Færslur: Sundlaugar

Myndskeið
Mikil gleði í sundlaugum þegar þær voru opnaðar á ný
Fólk í Reykjavík beið í röðum eftir því að komast í sund nú á miðnætti. Sundgestir töldu niður síðustu sekúndurnar þegar leið að opnun.
18.05.2020 - 02:44
Beðið í röðum eftir því að komast í miðnætursund
Nú á miðnætti máttu sundlaugar opna dyr sínar að nýju. Þær hafa verið lokaðar í um tvo mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Að því tilefnið opnuðu sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu nú á miðnætti og verða opnar samfleytt til tíu annað kvöld. Minnst fimmtíu manns stóðu í röð við Vesturbæjarlaug rétt fyrir tólf og náði hún fram eftir götu.
18.05.2020 - 00:11
Myndskeið
„Kvöl og pína“ að komast ekki í sund
„Þetta er búið að vera kvöl og pína fyrir mig og fleiri að komast ekki í sundlaugarnar. Sértaklega þessa sundlaug. Ég mæti hérna á hverjum morgni klukkan sjö og syndi alltaf 500 metra. Svo förum við í pottinn og ræðum málin,“ segir Pétur Stephensen, fastagestur í Laugardalslaug.
17.05.2020 - 19:57
Átta í hverjum potti á Selfossi
Sundlaugar víða um land verða opnaðar á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar í tæpa tvo mánuði. Á Selfossi mega átta vera í hverjum potti og þrír í sánu. Um fjörutíu kirkjugestir mættu í fyrstu guðsþjónustu sumarsins í Hallgrímskirkju í Reykjavík  í morgun.
17.05.2020 - 12:41
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Tveggja metra reglan til áramóta
Tveggja metra reglan ætti að minnsta kosti að gilda til áramóta, segir sóttvarnalæknir. Hann telur samfélagssmit vera undir fimm prósentum og því hafi heilbrigðiskerfið ráðið við það. En það gæti líka auðveldað kórónuveirunni að breiðast á ný um samfélagið.
04.05.2020 - 21:46
Síðdegisútvarpið
Sundlaugarnar tilbúnar þegar kallið kemur
Þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni í dag eru sundlaugar ennþá lokaðar fyrir almennum gestum. Í dag hófst hinsvegar skólasund á ný og sundæfingar fóru aftur af stað. Sigurður Víðisson, forstöðumaður í Laugardalslaug segir þó að sundlaugarnar standa tilbúnir og geti því opnað strax þann 18. maí ef allt gengur að óskum.
04.05.2020 - 17:19
Styttist í að sundlaugarnar verði opnaðar á ný
Nær öruggt er að sundlaugar landsins verði opnaðar á ný í þessum mánuði, jafnvel áður en næstu tilslakanir verði gerðar á samkomubanni.
02.05.2020 - 14:49
Laugarnar ekki tæmdar í samkomubanni
Vatn er í öllum sundlaugum í Reykjavík þrátt fyrir að nú sé samkomubann og laugarnar lokaðar. Búið er að lækka hitann á vatninu og sömuleiðis að minnka klórinn á meðan engir eru sundgestirnir.
10.04.2020 - 06:02
Hefði aldrei samþykkt 800 milljóna Listasafn
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segist aldrei hefðu samþykkt framkvæmdir við Listasafnið á Akureyri ef kostnaðurinn hefði hljóðað upp á 800 milljónir. Framkvæmdirnar eru komnar 400 milljónir fram úr áætlun. Formaður bæjarráðs segir að gera hefði átt ráð fyrir hærri tölu við endurbæturnar og bærinn læri af málinu.
07.11.2018 - 18:10
„Vatn er stór hluti af lífi okkar“
Birna Guðmundsdóttir ræddi við sundlaugaverðina Tuma og Valtý um sundmenningu okkar Íslendinga, þar sem saxófónar, hrunið, berrassaðir Fransmenn og Free The Nipple byltingin koma meðal annars við sögu
30.06.2017 - 16:03