Færslur: Suður-Afríka

Beðið eftir barbörunum - J.M. Coetzee
Beðið eftir barbörunum er stórmerkileg bók eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee og eflaust þekktasta verk höfundar. Bókin kom út á tímum aðskilnaðarstefnunnar en þótt sagan sé staðlaus og fjalli um ónefnt heimsveldi er hún ljóðræn og beitt gagnrýni á nýlendutímann, aðskilnað manna og valdbeitinu.
Alvarlegir efnahagserfiðleikar í Suður-Afríku
Gert er ráð fyrir yfir sjö prósenta efnahagssamdrætti í Suður-Afríku á þessu ári. Atvinnuleysi fer vaxandi. Stjórnvöld segja að ástandið eigi enn eftir að versna.
24.06.2020 - 16:06
Kórónuveiran er komin til allra Afríkuríkja
Kórónuveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er komin til allra ríkja í Afríku, síðast til Lesótó. Veiran fannst þegar skimað var eftir henni í hópi fólks sem kom frá Suður-Afríku og Sádi-Arabíu.
13.05.2020 - 16:04
Suður-afríski herinn á að halda fólki inni
Forseti Suður-Afríku áformar að fela her landsins að sjá um að landsmenn haldi sig heima meðan COVID-19 farsóttin geisar. Erfiðlega hefur gengið að fá fólk til að virða útgöngubannið.
22.04.2020 - 16:06
Glæpur við fæðingu – Trevor Noah
„Hann hefur alltaf þetta gestsauga,“ segir Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi um bókina Glæpur við fæðingu eftir suður-afríska uppistandarann og sjónvarpsmanninn Trevor Noah sem er bók vikunnar á Rás 1. „Þannig hann passar eiginlega hvergi inn en er svo flinkur að koma sér inn í allskonar hópa.“
29.01.2020 - 15:53
Mynd með færslu
Myndskeið
Bætir eigið heimsmet í staurasetu
Suður-Afríkumaðurinn Vernon Kruger hefur ekki stigið fæti á jörðu síðan í nóvember. Kruger er ekki geimfari, heldur hefur hann varið síðustu rúmum tveimur mánuðum ofan í tunnu sem er ofan á 25 metra háum staur. Markmið hans er að slá heimsmetið í því sem Heimsmetabók Guinness kallar staurasetu. Í dag eru liðnir 67 dagar síðan Kruger kom sér fyrir í tunnunni.
20.01.2020 - 07:00
Limlest ljón fundust á einkabúgarði
Átta ljónshræ fundust limlest á einkaveiðibúgarði í Suður-Afríku í gær. Lögregla tilkynnti í dag að rannsókn væri hafin þar sem þau hafi öll verið veidd ólöglega. Trýni og loppur dýranna voru skorin af þeim að sögn talsmanns lögreglunnar.
05.01.2020 - 01:52
Segir rænt úr opinberum sjóðum í Suður-Afríku
Peter Hain, fyrrverandi ráðherra í Bretlandi, sakar alþjóðleg fyrirtæki, banka og jafnvel ríkisstjórnir um að ýta undir að opinberir sjóðir í Suður-Afríku séu rændir. Hann skorar á stjórnendur bankanna að sjá til þess að ránsfengnum verði skilað.
18.11.2019 - 17:45
Fyrrum forseti Bólivíu fær hæli í Mexíkó
Boðað verður til kosninga í Bolivíu á næstunni. Evo Morales, forseti landsins sagði af sér í gær eftir margra daga mótmæli og hefur fengið hæli í Mexíkó.
11.11.2019 - 22:14
Réttað yfir Jacob Zuma fyrir spillingu
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, þarf að svara til saka fyrir spillingu í tengslum við vopnaviðskipti á tíunda áratugnum. Hæstirétttur landsins kvað upp úrskurð þess efnis í dag.
11.10.2019 - 16:53
S-Afríka lokar ræðisskrifstofum í Nígeríu
Utanríkisráðuneyti Suður-Afríku lokaði í gær öllum ræðisskrifstofum og sendiráðum í nígerísku borgunum Abuja og Lagos. Ráðist var á fyrirtæki í eigu Suður-Afríkubúa í borgunum, í hefndarskyni fyrir árásir á fyrirtæki í erlendri eigu í Jóhannesarborg. 
05.09.2019 - 12:13
Spillingarnefnd og forseti Suður-Afríku deila
Dómstóll í Suður-Afríku kom í dag í veg fyrir að formaður nefndar sem rannsakar spillingu í landinu gæfi þinginu fyrirmæli um að áminna Cyril Ramaphosa forseta.
12.08.2019 - 17:30
Jacob Zuma neitar að bera vitni
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, neitaði í dag að bera frekar vitni fyrir rannsóknarnefnd í Jóhannesarborg sem kannar sannleiksgildi spillingarmála í stjórnartíð hans.
19.07.2019 - 10:02
Þingkona kýldi meintan rasista
Suður-afríska þingkonan Phumzile van Damme kýldi mann og segir að það hafi verið í sjálfsvörn. Maðurinn hafi verið kynþáttafordóma í hennar garð og hótað ofbeldi.
