Færslur: Suður Kínahaf

Kínverjar ásakaðir um atlögu að flutningaskipum
Stjórnvöld á Filippseyjum saka kínversku strandgæsluna um að hafa sprautað vatni á fley sem flytja vistir til hermanna á Spratly-eyjum í Suður-Kínahafi. Ríki deila mjög um yfirráð á hafsvæðinu.
Segja tilraunir í Suður-Kínahafi ógn við öryggi og frið
Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir flugskeytatilraunir Kínverja í Suður-Kínahafi ógna friði og öryggi á svæðinu. Tilraunirnar séu einnig í trássi við samkomulag ríkja við hafsvæðið frá árinu 2002, þar sem þau samþykktu að forðast aðgerðir sem gætu flækt eða vakið upp deilur og haft áhrif á frið og stöðugleika, segir í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins. 
28.08.2020 - 02:10
Sérfræðingar vara við köldu stríði
Spenna magnast dag frá degi milli Bandaríkjanna og Kína. Svo rammt kveður að óeiningunni að sérfræðingar álíta að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu.
18.07.2020 - 04:07