Færslur: Sundahöfn

Íbúar kvarta undan hávaða frá Sundahöfn
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa borist sex kvartanir frá því í byrjun ágúst vegna hávaða og ónæðis frá starfsemi við Sundahöfn, þar af fimm síðustu fjóra daga. Talið er að hávaðinn síðustu daga hafi borist frá erlendu rannsóknaskipi. Þó nokkrar sambærilegar kvartanir bárust í upphafi ársins, frá íbúum í Laugarneshverfi, Heimum og Grafarvogi.