Færslur: Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Ingi og Jónína efst hjá Flokki fólksins
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður og Jónína Óskarsdóttir, varaþingmaður og eldri borgari, skipa tvö efstu sætin á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var birtur í dag. Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali og húsasmíðameistari er í þriðja sæti og Þóra Gunnlaug Briem tölvunarfræðingur í því fjórða.
María leiðir lista Sósíalista í Suðvesturkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. María Pétursdóttir, myndlistarkona og öryrki, skipar efsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er í öðru sæti. Agnieszka Sokolowska bókavörður og Luciano Dutra þýðandi skipa þriðja og fjórða sæti.
Karl Gauti leiðir lista Miðflokks í suðvesturkjördæmi
Framboðslisti Miðflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosingarnar 2021 var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 83% atkvæða.
Þingmenn í efstu fjórum sætum
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.
Fimm berjast um annað sætið
Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, stefnir á að leiða listann, Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, stefnir á eitt af þremur efstu sætunum og vel flestir frambjóðendur stefna á annað eða þriðja sæti listans.
Guðbjörg Oddný gefur kost a sér
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjörið stendur yfir í þrjá daga, 10.-12. júní.
Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í haust. Í framboðstilkynningu segist hann vonast eftir því að komast í annað af tveimur efstu sætunum.
Willum og Ágúst efstir hjá Framsókn
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, varð efstur í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, varð í öðru sæti. Willum stefndi einn á efsta sæti listans en Ágúst Bjarni og Linda Hrönn Þórisdóttir gáfu bæði kost á sér í annað sætið. Ágúst vann þá baráttu en Linda var ekki meðal fimm efstu.
Dómari stefnir á þingframboð
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann segist hafa áhyggjur af því í hvaða átt lýðræðið sé að þróast og hafi komist að þeirri niðurstöðu að kannski væri kröftum hans betur varið í embætti þar sem ætlast væri til að menn tjáðu sig en í embætti þar sem ekki væri vaninn að menm tjáðu sig.
Willum stefnir einn á efsta sætið
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er sá eini sem gefur kost á sér í efsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi. Sjö eru í framboði og berjast um fimm efstu sætin á listanum.
Guðmundur Ingi varð efstur í forvali VG
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra varð efstur í forvali Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi. Hann hafði betur í barátturinni við Ólaf Þór Gunnarsson þingmann um efsta sætið. Ólafur varð annar í forvalinu, Una Hildardóttir varaþingmaður varð í þriðja sæti og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endaði í fjórða sæti. Þóra Elfa Björnsson, setjari og kennari, varð í fimmta sæti.
Kolbrún Halldórsdóttir vill snúa aftur á þing
Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra gefur kost á sér í annað sæti á lista í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svokallaða. Forvalið verður haldið rafrænt dagana 15. til 17. apríl næstkomandi.
62 í framboði í prófkjörum Pírata
Prófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófust á miðvikudag í síðustu viku og standa fram á laugardag. Úrslit verða kynnt fljótlega eftir að prófkjörunum lýkur klukkan fjögur á laugardag og staðfestir listar næsta dag. Þó með þeim fyrirvara að prófkjör framlengjast ef lágmarksfjölda greiddra atkvæða hefur ekki verið náð klukkan fjögur á laugardag.
Guðmundur Ingi stefnir á efsta sæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Ólafur Þór vill leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri græna, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista VG í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í haust.
Þórhildur Sunna gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að gefa kost á sér til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. „Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æskuslóðir í Mosfellsbænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi,“ sagði Þórhildur.
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Suðvesturkjördæmi en tapar einum þingmanni frá síðustu kosningunum, samkvæmt lokatölum úr kjördæminu sem voru birtar rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Vinstri-græn bæta við sig einum þingmanni og hafa nú tvo. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Miðflokkur fá þingmann í Suðvesturkjördæmi en höfðu engan áður. Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni en Píratar tapa öðrum þingmanni sínum í kjördæminu.
Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka
Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í stikkprufum að margir könnuðust ekki við að hafa mælt með framboðinu. Stór hluti undirskriftanna virtist vera með sömu rithönd.
Þorgerður og Jón leiða Viðreisn í Kraganum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar efsta sætið á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Í öðru sæti situr Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Þorgerður og Jón skipuðu einnig tvö efstu sæti framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í fyrra.
Willum efstur í Suðvesturkjördæmi
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu einróma framboðslista sinn fyrir kosningarnar á aukakjördæmisþingi í Kópavogi í kvöld. Willum Þór Þórsson verður í ersta sæti listans, Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur verður í öðru sæti og Linda Hrönn Þórisdóttir, leik- og grunnskólakennari, í því þriðja.
Guðmundur Andri leiðir lista Samfylkingarinnar
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson skipar fyrsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Framboðslisti flokksins var samþykktur á fjölmennum fundi í Hafnarfirði í kvöld. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, er í öðru sæti listans.
Rósa og Ólafur efst á lista VG
Ólafur Þór Gunnarsson vann baráttuna um annað sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann áfram. Þetta lá ljóst fyrir eftir forval sem var haldið í kvöld.
Óbreytt hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra leiðir listann, sem tekur litlum sem engum breytingum frá því í kosningunum fyrir ári. Alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason koma næstir á eftir Bjarna á listanum rétt eins og í fyrra.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Ásta Guðrún tekur ekki sæti á lista Pírata
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ætlar ekki að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Hún hlaut þriðja sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi en segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hugur hafi ekki fylgt máli þegar hún gaf kost á sér í prófkjörinu. Eftir að hafa rætt við sína nánustu hafi hún ákveðið að taka ekki þriðja sæti listans heldur snúa sér að öðru, þó hún sé reiðubúin að taka neðsta sæti á einhverjum lista.