Færslur: Suðurstrandarvegur

Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 484% eftir gos
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því hann var opnaður eftir að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar en umferðartölur fyrri ára auðvelda áætlanir um hver venjubundin umferð hefði verið á þessum tíma.
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.
Ekki gildir lengur einstefna um Suðurstrandarveg
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að aflétta reglum um einstefnuakstur eftir Suðurstrandarvegi til austurs frá Grindavík. Vegagerðin hefur lokið bráðabirgðaviðgerð á veginum upp með Festarfjalli.
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Suðurstrandarvegur lokaður fram yfir helgi
Suðurstrandarvegi var lokað í gær vegna sigs. Hann er lokaður við Festarfjall frá Hrauni og að Krýsuvíkurafleggjara. Í morgun ákvað Vegagerðin að svo yrði áfram vegna mikilla rigninga og viðvarandi jarðskjálfta fram yfir helgi.
19.03.2021 - 13:35
Suðurstrandarvegi lokað vegna aukins sigs
Suðurstrandarvegi verður lokað frá og með klukkan 18 í kvöld fimmtudag og að minnsta kosti til morguns. Þá verður ástand vegarins metið að nýju. Lokað verður austan Grindavíkur og vestan vegamóta Krýsuvíkurvegar.
Bíllinn hoppaði og skoppaði við stóra skjálftann
Selfyssingarnir Ebba Ásgeirsdóttir og Guðni Guðjónsson voru stödd því sem næst skjálftamiðju stóra skjálftans rúmlega tvö. Þau voru akandi á Suðurstrandarvegi á stórum bíl austan Grindavíkur ekki langt frá Festarfjalli og Borgarfjalli. 
Vilja Suðurstrandarveg færan alla daga
Bæjarráð Árborgar telur brýnt að sinnt sé vetrarþjónustu á Suðurstrandarvegi alla daga. Ráðið fer þessa á leit við Vegagerðina í ályktun Bæjarráðsfundar, í ljósi tíðra lokana Suðurlandsvegar undanfarið á Hellisheiði og í Þrengslum. Þar er beðið um að Suðurstrandarvegur verði færður um þjónustuflokk og fái þar með vetrarþjónustu 5 daga vikunnar.