Færslur: Sumar í Havarí

Myndskeið
Of mikið samið um ástina í gegnum tíðina
Polkasveitin Geirfuglarnir skemmtu sér og gestum sínum á hlöðuballi í Havarí um síðustu helgi. Liðsmenn sveitarinnar segjast vera meira í því að syngja um sögufræga viðburði í Íslandssögunni þessa dagana en fyrir tuttugu árum þegar þeir sungu svo glatt „Byrjaðu í dag að elska“.
03.08.2019 - 11:57
Myndskeið
„Ég ógna þeim ekki með því að gera burlesque“
Sumarið hefur verið viðburðaríkt að Karlsstöðum í Berufirði þar sem félagsheimilið Havarí er til húsa. Dúndurdagskrá hefur verið keyrð frá sumarbyrjun þar sem Hjálmar, Jónas Sig, Prins Póló og Mr. Silla hafa skemmt meðal annarra og á dögunum var einnig boðið upp á búrlesku.
27.07.2019 - 14:22
Viðtal
„Við erum allir áhugamenn um vesen“
Hljómsveitin Geirfuglarnir er þekkt fyrir sitt fjöruga polkapopp þar sem harmonikka, mandólín og kontrabassi eru hve mest áberandi. Um þessa mundir fagna þeir tuttugu ára afmæli plötunnar Byrjaðu í dag að elska og til að fagna þeim tímamótum leggja þeir land undir fót og reyna að komast í smá vesen.
24.07.2019 - 14:12
„Alvöru rokksveitir, þær borða hjónabandssælu“
Reggísveitin Hjálmar hefur verið á faraldsfæti undanfarið en þeir eru á sinni fyrstu hringferð um landið um þessar mundir. Hjálmar opnuðu veglega sumardagskrá í Havarí í Berufirði á dögunum og þáðu þar hjónabandssælu.
18.06.2019 - 15:47
Gauti gíraður í landsbyggðina
Prins póló rakst á Emmsjé Gauta í Vesturbænum á dögunum og tók hann tali. Gauti er á leið í tónleikaferð í kringum landið með viðkomu í Havarí við Berufjörð.
31.05.2018 - 14:51