eru gestir sem eru með derring“
Starfsfólk sundlauga Reykjavíkuborgar hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af því þegar of margir eru í einu í heitum pottum. Flestir bregðast vel við tilmælunum en þó eru mörg dæmi um að fólk bregðist illa við. Skrifstofustjóri hjá ÍTR  hvetur sundlaugagesti til að láta það vera að troða sér ofan í smekkfulla potta svo ekki komi til þess að loka þurfi pottunum.
15.12.2020 - 14:53
Myndskeið
Best við sund að vera ekki í símanum
„Það munar helling að vera ekki bara heima og komast aðeins út,“ segir Laufey Stefánsdóttir sem skellti sér í Laugardalslaugina í dag ásamt Hildi Margréti Arnbjargardóttur vinkonu sinni þegar laugarnar opnuðu aftur.
10.12.2020 - 14:19
Sundlaugar verða opnar, með takmörkunum þó
Sundlaugar í Reykjavík verða opnar næstu tvær vikur. Þó verða fjöldatakmarkanir við lýði, í samræmi við nýjar reglur sem taka gildi á morgun. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar fundaði í dag um aukna smitgát í starfsemi borgarinnar vegna breyttra sóttvarnarreglna.
30.07.2020 - 19:27
Liggur hamingjan í heita pottinum? 
Í stuttu myndskeiði sem BBC birti í morgun er hamingja Íslendinga rakin til sundferða.  
23.07.2020 - 10:20
Myndskeið
Fleiri mega vera í sundi í einu
Í dag fjölgaði þeim sem mega vera í sundi í einu því slakað var á fjöldatakmörkunum vegna kórónuveirunnar. Sundlaugagestir í Árbæjarlaug í Reykjavík nýttu tækifærið og flatmöguðu í heitum pottum eða léku sér við að stökkva út í laugina og busla.
Myndskeið
Mikil gleði í sundlaugum þegar þær voru opnaðar á ný
Fólk í Reykjavík beið í röðum eftir því að komast í sund nú á miðnætti. Sundgestir töldu niður síðustu sekúndurnar þegar leið að opnun.
18.05.2020 - 02:44
Beðið í röðum eftir því að komast í miðnætursund
Nú á miðnætti máttu sundlaugar opna dyr sínar að nýju. Þær hafa verið lokaðar í um tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Að því tilefnið opnuðu sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu nú á miðnætti og verða opnar samfleytt til tíu annað kvöld. Minnst fimmtíu manns stóðu í röð við Vesturbæjarlaug rétt fyrir tólf og náði hún fram eftir götu.
18.05.2020 - 00:11
Myndskeið
„Kvöl og pína“ að komast ekki í sund
„Þetta er búið að vera kvöl og pína fyrir mig og fleiri að komast ekki í sundlaugarnar. Sértaklega þessa sundlaug. Ég mæti hérna á hverjum morgni klukkan sjö og syndi alltaf 500 metra. Svo förum við í pottinn og ræðum málin,“ segir Pétur Stephensen, fastagestur í Laugardalslaug.
17.05.2020 - 19:57
Átta í hverjum potti á Selfossi
Sundlaugar víða um land verða opnaðar á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar í tæpa tvo mánuði. Á Selfossi mega átta vera í hverjum potti og þrír í sánu. Um fjörutíu kirkjugestir mættu í fyrstu guðsþjónustu sumarsins í Hallgrímskirkju í Reykjavík  í morgun.
17.05.2020 - 12:41
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Tveggja metra reglan til áramóta
Tveggja metra reglan ætti að minnsta kosti að gilda til áramóta, segir sóttvarnalæknir. Hann telur samfélagssmit vera undir fimm prósentum og því hafi heilbrigðiskerfið ráðið við það. En það gæti líka auðveldað kórónuveirunni að breiðast á ný um samfélagið.
04.05.2020 - 21:46
Síðdegisútvarpið
Sundlaugarnar tilbúnar þegar kallið kemur
Þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni í dag eru sundlaugar ennþá lokaðar fyrir almennum gestum. Í dag hófst hinsvegar skólasund á ný og sundæfingar fóru aftur af stað. Sigurður Víðisson, forstöðumaður í Laugardalslaug segir þó að sundlaugarnar standa tilbúnir og geti því opnað strax þann 18. maí ef allt gengur að óskum.
04.05.2020 - 17:19

Mest lesið