Færslur: Sundabraut

Segir friðun engin áhrif hafa á Sundabraut
Fyrirhuguð friðlýsing svæðis við Álfsnes og Þerneyjarsund mun ekki skerða vegstæði Sundabrautar. Þetta segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar sem segir að varðveisla minja og lagning brautarinnar geti vel farið saman.
Borgarstjóri vill að Minjastofnun endurskoði áform
Áform Minjastofnunar um friðlýsingu á vegstæði Sundabrautar gætu haft veruleg áhrif á framkvæmdina. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann segist vonast til að þau verði endurskoðuð og hefur beint þeim tilmælum til Minjastofnunar að gæta meðalhófs.
13.09.2020 - 18:13
Sigurður Ingi: Sundabraut kallar á 2.000 störf
Gerð Sundabrautar mun kalla á 2.000 störf til viðbótar segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Gagnrýnir ummæli Seðlabankastjóra um Sundabraut
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, gagnrýndi ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, um að það væri „stórundarlegt og ámælisvert“ að ekki hafi verið ráðist í uppbyggingu Sundabrautar, í færslu á Facebook í gær.
Borgarlínan enn á áætlun þrátt fyrir verri efnahag
Ríkisstjórnin hyggst leita allra leiða til að fara í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að efnahagsaðstæður hafi versnað til muna eftir að ríki og sex sveitarfélög gerðu með sér samgöngusáttmála í haust. Helmingur 120 milljarða er enn ófjármagnaður en áður en kórónuveirufaraldurinn braust út var stefnt að því að að fjármagna þann hluta með söluandvirði Íslandsbanka.
Eiga að finna framtíðarlausn fyrir Sundabraut
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar, að meta á ný hönnun og legu Sundabrautar. Starfsfhópurinn á að gera nýtt kostnaðarmat fyrir jarðgöng og lágbrú og leggja til framtíðarlausn um legu Sundabrautar. Niðurstaðan á að liggja fyrir í lok ágúst.
Viðtal
Langfarsælast að hafa Sundabraut í göngum
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur að Sundabraut í göngum yrði langfarsælasta útfærslan á samgöngumannvirkinu. Hann hafi verið á þeirri skoðun í meira en áratug.
07.10.2019 - 21:02
Sundabraut og veggjöld tefja undirritun
Fyrir tíu dögum kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra drög að samkomulagi fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og stjórnarþingmönnum í kjölfar þess. Stefnt var að því að undirrita samkomulagið í framhaldinu en það hefur ekki enn verið gert.
19.09.2019 - 19:00
Myndband
Veggjöld á helstu stofnæðar
Veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar.
11.09.2019 - 18:45
Ráðherra vill bjóða út Sundabraut innan tíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir raunhæft að bjóða út framkvæmdir við Sundabraut á þessu kjörtímabili og að framkvæmdir geti hafist á næstu þremur til fjórum árum. Starfshópur telur jarðgöng yfir í Gufunes eina raunhæfa möguleikann í ljósi núverandi aðstæðna. Áætlaður kostnaður við jarðgöng er um 75 milljarðar. Ráðherra telur brú yfir Kleppsvík fýsilegri kost en jarðgöng þar sem hún verði þá valkostur fyrir gangandi og hjólandi fólk, almenningssamgöngur, Borg
02.07.2019 - 19:01
„Mun berjast til hins ítrasta í þessu máli“
Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs segir að íbúar hafi mótmælt innri leið Sundabrautar og óvíst hvort hún hefði nokkurn tímann verið samþykkt. Borgaryfirvöld geti ekki beðið endalaust eftir því að ríkið ákveði sig með hvort það vill leggja Sundabraut eða ekki. Borgaryfirvöld muni berjast til hins ítrasta fyrir því að Vogabyggð rísi og innri leiðin verði ekki fyrir valinu.
30.05.2017 - 12:48
„Meirihlutinn bakar borgarbúum mikinn kostnað“
Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir stefnu meirihlutans í borginni í samgöngumálum óþolandi. Hann segir að borgin hafi ekki verið búin að útfæra endanlega ódýrustu leið Sundabrautar um Vogabyggð en fyrst að hún verður ekki farin geti mismunur kostnaðarins lent á borginni, sem muni um tíu milljarða króna.
30.05.2017 - 08:06
Vegagerðin vill að borgin greiði 10 milljarða
Vegamálastjóri gagnrýnir að borgaryfirvöld hafi í raun útilokað hagkvæmari útfærslu fyrsta áfanga Sundabrautar með skipulagningu Vogabyggðar. Fljótlega verði að bregðast við því að Ártúnsbrekka geti ekki borið mikið meiri umferð. Vegagerðin hefur sent borgaryfirvöldum bréf þar sem bent er á að Vegagerðin muni krefja Reykjavíkurborg um þann aukna kostnað sem felst í því að hagkvæmari leið hafi verið útilokuð.
29.05.2017 - 19:20
Borgarstjórn vill viðræður um Sundabraut
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórn hefji viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar síðdegis. Markmið viðræðnanna yrði að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina.
21.03.2017 - 16:16