Færslur: Suðurland

Myndskeið
Þriggja milljarða heimili með garði í miðjunni
Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi eru vel á veg komnar. Húsið verður hringlaga, með garði í miðjunni. Áætlaður kostnaður er þrír milljarðar króna. Fjögur önnur hjúkrunarheimili á landsbyggðinni eru í bígerð.
Myndskeið
223 fyrirtæki vilja aðgerðir: „Eru að missa allt sitt“
Eigendur 223 smærri fyrirtækja sendu öllum þingmönnum á Alþingi bréf á mánudaginn, þar sem krafist er aðgerða til þess að bregðast við vanda fyrirtækjanna. Eigandi veitingahúss á Hvolsvelli segir að lítil fyrirtæki um allt land séu að missa allt sitt.
Banaslys varð í malarnámu í Lambafelli í Þrengslum
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli við Þrengslaveg í gær eða í morgun. Lögregla telur er að slysið hafi orðið einhvern tíma milli ellefu í gærkvöldi og til morguns. Talið er að hann hafi látist þegar jarðýta sem hann ók fór fram af vegbrún og féll ofan í námuna.
Lýsir þungum áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af því sem hún kallar skeytingarleysi ríkisins varðandi rekstur hjúkrunarheimila í landinu. Bæjarstjórnin sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í sumar.
Lögmaður atyrtur fyrir óviðurkvæmileg ummæli um dómara
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni manns, sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun, um leyfi til að áfrýja dóminum. Maðurinn taldi að málsmeðferð fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti hefði verið stórkostlega ábótavant auk þess sem Landsréttur hefði alfarið horft fram hjá framburði vitna og skýrum frumgögnum málsins.
04.09.2020 - 09:58
Myndskeið
Góðri samvinnu að þakka að ekki fór verr
Um fimmtíu komu að björgun manns sem var hætt kominn í nótt eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni í Haukadal. Illa gekk að losa manninn, sem gat sig hvergi hreyft í rúmlega fimm klukkustundir. 
03.09.2020 - 19:38
Hópslysaáætlun virkjuð vegna umferðarslyss á Suðurlandi
Allir sjö sem voru um borð í smárútunni sem fór út af veginum við Skaftafell í kvöld eru komnir á sjúkrahús. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru notaðar til að flytja fólkið af vettvangi á slysadeild Landspítalands. Allir sem voru í bílnum voru með meðvitund þegar lögregla kom á vettvang, en einhverjir voru beinbrotnir. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Höfn í Hornafirði og hjá Rauða krossi Íslands í Efstaleiti fyrir aðstandendur hinna slösuðu.
29.08.2020 - 19:22
Enginn ráðherranna með COVID
Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér á tólfta tímanum í kvöld.
COVID-smitaður á hóteli þar sem ríkisstjórnin borðaði
Starfsmaður á Hóteli á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar snæddu á þriðjudaginn, greindist með kórónuveirusmit í dag. Þetta staðfesti Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við fréttastofu.
Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur á 20 mínútum
Ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurlandi stöðvaði á Mýrdalssandi mátti punga út á annað hundrað þúsund krónum fyrir hraðakstur í dag, því hann var stöðvaður aftur aðeins 20 mínútum síðar.
Fimm gómaðir við utanvegaakstur
Upp hefur komist um utanvegaakstur fimm ökumanna í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi síðustu daga. Tveir þeirra eru erlendir ferðamenn á mótorhjólum sem voru sektaðir fyrir akstur utan vega við Lakagíga 4. ágúst. Landverðir létu lögreglu vita af þessu athæfi mótorhjólamannanna og voru þeir stöðvaðir á Kirkjubæjarklaustri.
10.08.2020 - 17:03
Aðgát brýn við vatnsföll, vöð og brattar hlíðar
Veðurstofa Íslands beinir því til ferðafólks að sýna sérstaka aðgát við vatnsföll, vöð og undir bröttum hlíðum. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum og há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna úrkomu síðasta sólarhringinn frá Vestfjörðum og allt að suðausturlandi. Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að mestar áhyggjur séu af sunnanverðu hálendinu. Þar hefur verið mikið vatnsveður í síðustu viku og vatnsstaða í ám almennt há.
10.08.2020 - 14:32
Vatnavextir með allra mesta móti síðdegis
Veðurstofa Íslands varar við miklum vexti í ám á Suðurlandi. Óvenju mikilli rigningu er spáð í landshlutanum í dag. Þá er að auki mikil leysing á jöklum. Í Þórsmörk verða vatnavextir með allra mesta móti síðdegis og í kvöld.
09.08.2020 - 12:44
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Skemmtanahald helgarinnar í heimahúsum og görðum
Verslunarmannahelgin fór víðast vel fram að sögn lögreglu. Þó nokkuð var um að fólk væri á ferðinni þó hefðbundnum hátíðarhöldum hafi verið aflýst.
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Stormur og vatnsveður á Suðausturlandi og Austfjörðum
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðausturland og gul viðvörun fyrir Suðurland og Austfirði.
31.07.2020 - 05:43
Útilegur í uppnámi vegna veðurs og hertra reglna
Mörg tjaldsvæði hafa þurft að vísa fólki frá vegna hertra sóttvarnarreglna sem taka gildi á morgun. Starfsmaður Bása í Þórsmörk segir að tjaldsvæðið þar sé fullt alla verslunarmannahelgina. Von var á fleiri en hundrað gestum á tjaldsvæðið um helgina og því þurfti að tilkynna allmörgum ferðalöngum að þeir þyrftu að hverfa frá áformum sínum.
30.07.2020 - 18:44
Appelsínugul viðvörun og hætta á skriðuföllum
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Suðausturland vegna mikils hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið og varir til hádegis. Gul viðvörun er í gildi frá hádegi til miðnættis. Á vef Veðurstofu Íslands segir að búist sé við stormi á svæðinu, austan og norðaustanátt 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestan Öræfa.
30.07.2020 - 15:58
Múlakvísl farin að grafa sundur veginn við Afréttisá
Múlakvísl hefur verið að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Almannavarna sem segja tilkynningu hafa borist í gær. Rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl undanfarið.
12 ára í sjálfheldu við Uxafótalæk
Björgunarsveitin á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld vegna 12 ára drengs í sjálfheldu við Uxafótalæk rétt austan við Vík. 
18.07.2020 - 19:01
Skemmtiferðaskip varpaði akkeri úti fyrir Jökulsárlóni
Skemmtiferðaskipið Le Bellot, sem var annað skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands þetta sumarið, festi akkeri úti fyrir Jökulsárlóni í hádeginu í dag og hefur nú verið stopp þar í eina þrjár klukkustundir. Lögregla á Höfn gerði Landhelgisgæslunni viðvart um skipið.
Pílagrímar ganga á Skálholtshátíð
Skálholtshátíð er haldin nú um helgina og er þar meðal annars minnst þess að 300 ár eru frá andláti Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups.
18.07.2020 - 12:26
„Ekkert ferðaveður með ferðavagna“
Fellihýsi fauk út af vegi við Hvalnes fyrir austan Hornafjörð í óveðrinu í gærkvöld, að sögn Sveins K. Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Lögreglunni hafa borist tilkynningar um brotnar rúður og smávægilegar skemmdir á bílum.
Slasaðist er skurður féll saman
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú undir kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman.