Færslur: Suður Afríka

Laumufarþegi í hjólahólfi þotu lifði svaðilförina af
Sá fágæti atburður varð á sunnudag að laumufarþegi, sem kom sér fyrir í hjólahólfi flutningaþotu á leið frá Suður Afríku til Hollands, komst lifandi frá þessari svaðilför sinni. Herlögregla á Schiphol-flugvelli í Amsterdam greindi frá því í gær að maðurinn, sem faldi sig í hjólahólfinu sem geymir nefhjól þotunnar, hefði verið fluttur á sjúkrahús og að líðan hans væri eftir atvikum góð.
24.01.2022 - 02:52
Þinghúsið í Höfðaborg stendur í björtu báli
Mikill eldur logar nú í byggingu suðurafríska þingsins í Höfðaborg. Húsið sjálft stendur í björtu báli ef marka má lýsingar fréttamanna AFP-fréttaveitunnar í borginni.
02.01.2022 - 06:46
Desmond Tutu jarðsettur á nýársdag
Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, baráttumaður fyrir mannréttindum og friðarverðlaunahafi Nóbels, verður jarðsettur í Höfðaborg á nýársdag. Tutu lést í gær, á öðrum degi jóla, níræður að aldri. Í millitíðinni verður efnt til fjölda minningarathafna um land allt.
26.12.2021 - 23:49
Forseti Suður Afríku með COVID-19
Cyril Ramaphosa, forseti Suður Afríku, greindist með COVID-19 á sunnudag. Skrifstofa forsetaembættisins greinir frá þessu. Forsetinn er í einangrun á heimili sínu þar sem honum er veitt meðferð við því sem sögð eru væg einkenni sjúkdómsins.
Fleiri ríki loka á ferðalanga frá sunnanverðri Afríku
Bandaríkin, Kanada, Brasilía, Gvatemala og Sádi Arabía bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lokað hafa fyrir komu ferðalanga frá nokkrum löndum í sunnanverðri Afríku vegna nýs og bráðsmitandi afbrigðis kórónaveirunnar sem þar hefur stungið upp kollinum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telja afbrigðið, sem þeir nefna Omicron, enn meira smitandi en Delta-afbrigðið, sem keyrt hefur þriðju og fjórðu bylgju COVID-19 heimsfaraldursins áfram.
Bóluefni framleitt í Afríku fyrir Afríku í dreifingu
Fyrsta bóluefnið gegn COVID-19 sem framleitt er í Afríku er komið í dreifingu. Suður-afríska lyfjafyrirtækið Aspen framleiðir Jansen bóluefni fyrir Afríku, samkvæmt samkomulagi við bandaríska lyfjarisann Johnson & Johnson.
26.07.2021 - 10:50
Yfir 300 létu lífið í óeirðunum í Suður-Afríku
Yfir 300 manns hafa látið lífið í óeirðum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur, samkvæmt síðustu samantekt lögregluyfirvalda. Í tilkynningu sem skrifstofa forseta Suður-Afríku sendi frá sér í gær segir að alls hafi 337 týnt lífinu í óeirðunum; 79 í Gauteng-héraði og 258 í KwaZulu-Natal, heimahéraði Jacobs Zuma, fyrrverandi forseta.
23.07.2021 - 06:34
Hörgull á bóluefnum í fátækari ríkjum heims
Bóluefnaáætlanir fjölda fátækari ríkja heims eru í uppnámi þar sem þau skortir bóluefni, um það bil 131 ríki heims hefur fengið 90 milljónir skammta fyrir tilstilli Covax áætlunarinnar en það dugar hvergi til.
Þriðja bylgja COVID-19 ríður yfir Suður Afríku
Heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku segja þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins ganga yfir landið um þessar mundir. Þar hafa greinst að meðaltali 5.959 ný tilfelli á dag síðustu sjö dagana og fer þeim fjölgandi. Þetta er talsvert meiri fjöldi en miðað er við í skilgreiningu heilbrigðisyfirvalda á eiginlegri bylgju farsóttar.
11.06.2021 - 23:55
Skógareldar ógna byggð í Höfðaborg
Skógareldar loga enn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku og hefur fjöldi borgarbúa neyðst til að flýja heimili sín þar sem hætta er talin á að þau verði eldunum að bráð. Nokkuð hefur verið um gróðurelda í nágrenni Höfðaborgar síðustu daga, þar sem veður hefur verið heitt og þurrt um hríð.
20.04.2021 - 04:46
Bókasafn elsta háskóla Suður-Afríku skógareldi að bráð
Aldagamalt bókasafn háskólans í Höfðaborg varð í gær eldi að bráð þegar miklir skógareldar í hlíðum Table Mountain, eða Stapafells, læstu sig í byggingar þessa elsta háskóla Suður-Afríku. Gróðureldarnir loga enn og ganga slökkvistörf erfiðlega.
19.04.2021 - 05:23
Vilja fangelsa Jacob Zuma fyrir óvirðingu
Sérstök rannsóknarnefnd í spillingarmáli gegn háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Suður Afríku hefur lagt fram formlega kröfu um að stjórnlagadómstóll landsins dæmi Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir óvirðingu. Sakarefnið er hundsun Zumas á fyrirmælum um að mæta fyrir nefndina, þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar þar að lútandi, og svívirðileg ummæli um dómskerfi landsins.
