Færslur: Suðurland

Ríkið nýtti ekki forkaupsrétt á Fjaðrárgljúfri
Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi verður að óbreyttu seld einkaaðilum hér á landi. Frestur ríkisins til þess að nýta forkaupsrétt sinn á jörðinni er runninn út og eigendur hafa samþykkt kauptilboð.
Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.
14.05.2022 - 17:01
Maðurinn sem þyrla gat ekki sótt enn á sjúkrahúsi
Maðurinn sem slasaðist er bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum í gær er enn á sjúkrahúsi. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, að maðurinn hafi þó reynst minna slasaður en litið hafi út í upphafi.
Mikill snjór á Hellisheiði - bílar fastir í Þrengslum
Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð og óvíst hvenær unnt verður að ryðja og opna. Mikill snjór, bæði blautur og þungur, er á Hellisheiði, segir Ágúst Sigurjónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Ágúst segir veðrið slæmt á láglendi en enn verra uppi á heiðinni og skyggni sé nánast ekki neitt. Um leið og veður fer að lægja verður reynt að moka.
22.02.2022 - 10:21
Landinn
Syngjandi kúabóndi
„Þetta gengur alveg upp og það er meðal annars róbótanum að þakka. Síðan er ég náttúrulega ekki eini bóndinn á bænum. Það er í raun Guðbjörg konan mín sem er bóndinn en ég er bara vinnumaður. En harðduglegur vinnumaður, vissulega," segir Hlynur Snær Theodórsson á Voðmúlastöðum í Rangárþingi Eystra.
02.02.2022 - 07:00
Sjónvarpsfrétt
Hundruð sinuelda af völdum skotelda
Þótt brennur væru bannaðar þessi áramót þá hefur sjaldan brunnið eins mikið á Suður- og Vesturlandi. Neistar úr skoteldum og óleyfisbrennum kveiktu þar hundruð sinuelda sem slökkvilið börðust við í alla nótt. 
Jarðskjálfti af stærðinni 3 austur af Hveragerði
Jarðskjálfti, sem telst vera af stærðinni 3,0 samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands, varð átta kílómetra austur af Hveragerði þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í fimm.
Gýs líklega aftur á svipuðum slóðum komi til goss
Heldur hefur dregið úr hræringum á Reykjanesi síðan á miðvikudag, en áfram þrýstist kvika inn í gosrásina við Fagradalsfjall. Flest bendir enn til þess að því ljúki með jarðeldi. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að komi til goss þá muni að öllum líkindum gjósa á svipuðum slóðum og í vor.
Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið
Gular veðurviðvaranir taka gildi í fyrramálið þegar suðaustanstormur skellur á. Veðurstofan spáir hviðum allt að 40 til 45 metrum á sekúndu frá því klukkan átta árdegis til fimm síðdegis á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Vatnafjöll
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð þegar klukkan var rúmlega stundarfjórðung gengin í fjögur í nótt við Vatnafjöll á sömu slóðum og skjálfti af stærðinni 5,2 varð 11. nóvember síðastliðinn.
26.11.2021 - 04:07
Fjórföld bílaröð í sýnatökur á Selfossi
Löng bílaröð myndaðist þegar fólk var á leið í Covid sýnatökur á Selfossi í morgun, er fram kemur í frétt Sunnlenska. Ákveðið var að hafa opið fyrir sýnatökur í dag í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans, vegna mikils fjölda smita sem greinst hafa á suðurlandi síðustu daga. Lögreglan stýrði röðinni sem taldi nokkur hundruð bíla . Röðin var fjórföld og 800 metra löng þegar mest var.
Smit á sjúkrahúsi, í skóla og handboltadeild á Selfossi
Kórónuveirusmit hafa stungið sér niður víða á Selfossi. Tvö smit greindust hjá starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær og alls eru því ellefu starfsmenn með veiruna og þrír nemendur hafa smitast. Þá eru komin upp smit í handknattleiksdeild Selfoss og eru þau talin tengjast fjölbrautaskólanum. Í gærkvöld var svo greint frá því að smit hefði greinst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kvöldinu áður.
