Færslur: Suðurnesjalína 2

Verði að vera raunveruleg ógn til að regluverk víki
Sveitarstjórinn í Vogum segir bæjaryfirvöld ekki setja sig upp á móti því að framkvæmdum við að tryggja raforkuöryggi á svæðinu verði hraðað, eins og dómsmálaráðherra boðaði í gær. Framkvæmdastjóri Landverndar segir margt af því sem ráðherra nefndi, eins og Suðurnesjalína, ekki brýnt öryggismál sem kalli á að regluverk víki til hliðar.
28.05.2022 - 12:42
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.