Færslur: Suðurland

Viðtal
Mikill áhugi á sameiningarkosningu á Suðurlandi
Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir að mikill áhugi sé fyrir kosningunni á laugardaginn samhliða Alþingiskosningum. Verði sameining samþykkt yrði nýja sveitarfélagið það stærsta að flatarmáli. 
Tré rifnaði upp með rótum í óveðrinu
Tré rifnuðu upp með rótum á Suðurlandi í dag. Á Reykjabæjunum á Skeiðum rifnaði ösp upp með rótum og má sjá mynd af henni með þessari frétt. Aftakaveður var víða um land í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi.
21.09.2021 - 20:44
Myndskeið
Íbúar í Suðurkjördæmi vilja betri heilbrigðisþjónustu
Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öflugar samgöngur eru efst á óskalista íbúa í Suðurkjördæmi. Þá eru málefni eldri borgara og öryrkja og hálendisþjóðgarður einnig fólki hugleikin. 
Enn dregur úr rennsli Skaftár
Rennsli í Skaftá og vatnshæð heldur áfram að lækka jafnt og þétt að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
10.09.2021 - 07:15
Íshellan hefur lækkað um tæpa sextíu metra
Íshellan yfir eystri Skaftárkatlinum hefur nú lækkað um tæpa sextíu metra. Það hefur gerst hraðar en í fyrri hlaupum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Viðbúið er að íshellan geti lækkað allt að hundrað metra. 
Hægt að fylgjast með Skaftárhlaupi í vefmyndavél
RÚV hefur sett upp vefmyndavél við gömlu brúna yfir Eldvötn við Ása. Ætlunin er að fylgjast með hlaupinu í Skaftá.
06.09.2021 - 01:47
Hlaupið gæti fyllt Laugardalslaugina á hálfri sekúndu
Á hverri sekúndu rennur vatn úr eystri Skaftárkatlinum sem dugar til að fylla Laugardalslaugina tvisvar. Vætutíð og hlaup úr vestari katlinum í síðustu viku gæti valdið því að hlaupið verður umfangsmeira en ella.
05.09.2021 - 19:50
Lýsa yfir hættustigi vegna Skaftárhlaups
Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa lýst yfir hættustigi vegna hlaups sem er að vænta úr eystri katli Skaftár. Síðustu daga hefur hlaupið úr vestari katlinum. Hlaup úr eystri katlinum eru yfirlætt stærri en þau sem koma úr þeim vestari. Búast má við samgöngutruflunum á fjallvegum nærri Skaftá og eru vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum um færð.
05.09.2021 - 12:42
Útvarpsfrétt
Líklegt að hlaupið nái að þjóðveginum á morgun
Reiknað er með að vatn úr hlaupinu sem hófst úr eystri Skaftárkatli seint í gærkvöldi nái að þjóðveginum annað kvöld. Reiknað er með að þetta hlaup verði talsvert stærra en það sem hófst í ánni í síðustu viku.
05.09.2021 - 12:34
Vatnshæð hefur lækkað lítillega í Skaftá
Talið er að hlaupið í Skaftá, sem hófst í fyrradag, hafi þegar náð hámarki. Staðan þar núna er svo til við það sama en vatnshæðin hefur lækkað lítillega, að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
03.09.2021 - 10:43
Fannst látinn á Selfossi
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn á Selfossi fyrr í vikunni. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá líkfundinum á Facebook-síðu sinni.
Á annað hundrað manns í einangrun á Suðurlandi
Fjöldi kórónuveirusmita í Vestmannaeyjum hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og teljast í dag 25. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir að eftir Verslunarmannahelgi hafi fjöldi fólks fengið tilkynningu frá smitrakningarappi Almannavarna. Í tilkynniningunni sagði að síminn hafi verið nærri einstaklingi sem greinst hefur með COVID-19.
07.08.2021 - 13:49
Rúta með ferðamenn fór út af vegi í Biskupstungum
Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting fór út af vegi í Biskupstungum á sjöunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan sjö. Rútan var full af farþegum sem voru að koma frá Hvítá eftir flúðasiglingar. Enginn slasaðist alvarlega.
Myndskeið
Nærri hundrað eldingar á tveimur og hálfri klukkustund
Talsvert eldingaveður gerði í uppsveitum Suðurlands í gær og stóð það yfir í um tvær og hálfa klukkustund.
31.07.2021 - 11:47
Rafmagn komið á í Bláskógabyggð
Rafmagn er komið á sumarbústaðabyggðina í Brekkuskógi. Rafmagnslaust varð víða um Bláskógabyggð þegar eldingum laust niður í spenna síðdegis í gær.
Enn rafmagnslaust að hluta í Bláskógabyggð
Enn er rafmagnslaust í hluta Brekkuskógar í Bláskógabyggð þar sem er sumarbústaðabyggð. Verið er að skipta um spenna sem lostnir voru eldingum í dag.
31.07.2021 - 01:28
Ráðuneyti ógilti flutning barna milli skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um flutning barna úr Sunnulækjarskóla á Selfossi í Stekkjarskóla.
24.07.2021 - 07:16
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22
Smit á Höfn og einn vinnustaður í sóttkví
Eitt COVID-smit kom upp hjá starfsmanni veitingastaðar á Höfn í Hornafirði í gær. Veitingastaðnum hefur verið lokað á meðan smitið er rakið. Nokkrir mánuðir eru síðan síðast kom upp smit á Hornafirði.
20.07.2021 - 16:13
Maður festi handlegg í heyvinnuvél
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um vinnuslys í Grímsnesi en maður festi handlegginn í heyvinnuvél við landbúnaðarstörf. Viðbragðslið er nú á vettvangi. Unnið að því að losa handlegginn en lögreglan á Suðurlandi veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
18.07.2021 - 18:33
Mikill umferðarþungi milli Reykjavíkur og Selfoss
Þung umferð er nú á milli Reykjavíkur og Selfoss og fólk greinilega orðið ferðaglatt eins og vera ber á þessum tíma árs.
17.07.2021 - 16:25
Áríðandi að fá sem flestar tilkynningar um loftsteininn
Prófessor í stjörnufræði segir líklegast að drunurnar yfir Suðurlandinu í gærkvöld hafi verið nokkuð stór loftsteinn sem brann yfir Íslandi. Hann segir mikilvægt að skrásetja allar tilkynningar til að greina ferð hans. 216 vígahnettir hafa verið skráðir síðustu 80 ár. Drunur sem minntu á herþotu, flugelda, eldgos, jarðskjálfta og aurskriðu dundu yfir suðurlandið í gærkvöld.
03.07.2021 - 12:18
Hraðakstur talinn ástæða banaslyss á Suðurlandsvegi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa álítur að kenna megi vanbúnaði ökumanns bifhjóls og of miklum hraða um banaslys sem varð á Suðurlandsvegi vestan við Stígá um miðjan ágúst í fyrra.
Hefði mátt gefa út gula viðvörun
Mjög hvasst var víða á landinu í gærkvöldi og var vindur í hviðum sums staðar meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Engin veðurviðvörun var í gildi á landinu, en eftir á að hyggja hefði verið vit í því, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veðurstofunni.
12.06.2021 - 15:01
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.