19.06.2019 - 21:00
Afríska þjóðarráðinu spáð sigri
Suður-Afríkumenn ganga að kjörborði í dag og eru þingkosningarnar hinar sjöttu síðan bundinn var endi á aðskilnað kynþátta í landinu fyrir aldarfjórðungi. Líklegt þykir að Afríska þjóðarráðið ANC fari með sigur af hólmi eins og í fimm síðustu kosningum, en að sigurinn verði ekki eins afgerandi og áður.
08.05.2019 - 08:54
Bændur dæmdir fyrir að myrða ungling
Dómstóll í Suður-Afríku dæmdi í dag tvo hvíta bændur í 18 og 23 ára fangelsi fyrir að hafa myrt þeldökkan ungling, sem þeir stóðu að verki við að stela sólblómum. Unglingurinn hálsbrotnaði og lést eftir að þeir hentu honum út úr bíl á ferð.
06.03.2019 - 14:53
Farþegalestir rákust á
Þrír eru látnir eftir að tvær farþegalestir rákust á í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, á háannatíma í morgun. Þrjú hundruð slösuðust í árekstrinum, þar af 82 alvarlega. Talsmaður almannavarna í borginni sagði í viðtali við AFP fréttastofuna að nokkrir væru í lífshættu. Tveir voru fluttir með þyrlu af slysstaðnum á sjúkrahús.
08.01.2019 - 12:38
Mannskæðir eldar loga í Suður-Afríku
Sjö eru látnir af völdum mikilla elda sem geisað hafa í Suður-Afríku. Meðal hinna látnu voru barn og þunguð kona sem bjuggu á búgarði, að sögn almannavarna í Suður-Afríku. AFP fréttastofan segir slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðan þeir blossuðu upp í síðustu viku við vinsælan ferðamannastað í suðurhluta landsins.
30.10.2018 - 04:53
Hundrað slösuðust í árekstri
Um það bil eitt hundrað slösuðust þegar tvær farþegalestir rákust á í dag skammt frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Óhappið varð í krappri beygju. Að sögn vitna tókst sumum farþegum að komast út úr vögnunum. Aðrir þurftu að bíða eftir aðstoð bráðaliða sem fluttu þá á sjúkrahús. Ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega í árekstrinum.
04.09.2018 - 12:35
19 slasaðir eftir flugslys í Suður-Afríku
Í það minnsta 19 eru slasaðir, sumir alvarlega, eftir að flugvél brotlenti í nágrenni borgarinnar Pretoríu í Suður-Afríku í dag.
10.07.2018 - 15:35
Mál höfðað á hendur fyrrverandi forseta
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku kemur fyrir rétt í Durban 6. apríl næstkomandi og svarar til saka fyrir spillingu, fjársvik og peningaþvætti á valdatíma sínum. Talsmaður suðurafrísku rannsóknarlögreglunnar greindi AFP fréttastofunni frá þessu í dag.
26.03.2018 - 16:41
Ástralir dragi til baka móðgandi ummæli
Stjórnvöld í Suður-Afríku fara fram á að innanríkisráðherra Ástralíu taki til baka orð sín um ríkið fyrr í vikunni. Hann sagði aðstæður hvítra bænda í Suður-Afríku hryllilegar og Ástralía ætti að veita þeim forgang að vegabréfsáritunum kjósi þeir að koma til siðmenntaðs ríkis.
16.03.2018 - 05:12
Ástralir vilja hvíta flóttamenn frá S-Afríku
Hvítir bændur í Suður-Afríku gætu fengið að leita hælis í Ástralíu á næstunni. Innanríkisráðherra Ástralíu segist vilja veita þeim skjól frá þeim hryllilegu aðstæðum sem þeir búa við í Suður-Afríku.
15.03.2018 - 04:53
Fréttaskýring
Zuma neitar að segja af sér
Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, hefur hundsað samþykkt Afríska þjóðarráðsins, sem er flokkur hans, um að víkja úr embætti. Miðstjórn Afríska þjóðarráðssins samþykkti á löngum fundi í gærkvöld og nótt að biðja Zuma um að segja af sér forsetaembættinu. Afríska þjóðarráðið er núverandi stjórnarflokkur og hefur ráðið lögum og lofum í Suður-Afríku frá því minnihlutastjórn hvítra vék fyrir lýðræðislega kjörinni stjórn á tíunda áratug síðustu aldar. Nelson Mandela varð þá forseti.
Ramaphosa eftirmaður Jacobs Zuma
Cyril Ramaphosa var kjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Suður-Afríku nú síðdegis. Hann tekur við leiðtogaembættinu af Jacob Zuma, forseta landsins. Ramaphosa er núverandi varaforseti Suður-Afríku og að öllum líkindum næsti forseti því Afríska þjóðarráðið ræður lögum og lofum í stjórnmálum landsins frá því að lýðræði komst á 1994.
18.12.2017 - 18:59