23.02.2021 - 03:27
Leggja milljón skammta af bóluefni AstraZeneca á ís
Heilbrigðisyfirvöld í Suður Afríku ákváðu í dag að hætta við að nota bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19, í það minnsta tímabundið. Ástæðan er rannsókn sem bendir til þess að það hafi takmarkaða virkni gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónaveirunnar. Milljón skammtar af efninu, sem bárust til landsins á mánudaginn, standa því óhreyfðir og munu gera það eitthvað áfram.
Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.
Hertar sóttvarnaaðgerðir í Suður Afríku
Útgöngubann, almenn grímuskylda og áfengissölubann
Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gripið til harðra sóttvarnaaðgerða enn á ný, vegna aukinnar útbreiðslu COVID-19 í landinu eftir að nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónaveirunnar skaut þar upp kollinum á dögunum.
29.12.2020 - 05:25
Yfir milljón kórónaveirusmit staðfest í Suður Afríku
Suður Afríka varð í gær átjánda ríki heims þar sem yfir ein milljón manna hefur greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í gær. Aðeins eru nokkrir dagar síðan staðfest var að nýtt afbrigði veirunnar hefði greinst í fólki þar í landi, sem virðist smitast hraðar á milli manna en fyrri afbrigði. Þetta er þó ekki sama afbrigði og greinst hefur í Bretlandi sem hefur þessa sömu eiginleika og farið er að berast út um heim.
28.12.2020 - 04:02
Saka lögreglu um að skjóta fatlaðan dreng til bana
Hörð mótmæli blossuðu upp í úthverfi Jóhannesarborgar í Suður-Afríku í dag eftir að lögregla var sökuð um að hafa skotið fatlaðan ungling til bana.
27.08.2020 - 17:46
Yfir milljón manns hafa greinst með COVID-19 í Afríku
Yfir ein milljón manna hefur smitast af kórónaveiru í Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í sumum löndum álfunnar gera sér vonir um að farsóttin hafi þegar náð hámarki, en á sama tíma fara áhyggjur vaxandi af annarri bylgju. Samkvæmt gögnum AFP-fréttastofunnar fóru staðfest smit í Afríku yfir eina milljón í gærkvöld og skráð dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 22.000 talsins.
07.08.2020 - 03:20
Alvarlegt ástand í Suður Afríku
Yfir hálf milljón kórónuveirusmita hefur verið skráð í Suður Afríku. Jafnframt álíta sérfræðingar að raunverulegur fjöldi þeirra sem látist hafi þar í landi sé töluvert vanmetinn.
S-Afríka fær 4,3 milljarða dollara frá AGS vegna COVID
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur samþykkt að veita Suður-Afríku neyðarlán að andvirði 4,3 milljarða bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmlega 580 milljörðum íslenskra króna.
Útgöngu- og áfengissölubann til að hemja COVID-19
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa gripið til þess öðru sinni að banna sölu á áfengi í landinu, til að freista þess að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Áfengissölubannið er ein af mörgum ráðstöfunum sem tilkynntar voru í dag í sama augnamiði. Af öðrum slíkum má nefna útgöngubann frá níu á kvöldin til klukkan fjögur að morgni og grímuskyldu á almannafæri.
13.07.2020 - 00:42
30 ár frá því Mandela var látinn laus úr fangelsi
30 ár eru í dag liðin frá því að Nelson Mandela var sleppt úr fangelsi í Suður Afríku eftir 27 ára fangelsisvist. Sakirnar sem hann var dæmdur fyrir voru meint skemmdarverk. Mandela var kjörinn forseti landsins fjórum árum síðar.
11.02.2020 - 15:54
Dauði Hammarskjölds áfram til rannsóknar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í gær ályktun um að halda skuli áfram rannsókn á grunsamlegum dauðdaga Dags Hammarskjölds, þáverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, árið 1961. Hammarskjöld, sem var sænskur, var á ferð um sunnanverða Afríku þegar flugvélin sem hann ferðaðist með hrapaði.
Veiðiþjófur drepinn af fíl og étinn af ljónum
Maður sem talinn er hafa verið við ólöglegar veiðar á nashyrningum í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku var að líkindum drepinn af fíl og étinn af ljónum í vikunni sem leið. Vitorðsmenn veiðiþjófsins sögðu fjölskyldu hans frá því að fíll hefði banað honum á þriðjudaginn var. Ættingjarnir höfðu þá samband við þjóðgarðsverði, sem þegar hófu leit. Hún reyndist nokkuð tafsöm, en að lokum fundu leitarmenn höfuðkúpu af manni og karlmannsbuxur.
08.04.2019 - 03:04
Mbeki gagnrýnir stefnubreytingu ANC
Thabo Mbeki, fyrrverandi forseti Suður Afríku, gagnrýnir stjórnarflokk landsins ANC fyrir að vera á góðri leið með að verða svartur flokkur og þar með hverfa frá fyrri gildum þar sem áhersla á alla kynþætti landsins voru í hávegum höfð. Þetta kemur fram á minnisblaði sem ætlað var sem innanflokksgagn en var lekið til fjölmiðla, að því er AFP greinir frá.
25.09.2018 - 21:02