Færslur: Suðurnes

Rannsókn á banaslysi miðar vel
Rannsókn á tildrögum banaslyss sem varð á byggingasvæði í Reykjanesbæ á miðvikudag í síðustu viku miðar vel, að sögn Bjarneyjar Annelsdóttur, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum
19.07.2021 - 10:56
Kísilverksmiðja Thorsil mun ekki starfa í Helguvík
Nú liggur fyrir að kísilverksmiðja á vegum Thorsil ehf. tekur ekki til starfa á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en til stóð að fyrirtækið færi í uppbyggingu á svæðinu. Samningi á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. var formlega rift á dögunum.
07.07.2021 - 18:30
Viðræður um dagdvalarrými aldraðra í Suðurnesjabæ
Heilbrigðisráðherra og Suðurnesjabær munu hefja viðræður um að koma allt að átta almennum dagdvalarrýmum fyrir aldraða á laggirnar í sveitarfélaginu. Í Suðurnesjabæ eru engin dagdvalarrými fyrir en þau næstu eru í Reykjanesbæ og Grindavík eða alls um þrjátíu og þrjú rými. Þetta er liður í aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára þar sem kveðið er á um fjölgun dagdvalarrýma um rúmlega níutíu. 
29.06.2021 - 14:52
Myndskeið
Koma á fót Hringrásargarði á Suðurnesjum
Sveitarfélögin á Suðurnesjum, og tíu fyrirtæki þar, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um að koma á fót Hringrásargarði á Suðurnesjum. Garðinum er ætlað að auka sjálfbærni á svæðinu og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.
17.06.2021 - 19:07
Myndskeið
Lifnar senn yfir Keflavíkurflugvelli
Það styttist í að líf færist yfir Keflavíkurflugvöll á ný. Amerísk flugfélög hefja áætlunarflug hingað í maí og fjöldi evrópskra flugfélaga hefur tryggt sér lendingapláss í sumar. Þá fjölgar senn í hópi starfsmanna á flugvellinum.
Sjónvarpsfrétt
Nær öll þjóðin hafði frétt af gosinu á miðnætti
85 prósent landsmanna hafði frétt af eldgosinu við Fagradalsfjall þremur klukkustundum eftir að það hófst. Boðleiðirnar voru þó misjafnar. Um þriðjungur landsmanna hefur annað hvort gert sér ferð að gosstöðvunum, eða séð bjarmann af hrauninu. Tíðindin virðast hafa náð álíka hratt til allra, óháð aldri, búsetu eða menntun. Meirihluti aðspurðra, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups, segist þó ekki ætla að sjá gosið með berum augum.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Göngumennirnir eru fundnir
Göngumennirnir tveir sem villtust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld eru fundnir. Þeir mættu hópi björgunarsveitarfólks á ellefta tímanum sem var á leið til leitar að mönnunum.
08.04.2021 - 22:25
Viðtal
„Það varð einhver feill í pípulögninni“
Aðdragandi þess að ný sprunga opnaðist í eldgosinu á Reykjanesskaga í gær er líklega sá að þrýstingurinn var orðinn svo mikill á upphaflegu eldstöðinni að hraunið fann sér aðra leið út. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að nýja sprungan sé að öllum líkindum framhald á upphaflega gosinu sem hafi fundið sér aðra leið upp á yfirborðið þegar fram liðu stundir.
Myndskeið
Loftmyndir af nýju sprungunum
Tvær nýjar sprungur opnuðust í dag við Fagradalsfjall. Flogið var yfir sprungurnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar og má sjá myndband sem tekið var í ferðinni í spilaranum hér að ofan. Talið er að önnur sprungan sé 200 til 300 metrar að lengd og hin nokkrir tugir metra.
Gosstöðvarnar lokaðar á morgun vegna vondrar veðurspár
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum allan daginn á morgun. Ekki verður opnað aftur fyrr en klukkan sex að morgni páskadags. Þetta var ákveðið á grundvelli veðurspár. Veðurstofan spáir vonskuveðri, hvassri suðvestan- og vestanátt með rigningu eða súld og lélegu skyggni á gosstöðvunum. Að sögn Veðurstofunnar verður ekkert ferðaveður við gosstöðvarnar á morgun.
Fjöldi fólks við gosstöðvar en blikur á lofti á morgun
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum það sem af er degi og hefur allt gengið vel fyrir sig, segir Sigurður Bergmann vettvangsstjóri. Hann segir þó blikur á lofti hvað varðar morgundaginn. Veðurspáin er slæm og því verður skoðað í dag hvort takmarka þurfi ferðir að gosstöðvunum á morgun eða loka fyrir umferð þegar veðrið gengur yfir.
Gosáhugafólk jafn margt og allir íbúar Hafnarfjarðar
Lögreglan hefur takmarkað aðgengi að gosstöðvunum til að stýra mannfjöldanum betur. Svæðinu verður lokað klukkan sex á kvöldin og allir þurfa að merkja bíla sína með persónuupplýsingum. Um 30 þúsund manns hafa nú gengið upp að gosinu.
