Færslur: Suðurskautslandið

Sjónvarpsfréttir
Suðurskautsfuglinn sem er að hverfa
Vísindamenn óttast að ísdrúði, fuglategund sem heldur til á Suðurskautslandinu, sé útdauð. Norskir vísindamenn uppgötvuðu þetta í rannsóknarleiðangri um svæðið.
31.03.2022 - 20:00
Sjónvarpsfrétt
Fundu flak Endurance sem sökk árið 1915
Flak rannsóknarskipsins Endurance er fundið, rúmum hundrað árum eftir að það sökk við Suðurskautslandið. Flakið er á um 3000 metra dýpi en býsna vel farið miðað við aldur og fyrri störf.
09.03.2022 - 22:40
Kórónuveirusmit á Suðurskautslandinu
Kórónuveirusmit hefur komið upp í belgískri rannnsóknarstöð á Suðurskautslandinu. Allir sem þar starfa teljast fullbólusettir auk þess sem stöðin er á einhverjum afskekktasta stað jarðar.
Flugvél Icelandair á leið til Suðurskautsins
Boeing 767 farþegaþota Icelandair er nú á leið frá Íslandi á Suðurskautslandið að sækja norska vísindamenn sem hafa verið þar við störf. Flugvélin flýgur í einni atrennu alla leið frá Keflavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku, hátt í tólf þúsund kílómetra vegalengd. Þaðan verður flogið til Suðurskautslandsins og lent á ruddri flugbraut á ísnum.
24.02.2021 - 22:48
Öflugur jarðskjálfti við Suðurskautslandið
Kröftugur jarðskjálfti, 7,0 að stærð, varð norður af Suðurskautslandinu í kvöld. Yfirvöld í Chile gáfu út flóðbylgjuviðvörun fyrir Eduardo Frei-rannsóknarstöðina á Eyju Georgs Konungs undan norðurströnd Suðurskautslandsins, þar sem um 150 manns dvelja að jafnaði á þessum tíma árs. Var fólk hvatt til að forða sér frá ströndinni og upp í hlíðar eyjunnar þar til hættan er liðin hjá.
24.01.2021 - 02:29
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07
Stefnir í heitasta ár sögunnar á Suðurskautsskaganum
Allt stefnir í að 2020 verði hlýjasta ár sem sögur fara af á Suðurskautsskaganum, samkvæmt mælingum vísindamanna við Santiago de Chile-háskólann. Hiti mældist iðulega á milli 2 og 3 gráður á Celsíus frá byrjun janúar til júlíloka á Suðurskautsskaganum, sem er nyrsti hluti Suðurskautslandsins. Þetta er „meira en tveimur gráðum hlýrra en í meðalári," segir í tilkynningu Rauls Corderos, loftslagssérfæðings við Suðurskautsstofnun Chile.
Heim frá Suðurskautslandinu
Kórónuveiran hefur greinst í næstum öllum löndum heims og í öllum heimsálfum nema einni. Suðurskautslandinu.
04.05.2020 - 11:48
Meirihluti farþega um borð smitaður
60 prósent farþega á skemmtiferðaskipi á leið til Suðurskautslandsins eru smituð af kórónuveirunni. Stefnt er að því að flytja hluta farþeganna frá borði í dag.
09.04.2020 - 14:09
Hitamet falla á Suðurskautinu
Þrjátíu og átta ára hitamet á Suðurskautinu féll á sunnudaginn var. Þá mældist 20,75 stiga hiti á eyjunni Seymour, tæplega einu stigi meira en mældist á eyjunni Signy árið 1982. Á laugardag var einnig slegið hitamet á Suðurskautslandinu sjálfu. Þá mældist hitinn 18,3 stig í argentínsku rannsóknarstöðinni Esperanza við Vonarflóa. Fyrra metið, 17,5 stig var frá árinu 2015.
14.02.2020 - 10:20
Risajaki á floti á Suðurskautinu
Gervihnattarmyndir frá því fyrr í vikunni sýna að risastór ísjaki hefur brotnað frá Pine Island jökli á Suðurskautinu. Vísindamenn áætla að hann hafi verið um 300 ferkílómetrar að stærð, álíka og eyríkið Malta á Miðjarðarhafi, jörðin Grímsstaðir á Fjöllum og litlu minni en Atlantaríki í Bandaríkjunum. Jakinn er þegar byrjaður að molna.
13.02.2020 - 17:29
Hitamet á Suðurskautslandinu
Hitamet var slegið á á Suðurskautslandinu í gær, þegar hitinn náði 18,3 gráðum á Celsius á argentínsku rannsóknarstöðinni Esperanza um hádegisbil. Aldrei hefur mælst hærri hiti á Suðurskautslandinu, en fyrra met er frá 24. mars 2015. Þann dag mældist hitinn 17.5 gráður í Esperanza-stöðinni, sem er í samnefndu þorpi við Vonarflóa á Suðurskautsskaga.
07.02.2020 - 02:53
Myndskeið
Ver jólunum með mörgæsum og hvölum á Suðurskautslandi
Hnúfubakar, keisaramörgæsir, selir og fuglar eru meðal þeirra sem Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur ver jólunum með á Suðurskautslandinu. Þannig er hún bæði í jólafríi og sumarfríi því nú er hásumar syðra.
24.12.2019 - 14:05
280 milljón ára tré fundust á Suðurskautinu
Vísindamenn hafa fundið á Suðurskautslandinu 13 steingerð tré sem eru 280 milljón ára gömul. Þetta eru leifar elsta skógar sem fundist hefur við póla jarðarinnar, en trén eru frá tíma um 20 milljónum árum áður en risaeðlurnar voru á dögum.
17.01.2018 - 13:01
Þúsundir mörgæsaunga svelta í hel
Aðeins tveir mörgæsaungar eru lifandi eftir varptíma mörgæsa á Suðurskautslandinu snemma á árinu. Þúsundir ungu drápust úr hungri, en erfitt hefur reynst fyrir foreldra þeirra að sækja mat handa þeim.
13.10.2017 - 06:29
Hulin veröld dýra og plantna undir jöklinum
Hugsanlegt er að hulin veröld smádýra og plantna leynist í hlýjum hellum undir Suðurskautsísnum. Ef rétt reynist er ekki ólíklegt að þar finnist töluvert af áður óþekktum tegundum. Vísindamenn Ástralíuháskóla upplýstu þetta í morgun. Íshellarnir eru sagðir bjartir og hitastig þar ná allt að 25 gráðum á Celsius. Þetta bendir til þess að heilt vistkerfi dýra og plantna þrífist jafnvel langt undir jökulhellunni.