Færslur: súgandafjörður

„Það þýðir ekkert að drepa heilan fjörð af fuglum“
Samtök um náttúru-, umhverfis- og dýravernd krefjast rannsóknar á mengunarslysi á Suðureyri sem olli dauða 208 æðarfugla. Starfsfólk Náttúrustofu Vestfjarða hefur fundið 140 æðarfuglshræ við Súgandafjörð og hafa 68 fuglar verið aflífaðir.
Olíublautir æðarfuglar aflífaðir eftir mengunarslys
Dýralæknir aflífaði í gær meirihluta æðarfugla sem sinnt hefur verið á fuglabjörgunarstöð á Suðureyri. Níu þúsund lítrar af olíu fóru í sjó frá olíutanki Orkubús Vestfjarða og telja Súgfirðingar að minnst hundrað æðarfuglar hafi þegar drepist.
Björguðu slösuðum vélsleðamanni úr hlíðum Kistufells
Slökkvi- og sjúkralið ásamt björgunarsveitum frá Ísafirði, Súgandafirði og Skutulsfirði héldu um sjöleytið í kvöld til bjargar slösuðum vélsleðamanni í Kistufelli sem er milli Skutulsfjarðar og Súgandafjarðar upp úr Botnsdal. 
Tilgátuhús í smíðum í Súganda
Fornminjafélag Súgandafjarðar ætlar nú í ágústbyrjun að kenna hvernig á að hlaða hús úr torfi og grjóti.
Myndskeið
Aukafréttatími um snjóflóðin
Aukafréttatíma var sendur út í sjónvarpi í hádeginu vegna snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði á tólfta tímanum í gærkvöld. Hægt er að horfa á upptöku af fréttatímanum í spilaranum hér fyrir ofan.
Hræðilegt að horfa á eftir bátnum upp í fjöru
Fiskibáturinn Einar Guðnason, sem strandaði í Súgandafirði í gærkvöld, er ónýtur. Fjórum var bjargað út bátnum í nótt. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar segir að þetta sé mikið áfall rekstur þeirra á Suðureyri.
14.11.2019 - 12:28
Myndskeið
„Maður veit aldrei hvað báturinn endist lengi þarna“
Fjórum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöld þegar tuttugu og eins tonns fiskibátur strandaði við Gölt í utanverðum Súgandafirði í gærkvöld. „Þeir voru í töluverðri hættu. Maður veit aldrei hvað báturinn endist lengi þarna. Það braut á honum allan tímann,“ segir Auðunn Friðrik Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.
14.11.2019 - 08:23
Landnámsskáli Hallvarðs súganda reistur
Verið er að byggja landnámsskála í Botni í Súgandafirði. Skálinn verður að fyrirmynd skálans í Grélutóftum á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Gestum og gangandi verður boðið að heimsækja skálann að framkvæmdum loknum.
08.08.2019 - 13:16