Átta smit sem tengjast FSu
Átta manns, sem tengjast Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi, eru smitaðir af kórónuveirunni. Skólinn er lokaður að minnsta kosti fram á mánudag. Fjarkennsla hefst á morgun. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé vitað hvernig starfsmenn hafi smitast.
Viðtal
Ekki vitað hvernig fimm starfsmenn FSu smituðust
Fimm starfsmenn við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru með covid-smit og því verður skólinn lokaður í dag og líklega næstu daga. Sumir starfsmannanna eru kennarar. Þá hefur einnig greinst smit hjá nemanda, segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.
Slapp heill á húfi úr brennandi húsi í Vík í Mýrdal
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kviknaði í gömlu einlyftu íbúðarhúsi í Vík í Mýrdal á sjöunda tímanum í morgun. Roskinn maður sem býr í húsinu var kominn út af sjálfsdáðum þegar slökkvilið bar að garði.
18.10.2021 - 10:40
Kötturinn Eldur birtist óvænt í blárri peysu
Kötturinn Eldur er ársgamall mann- og barnavinur sem býr í Vesturbænum. Að sögn eigandans hefur hann líka sterka tískuvitund og veit alveg hverju hann vill klæðast. Nýverið birtist hann óvænt í glænýrri peysu.
14.10.2021 - 20:00
Telur koma til greina að fjögur sveitarfélög sameinist
Íbúar í Ásahreppi kolfelldu tillögu um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á laugardag. Oddviti hreppsnefndar segir íbúum annt um að halda gjöldum eins lágum og hægt er. Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir koma til greina að skoða sameiningu hinna fjögurra sveitarfélaganna.
27.09.2021 - 12:29
Viðtal
Mikill áhugi á sameiningarkosningu á Suðurlandi
Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir að mikill áhugi sé fyrir kosningunni á laugardaginn samhliða Alþingiskosningum. Verði sameining samþykkt yrði nýja sveitarfélagið það stærsta að flatarmáli. 
Tré rifnaði upp með rótum í óveðrinu
Tré rifnuðu upp með rótum á Suðurlandi í dag. Á Reykjabæjunum á Skeiðum rifnaði ösp upp með rótum og má sjá mynd af henni með þessari frétt. Aftakaveður var víða um land í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi.
21.09.2021 - 20:44
Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
Enn dregur úr rennsli Skaftár
Rennsli í Skaftá og vatnshæð heldur áfram að lækka jafnt og þétt að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
10.09.2021 - 07:15
Íshellan hefur lækkað um tæpa sextíu metra
Íshellan yfir eystri Skaftárkatlinum hefur nú lækkað um tæpa sextíu metra. Það hefur gerst hraðar en í fyrri hlaupum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Viðbúið er að íshellan geti lækkað allt að hundrað metra. 
Hægt að fylgjast með Skaftárhlaupi í vefmyndavél
RÚV hefur sett upp vefmyndavél við gömlu brúna yfir Eldvötn við Ása. Ætlunin er að fylgjast með hlaupinu í Skaftá.
06.09.2021 - 01:47
Hlaupið gæti fyllt Laugardalslaugina á hálfri sekúndu
Á hverri sekúndu rennur vatn úr eystri Skaftárkatlinum sem dugar til að fylla Laugardalslaugina tvisvar. Vætutíð og hlaup úr vestari katlinum í síðustu viku gæti valdið því að hlaupið verður umfangsmeira en ella.
05.09.2021 - 19:50
Lýsa yfir hættustigi vegna Skaftárhlaups
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna hlaups sem er að vænta úr eystri katli Skaftár. Síðustu daga hefur hlaupið úr vestari katlinum. Hlaup úr eystri katlinum eru yfirlætt stærri en þau sem koma úr þeim vestari. Búast má við samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá og eru vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð.
05.09.2021 - 12:42