Gekk mun betur en í gær
Staðan við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur verið mun betri í dag en í gær þegar margra kílómetra löng bílaröð teygði sig upp að Bláa lóninu þegar verst lét. Nýjar reglur tóku gildi í dag þar sem opið er frá sex á morgnana til sex á kvöldin, ef aðstæður leyfa, og svæðið rýmt klukkan tíu.
Gossvæðið opið 6-18 og rýmt klukkan 22
Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvum kl. 18, og fyrr ef nauðsyn krefur og byrjað verður að rýma gossvæðið klukkan tíu á kvöldin.
„Hér er heilt bæjarfélag í gíslingu“
Vettvangsstjórn í Grindavík kom saman klukkan átta, meðal annars til að ræða hvort breyta þurfi skipulagi á svæðinu í kringum gosstöðvarnar í Geldingadölum vegna mikillar aðsóknar. Í bjartviðrinu í gær var bíll við bíl langleiðina eftir öllum Grindavíkurvegi og um kvöldmatarleytið lokaði lögregla fyrir bílaumferð að svæðinu.
Myndband
Eldbólstur yfir gosstöðvunum
Myndarlegt eldbólstur stígur upp af gosstöðvunum í Geldingadölum, svo sem sjá má á þessari mynd sem tekin er úr vefmyndavél RÚV á efstu hæð Útvarpshússins. Eldbólstur verða til við afmarkað hitauppstreymi frá eldgosum og öðrum sterkum hitauppsprettum.
28.03.2021 - 16:15
Hraunið búið að fylla dalsbotninn
Hraunið sem komið hefur upp um gígana í Geldingadölum síðustu níu daga er nú búið að þekja botn dalsins. Þar eru þrjár til sjö milljónir rúmmetra af hrauni komin upp úr jörðinni, sem hljómar kannski öllu minna á öðrum mælikvarða þar sem það er 0,003 til 0,007 rúmkílómetrar. Hraunstreymið eykst frekar en að það dragi úr því. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Eldfjalla- og náttúrúvárhóps Háskóla Íslands sem var birt í morgun.
Lokað við gosstöðvarnar fram eftir morgni
Lokunin við gosstöðvarnar í Geldingadölum er enn í fullu gildi. Það tekur því þess vegna ekki fyrir fólk að leggja strax af stað þangað ef það ætlar sér að skoða eldgosið í dag. Allir helstu viðbragðsaðilar koma saman á fundi almannavarna klukkan níu í dag þar sem farið verður yfir stöðuna og ákveðið hvernig staðið verður að málum í dag.
28.03.2021 - 08:01
Gekk vel að rýma svæðið
Eldstöðvunum í Geldingadölum og nágrenni þeirra var lokað í dag vegna vonskuveðurs. Ákveðið var þegar í morgun að loka fyrir aðgengi að staðnum í hádeginu og rýma það tímanlega áður en óveðrið skylli á. Steinar Þór Kristinsson, í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að vel hafi gengið að rýma svæðið. Lokunin hafi verið auglýst snemma og fólk vitað að hverju það gengi.
Loka gossvæðinu líklega vegna óveðurs
Svæðinu í nágrenni eldstöðvanna í Geldingadölum verður að líkindum lokað um eða upp úr hádegi, þótt svo enn hafi ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það. Þetta segir Steinar Þór Kristinsson. Hann situr í aðgerðastjórn sem kom saman til fundar klukkan níu í morgun. Veður er vont og spáð er enn verra veðri.
Ljósmyndir
Geldingadalir í birtingu
Haukur Snorrason ljósmyndari tók syrpu af myndum í birtingu 23. mars yfir eldstöðvunum í Geldingadal. Haukur var um borð í TF KNA og flugmaður Arnar Emilsson. Þeir voru í samflugi með TF BCW, flugmaður hennar var Snorri B. Jónsson.
Lífshættuleg uppsöfnun gass við eldgosið í kvöld
Líklegt þykir að gasmengun í dældum og lægðum nærri eldgosinu í Geldingadölum og loftgæði í nágrenninu nálgist lífshættuleg gildi í kvöld. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvetur fólk því til að yfirgefa eldgosasvæðið fyrir klukkan fimm í dag. Hann tekur þar með undir hvatningu Veðurstofunnar frá því í morgun.
Þyrfti að gjósa í mörg ár til að stór dyngja myndist
Eldgosið við Fagradalsfjall þyrfti að haldast stöðugt í áratugi til að mynda stóra dyngju. Fátt bendir til að það ógni byggð á næstu árum nema flæðið breytist. Eldfjallafræðingur segir að þetta geti hentað vel fyrir ferðamenn ef gosið heldur áfram. Rennslið úr gígnum hefur haldist stöðugt, með 5 til 10 rúmmetra flæði á sekúndu, síðan það hófst á föstudagskvöld.
Fólk hvatt til að yfirgefa gosstöðvar fyrir fimm
Veðurstofan hvetur fólk sem leggur leið sína að eldgosinu í Geldingadölum til að yfirgefa staðinn fyrir klukkan fimm í dag. Gasmengun eykst þegar líður á daginn og má gera ráð fyrir að hún verði langt yfir heilsuverndarmörkum eftir klukkan sjö í kvöld.