Færslur: Suður-Þingeyjarsýsla

Óbreytt rýming í Þingeyjarsveit
Rýming verður óbreytt í Suður-Þingeyjarsýslu vegna hættu á skriðuföllum. Þetta var ákveðið á fundi almannavarna sem lauk fyrr í kvöld.
Margar stórar skriður
Mikil mildi má teljast að ekki hafi fallið skriður á hús í Suður-Þingeyjarsýslu. Af þeim hátt í 20 skriðum sem hafa fallið eru að minnsta kosti fimm þeirra mjög breiðar. 
04.10.2021 - 15:16
Telja að það versta sé yfirstaðið
Veðrið fyrir norðan hefur batnað og staðan er betri en í gær, að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Hann telur að það versta sé yfirstaðið.
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Vatnsbúskapur ræðst að miklu leyti af vetrarúrkomu
Ekki hefur borið á verulegum vatnsskorti í sumar á Norðurlandi. Ef vetrarúrkoma verður lítil gæti það þó valdið slæmri stöðu í vatnsbúskap.
Skriðuföll við Skjálfanda
Skriður féllu úr Hágöngum við Flateyrarflóa í Skjálfanda í kvöld. Að sögn Stefáns Guðmundssonar, sem staddur er á Flatey, féllu skriðurnar með miklum drunum klukkustundum saman.
17.07.2021 - 23:16