Færslur: Suður-Súdan

Hundruð létust í þjóðflokkaátökum í Suður-Súdan
Minnst 287 eru látnir og yfir 300 særðir eftir átök þjóðflokka í Suður-Súdan um helgina. Að sögn stjórnvalda sló í brýnu á milli Murle og Lou Nuer þjóðanna á laugardag. Starfsmenn lækna án landamæra eru meðal látinna.
21.05.2020 - 03:43
Heita því að mynda saman stjórn
Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hétu því í dag að mynda samsteypustjórn áður en frestur sem þeim var gefinn rynni út í febrúar.
17.12.2019 - 13:54
Um milljón manna á flóðasvæðum í Suður-Súdan
Um milljón íbúar Suður-Súdans finna fyrir áhrifum mikilla flóða í landinu. Flætt hefur yfir stórt landsvæði síðan í júlí, þar sem heilu þorpin hafa orðið fyrir barðinu á þeim og hundruð þúsunda hafa orðið að flýja heimili sín.
26.10.2019 - 03:11
19 fórust þegar flugvél hrapaði í stöðuvatn
Nítján fórust í flugslysi í Suður-Súdan í morgun þegar lítil farþegaflugvél brotlenti í stöðuvatni við bæinn Yirol í miðju landsins. Tuttugu og þrír voru í vélinni og fjórir lifðu af, að sögn talsmanns stjórnvalda á svæðinu.
09.09.2018 - 13:55
Verður aftur varaforseti Suður-Súdans
Riek Machar, leiðtogi uppreisnarmanna í Suður-Súdan, verður aftur settur í embætti varaforseta. Utanríkisráðherra Súdans greinir frá þessu, og segir stríðandi fylkingar hafa komist að samkomulagi um þetta í gær. 
08.07.2018 - 08:10
Samkomulagi náð í Suður-Súdan
Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Suður-Súdan undirrituðu samkomulag í gær, örfáum dögum eftir að vopnahlé þeirra á milli var rofið. Nágrannaríkið Súdan hélt utan um samningafund fylkinganna. Utanríkisráðherra Súdans vonast til þess að samkomulagið leiði til betri tíma hjá nágrannaríkinu í suðri. Kominn sé tími til að leggja niður vopn og koma á stöðugleika.
07.07.2018 - 01:40
Fleiri ásakanir á hendur Oxfam
Fleiri ásakanir eru nú komnar fram um kynferðislegt ofbeldi starfsmanna hjálparsamtakanna Oxfam. Varaformaður samtakanna sagði af sér í gær, í kjölfar fregna um að starfsmenn samtakanna á Haítí og í Afríkuríkinu Tjad hefðu misnotað konur í neyð. Í dag steig svo kona að nafni Helen Evans, fyrrverandi stjórnandi hjá Oxfam, fram og sagði frá viðlíka framferði í Suður-Súdan, þar sem Oxfam hefur starfað um árabil - ekki aðeins gagnvart fólki í neyð, heldur einnig gagnvart starfsmönnum Oxfam.
14.02.2018 - 00:38
Bandaríkin banna vopnasölu til Suður-Súdans
Bandaríkjastjórn ákvað á föstudag að banna vopnaflutning til Suður-Súdans. Er bannið sagt til merkis um að þolinmæði ríkisins vegna átaka í Suður-Súdan sé á þrotum, að sögn Wall Street Journal. 
04.02.2018 - 07:06
17 milljónir þjást af hungri í Jemen
17 milljónir lifa við hungurmörk í Jemen, eða 60 prósent þjóðarinnar, að því er fram kemur í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, um alvarlegan fæðuskort í ákveðnum heimshlutum. Skýrslan var kynnt Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum.
Samið um vopnahlé í Suður-Súdan
Stríðandi fylkingar í Suður-Súdan hafa samið um vopnahlé frá og með aðfangadegi. Samkomulagið var undirritað í dag í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Moussa Faki, formaður Afríkusambandsins, fagnaði áfanganum og sagði hann fyrsta skrefið til friðar í landinu. Vopnahléinu þyrfti að fylgja eftir með frekari friðarumleitunum.
21.12.2017 - 18:59
Saka stjórnvöld í Suður-Súdan um græðgi
Stjórnvöld í Suður-Súdan liggja undir ámæli hjálparstofnana fyrir að hafa tífaldað gjald fyrir vegabréfsáritanir hjálparstarfsmanna sem koma til landsins. Hungursneyð var lýst yfir í Suður-Súdan í síðasta mánuði og þar eru milljónir íbúa í hættu.
11.03.2017 - 16:56
Fyrrverandi vopnabræður berjast í Suður-Súdan
Verði ekkert að gert búast Sameinuðu þjóðirnar við því að nærri fimm milljónir íbúa Suður-Súdan þurfi mataraðstoð í sumar til að komast af. Þar svelta þegar hundrað þúsund manns og milljón er á barmi hungursneyðar. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því opinberlega fyrir skömmu að hungursneyð ríkti í sumum sýslum Unity-ríkis, þar deyr fólk úr sulti. Neyðin í Suður-Súdan, landi sem er frjótt og á olíu, er af manna völdum og ekki útlit fyrir að vargöldinni linni í bráð. 
02.03.2017 - 15:50
Gert að velja hvort börnin eða faðirinn lifir
Á svæðum í Suður-Súdan ríkir hungursneyð og hún er af mannavöldum, sprottin af erjum og átökum leiðtoga landsins sem knúnir eigin framagirnd láta fólkið í landinu líða. Þetta sagði í yfirlýsingu sem var gefin út þegar Sameinuðu þjóðirnar lýstu hungursneyð yfir opinberlega fyrir um viku. Það er nokkuð sem ekki hefur verið gert um árabil. Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, telur að það versta sem gæti gerst sé orðið að veruleika. 
01.03.2017 - 14:03