Færslur: Suðurland

Hefði mátt gefa út gula viðvörun
Mjög hvasst var víða á landinu í gærkvöldi og var vindur í hviðum sums staðar meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Engin veðurviðvörun var í gildi á landinu, en eftir á að hyggja hefði verið vit í því, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofunni.
12.06.2021 - 15:01
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Þurrkar og kuldi há sprettu verulega
Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi. 
Kvennadalshnjúksfarar teknar að safnast í grunnbúðir
Fyrstu hópar þeirra 126 kvenna sem gengu á Hvannadalshnjúk í nótt, eða á Kvennadalshnjúk, eins og þær vilja nú kalla þennan hæsta tind Íslands eru komnir í grunnbúðir.
02.05.2021 - 13:01
Konurnar náðu á Kvennadalshnjúk og eru á niðurleið
Fyrsti hópur kvenna sem gekk í nótt á Hvannadalshnjúk til styrktar góðu málefni, náði á tindinn um hálf átta í morgun. Þar nutu konurnar veðurblíðunnar og útsýnisins en leiðsögumaður fyrsta hópsins er Auður Kjartansdóttir sem hefur farið 79 sinnum á hnjúkinn.
02.05.2021 - 09:21
Myndskeið
„Á Flúðum þekkjast allir og við vinnum í þessu saman“
Samfélagið á Flúðum stendur saman gegn hópsmitinu, segir tvítugur stuðningsfulltrúi í sóttkví. Vonast er til að búið sé að ná utan um þrjár hópsýkingar sem komið hafa upp síðustu vikuna á Suðurlandi. Ekki hefur náðst að rekja þær allar saman. 
01.05.2021 - 18:51
Bjartsýnn á að opna megi allt að nýju í Þorlákshöfn
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er bjartsýnn á að hægt verði að hefja ýmsa þá starfsemi sem hefur verið lokuð í Þorlákshöfn þegar í næstu viku á hefðbundnum nótum. Ekkert smit greindist þar utan sóttkvíar í gær en tvö smit hjá fólki sem hafði verið lengi í sóttkví.
01.05.2021 - 13:07
Engin fleiri smit greinst á leikskólanum Álfheimum
Engin fleiri kórónuveirusmit hafa greinst á leikskólanum Álfheimum á Selfossi þar sem eitt barn greindist í fyrradag. Leikskólinn hefur verið lokaður frá því á þriðjudag eftir að smit greindist hjá starfsmanni leikskólans.
23.04.2021 - 10:48
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
Nýja gönguleiðin að gosinu að mestu tilbúin
Innan við tuttugu björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík voru á vakt við gosstöðvarnar í Geldingadölum í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar álítur að um 25 manns hafi verið á gossvæðinu. Það hafi nýtt sér nýju gönguleiðina.
Landinn
Heillaðist af Keikó og elti drauminn
Marga dreymdi um að vinna með höfrungum eftir að myndin um hinn íslenska Keikó, Free Willy, sló í gegn 1993. Flestir létu þar við sitja en ekki Kristín Viðja Harðardóttir sem reri að því öllum árum að landa draumastarfinu.
21.02.2021 - 20:00
Landinn
Komst að því á Facebook að konan héti Elínborg
Þorsteinn Gunnarsson og Helga Elínborg Auðunsdóttir búa á Selfossi og reka hvort sitt fyrirtækið á heimili þeirra, hann tölvuþjónustu og hún ilmkertagerð. Fyrirtækin fæddust bæði við eldhúsborðið sem hafði ýmsa ókosti í för með sér því gólfið gat verið hált eftir vaxið sem fylgir kertagerðinni og litlar skrúfur úr tölvum festust í sokkum. Svo þurfti að kæla kertin í ísskápnum og blómalykt komin í matvælin.
15.02.2021 - 13:00
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Myndskeið
223 fyrirtæki vilja aðgerðir: „Eru að missa allt sitt“
Eigendur 223 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum á Alþingi bréf á mánudaginn, þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vanda fyrirtækjanna. Eigandi veitingahúss á Hvolsvelli segir að lítil fyrirtæki um allt land séu að missa allt sitt.
Banaslys varð í malarnámu í Lambafelli í Þrengslum
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í gær eða í morgun. Lögregla telur er að slysið hafi orðið einhvern tíma milli ellefu í gærkvöldi og til morguns. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna.
Lýsir þungum áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af því sem hún kallar skeytingarleysi ríkisins varðandi rekstur hjúkrunarheimila í landinu. Bæjarstjórnin sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í sumar.
Lögmaður atyrtur fyrir óviðurkvæmileg ummæli um dómara
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni manns, sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun, um leyfi til að áfrýja dóminum. Maðurinn taldi að málsmeðferð fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti hefði verið stórkostlega ábótavant auk þess sem Landsréttur hefði alfarið horft fram hjá framburði vitna og skýrum frumgögnum málsins.
04.09.2020 - 09:58
Myndskeið
Góðri samvinnu að þakka að ekki fór verr
Um fimmtíu komu að björgun manns sem var hætt kominn í nótt eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni í Haukadal. Illa gekk að losa manninn, sem gat sig hvergi hreyft í rúmlega fimm klukkustundir. 
03.09.2020 - 19:38
Hópslysaáætlun virkjuð vegna umferðarslyss á Suðurlandi
Allir sjö sem voru um borð í smárútunni sem fór út af veginum við Skaftafell í kvöld eru komnir á sjúkrahús. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru notaðar til að flytja fólkið af vettvangi á slysadeild Landspítalands. Allir sem voru í bílnum voru með meðvitund þegar lögregla kom á vettvang, en einhverjir voru beinbrotnir. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Höfn í Hornafirði og hjá Rauða krossi Íslands í Efstaleiti fyrir aðstandendur hinna slösuðu.
29.08.2020 - 19:22
Enginn ráðherranna með COVID
Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér á tólfta tímanum í kvöld.
COVID-smitaður á hóteli þar sem ríkisstjórnin borðaði
Starfsmaður á Hóteli á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar snæddu á þriðjudaginn, greindist með kórónuveirusmit í dag. Þetta staðfesti Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við fréttastofu.
Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur á 20 mínútum
Ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurlandi stöðvaði á Mýrdalssandi mátti punga út á annað hundrað þúsund krónum fyrir hraðakstur í dag, því hann var stöðvaður aftur aðeins 20 mínútum síðar.
Fimm gómaðir við utanvegaakstur
Upp hefur komist um utanvegaakstur fimm ökumanna í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi síðustu daga. Tveir þeirra eru erlendir ferðamenn á mótorhjólum sem voru sektaðir fyrir akstur utan vega við Lakagíga 4. ágúst. Landverðir létu lögreglu vita af þessu athæfi mótorhjólamannanna og voru þeir stöðvaðir á Kirkjubæjarklaustri.
10.08.2020 - 17:03