Færslur: Suður Ameríka

Reyndu að víkja forseta Ekvadors úr embætti
Þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Ekvador mistókst að bola forsetanum, Guillermo Lasso, úr embætti í dag.
Kólumbíumenn kjósa forseta í dag
Kólumbíumenn ganga til forsetakosninga í dag, sunnudag. Kosið verður milli vinstri mannsins Gustavo Petro og milljarðamæringsins Rodolfo Hernandez, en hvorugur þeirra fékk nógu hátt hlutfall atkvæða í forsetakosningum í landinu í lok maí til þess að setjast í forsetastólinn.
Mótmælendur í Ekvador loka vegum inn í höfuðborgina
Hörð mótmæli standa enn í Ekvador þrátt fyrir tilraun Guillermos Lasso, forseta landsins, til að kveða andófsfólk niður í gær. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu og setti neyðarlög sem meðal annars gefa forseta heimild til að beita her landsins gegn mótmælendum.
Fjórtán námuverkamenn innlyksa eftir sprengingu
Fjórtán námuverkamenn urðu innlyksa í kolanámu í Norður-Kólumbíu í gær, þriðjudag, þegar sprenging varð í námunni. Flestir námuverkamennirnir eru sagðir koma frá bænum Zulia í Venesúela. Náman er skammt frá landamærum ríkjanna.
01.06.2022 - 01:31
Þúsundir leita skjóls undan fellibyl í Mexíkó
Fellibylurinn Agatha náði landi á suðurströnd Mexíkó síðdegis í gær með miklu hvassviðri og rigningu.
31.05.2022 - 02:07
Minnst 27 námuverkamenn látnir í rútuslysi í Perú
Að minnsta kosti 27 létust þegar rúta með námuverkamenn ók fram af fjallvegi og ofan í snarbratt gil í suðurhluta Perú fyrr í dag að því er vinnuveitandi þeirra sagði. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá AFP fréttastofunni.
18.06.2021 - 21:38
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57