Færslur: Suðvesturkjördæmi

Þórhildur Sunna gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að gefa kost á sér til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. „Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æskuslóðir í Mosfellsbænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suðvesturkjördæmi,“ sagði Þórhildur.
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í Suðvesturkjördæmi en tapar einum þingmanni frá síðustu kosningunum, samkvæmt lokatölum úr kjördæminu sem voru birtar rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun. Vinstri-græn bæta við sig einum þingmanni og hafa nú tvo. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Miðflokkur fá þingmann í Suðvesturkjördæmi en höfðu engan áður. Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni en Píratar tapa öðrum þingmanni sínum í kjördæminu.
Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka
Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í stikkprufum að margir könnuðust ekki við að hafa mælt með framboðinu. Stór hluti undirskriftanna virtist vera með sömu rithönd.
Þorgerður og Jón leiða Viðreisn í Kraganum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar efsta sætið á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Í öðru sæti situr Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Þorgerður og Jón skipuðu einnig tvö efstu sæti framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í fyrra.
Willum efstur í Suðvesturkjördæmi
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi samþykktu einróma framboðslista sinn fyrir kosningarnar á aukakjördæmisþingi í Kópavogi í kvöld. Willum Þór Þórsson verður í ersta sæti listans, Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur verður í öðru sæti og Linda Hrönn Þórisdóttir, leik- og grunnskólakennari, í því þriðja.
Guðmundur Andri leiðir lista Samfylkingarinnar
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson skipar fyrsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Framboðslisti flokksins var samþykktur á fjölmennum fundi í Hafnarfirði í kvöld. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, er í öðru sæti listans.
Rósa og Ólafur efst á lista VG
Ólafur Þór Gunnarsson vann baráttuna um annað sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann áfram. Þetta lá ljóst fyrir eftir forval sem var haldið í kvöld.
Óbreytt hjá Sjálfstæðisflokknum í Kraganum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur kynnt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra leiðir listann, sem tekur litlum sem engum breytingum frá því í kosningunum fyrir ári. Alþingismennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason koma næstir á eftir Bjarna á listanum rétt eins og í fyrra.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Ásta Guðrún tekur ekki sæti á lista Pírata
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ætlar ekki að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Hún hlaut þriðja sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi en segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hugur hafi ekki fylgt máli þegar hún gaf kost á sér í prófkjörinu. Eftir að hafa rætt við sína nánustu hafi hún ákveðið að taka ekki þriðja sæti listans heldur snúa sér að öðru, þó hún sé reiðubúin að taka neðsta sæti á einhverjum lista.
Willum sækist einn eftir fyrsta sætinu
Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og Willum Þór Þórsson hefur einn gefið kost á sér til að leiða listann. Uppstillingin var ákveðin á aukakjördæmisþingi flokksins í Kópavogi í kvöld, að því er segir í tilkynningu frá formanni kjördæmissambands flokksins. Til stendur að leggja fullbúinn framboðslista fram til samþykktar eftir eina viku.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
„Vanur því að hleypa konum fram fyrir mig“
Breyting var gerð á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær á fundi kjördæmisráðs. Þá var samþykkt að færa Bryndísi Haraldsdóttur í annað sætið í kjördæminu. Við það færast þrír karlmenn niður um eitt sæti. Jón Gunnarsson, sem var annar í prófkjörinu verður í þriðja sæti. Óli Björn Kárason fer úr þriðja í fjórða sæti og Vilhjálmur Bjarnason fer úr fjórða sæti í það fimmta.
Bryndís á eftir Bjarna í Suðvesturkjördæmi
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld að færa Bryndísi Haraldsdóttur í annað sæti listans í kjördæminu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, leiðir listann.
Rósa Björk leiðir VG í suðvesturkjördæmi
Kjördæmisráð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í suðvesturkjördæmi samþykkti í gærkvöld framboðslistann fyrir komandi alþingiskosningar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir listann og tekur þar með við af Ögmundi Jónassyni sem oddviti flokksins í kjördæminu. Ólafur Þór Gunnarsson verður í öðru sæti.
Leiðir Alþýðufylkinguna í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Magnússon, leikari og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 29. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþýðufylkingunni.
Íslenska þjóðfylkingin í Suðvesturkjördæmi
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Íslenska þjóðfylkingin birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Helgi Helgason, formaður flokksins og stjórnmálafræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Sigurlaug Oddný Björnsdóttir og í því þriðja Hjördís Diljá Bach.
Dögun búin að fullmanna lista fyrir Kragann
Dögun hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Dögun birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Efstur á listanum er Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri. Í öðru sæti er Ásta Bryndís Schram, lektor og í því þriðja Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur.
Formaður Þjóðfylkingarinnar leiðir lista í SV
Helgi Helgason, formaður Íslenskrar þjóðfylkingar, mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga 29. október. Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarmaður í samtökunum Heimssýn, verður oddviti flokksins í Reykjavík suður.
Eygló leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslisti flokksins var samþykktur á kjördæmisþingi í Kópavogi í kvöld.
Þorgerður Katrín leiðir lista Viðreisnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra flokksins, leiðir lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á vef flokksins. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur, er í þriðja sæti og Bjarni Halldór Janusson, formaður ungliðahreyfingar Viðreisnar, er í fjórða sæti.
„Áfall fyrir stjórnmálin“
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að slæmt gengi kvenna í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins um helgina sé áfall fyrir stjórnmálin. Hún segir að flokksforystan og aðrir hefðu átt að vekja meiri athygli á þátttöku kvenna í aðdraganda prófkjöra og að tryggja þyrfti þeim sæti ofarlega á listum. 
Ósammála um stöðu kvenna innan flokksins
Ágreiningur ríkir um það innan Sjálfstæðisflokksins hvort una skuli niðurstöðum prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Jarþrúður Ásmundsdóttir sem situr í Landssambandi Sjálfstæðiskvenna og Sigríður Á. Andersen, þingmaður flokksins, eru ekki sammála. Jarþrúður segir að reynslumiklum konum sé bolað burt af þingi, Sigríður segist ekki hafa orðið vör við að það halli á konur innan flokksins. Málefnin hafi ráðið úrslitum í nýafstöðnum prófkjörum.
Þingflokksformaður afar ósáttur við prófkjörin
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður prófkjöra flokksins í Suður- og Suðvesturkjöræmi um helgina. Hún vill að kynjahlutföll kjósenda verði skoðuð og hugnast ekki hugmynd um sérstakt kvennaframboð á hægri vængnum. Hún segist aldrei hafa verið talskona kynjakvóta, en hann virki greinilega hjá sumum flokkum konum í hag.
Fjórir miðaldra karlar ekki boðlegur listi
Friðjón Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum ætlar ekki að greiða atkvæði með óbreyttum framboðslistum í Suður og Suðvesturkjördæmi, þar sem konur guldu afhroð í prófkjörum helgarinnar. Friðjón segir ekki boðlegt að bjóða fram lista með fjórum körlum í efstu sætum.