Færslur: Suður-Afríka

Nær 400 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Nær 400 manns hafa fundist látin eftir hamfarirnar í KwaZulu-Natal héraði í austanverðri Suður Afríku á dögunum. Fjölmennt leitarlið lögreglu, hermanna og sjálfboðaliða hefur stækkað leitarsvæðið til muna þar sem tuga er enn saknað. Feiknarlegt vatnsveður, það úrkomumesta í Suður-Afríku í 60 ár, dundi á héraðinu í byrjun vikunnar og olli mannskæðum flóðum og skriðum í og umhverfis borgina Durban.
16.04.2022 - 05:40
Yfir 340 látin eftir hamfarirnar í Suður-Afríku
Leitar- og björgunarlið í austanverðri Suður-Afríku er enn að störfum við erfiðar og hættulegar aðstæður í og umhverfis borgina Durban, þar sem hamfaraflóð og aurskriður fylgdu steypiregni fyrr í vikunni. 341 lík hefur fundist þar í húsarústum og eðjuflæmum og talið er að þeim eigi enn eftir að fjölga því margra er enn saknað.
15.04.2022 - 06:24
Mannskæðasta óveður sem sögur fara af í Suður-Afríku
Yfir 300 manns hafa týnt lífinu í flóðum og skriðum af völdum mikils vatnsveðurs á austurströnd Suður-Afríku síðustu daga. Yfirvöld segja þetta mestu rigningar í landinu í meira en sextíu ár og óveðrið það mannskæðasta sem dunið hefur á Suður-Afríku svo vitað sé.
14.04.2022 - 06:25
Tugir hafa farist í flóðum í Suður-Afríku
Minnst 45 manns hafa farist í flóðum og skriðum í kjölfar margra daga stórrigninga á austurströnd Suður-Afríku, að sögn yfirvalda þar í landi. Fjölda fólks er enn saknað á hamfarasvæðinu og björgunarlið leitar lifenda og dauðra í rústum og skriðum. Hamfarirnar eru að mestu bundnar við strandhéraðið KwaZulu-Natal og er ástandið verst í borginni Durban og nærliggjandi byggðarlögum.
13.04.2022 - 06:18
Biden og Ramaphosa ræddu málefni Úkraínu
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman í síma fyrr í dag, sólarhring eftir að fulltrúi Suður-Afríku sat hjá við atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um brottrekstur Rússa úr mannréttindaráðinu.
Örvunarskammtur Janssen öflugur gegn omíkron
Janssen bóluefnið gegn COVID-19 virðist gefa góða raun gegn alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Suður-afrísk rannsókn bendir til þess að líkur á spítalainnlögn vegna omíkron minnki um 85 prósent um einum til tveimur mánuðum eftir að einstaklingur hefur hlotið örvunarskammt af Janssen.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Höfðaborg: Eldur blossaði aftur upp í þinghúsinu
Eldur blossaði upp að nýju í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg nokkrum klukkustundum eftir að talið var að náðst hefði að hemja bálið. Elsti hluti þinghússins, sem var reistur árið 1884, er gjörónýtur.
04.01.2022 - 00:37
Enn logar í þinghúsinu í Höfðaborg
Slökkviliðsmenn í Höfðaborg í Suður-Afríku hafa náð tökum á eldi sem brunnið hefur í þinghúsi landsins síðan í gærmorgun. Maður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn í húsinu, hefur verið ákærður fyrir að kveikja í húsinu.
03.01.2022 - 11:50
Einn handtekinn vegna eldsvoða í þingi Suður-Afríku
Einn var í dag handtekinn vegna eldsvoða í þinghúsi Suður-Afríku í Höfðaborg. Eldurinn kviknaði um klukkan sex að staðartíma í morgun og gekk slökkviliði borgarinnar erfiðlega að ráða niðurlögum hans.
02.01.2022 - 19:30
Desmond Tutu fylgt til grafar
Útför suðurafríska erkibiskupsins Desmonds Tutu fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku í dag. Athöfnin fer fram í dómkirkju borgarinnar, þar sem Tutu var erkibiskup í hálfan fjórða áratug.
01.01.2022 - 08:19
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Hámarki omíkron-bylgjunnar talið náð í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku fullyrða að hámarkinu sé náð í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins í landinu en þaðan bárust upplýsingar um tilvist omíkron-afbrigðisins fyrir rúmum mánuði. Ákveðið hefur verið að láta af næturlöngu útgöngubanni sem gilt hefur í landinu.
Tvöföldunartími omíkron er tveir til þrír dagar
Hættan af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er enn metin mjög mikil að því er fram kemur í vikulegu faraldsfræðilegu yfirliti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Klukkum hringt til heiðurs Desmond Tutu
Einnar viku þjóðarsorg hófst í dag í Suður-Afríku til heiðurs Desmond Tutu erkibiskupi, sem lést á sunnudag níræður að aldri. Klukkum í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg var hringt í tíu mínútur í hádeginu í dag. Það verður gert á hverjum degi til gamlársdags.
27.12.2021 - 15:00
Desmond Tutu látinn
Desmond Tutu friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup í Suður-Afríku er látinn, 90 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku á seinni hluta síðustu aldar og fyrir önnur mannréttindamál.
26.12.2021 - 07:41
Allt að 70% minni líkur á innlögn vegna omíkron
Allt að 50 til 70% minni líkur eru á að fólk sem smitast af Omíkron afbrigði kórónuveirunnar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús en af völdum fyrri afbrigða veirunnar. Þetta eru niðurstöður nýrrar viðamikillar breskrar rannsóknar.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Skyldubólusetning til umræðu í Suður-Afríku
Smitstuðullinn hefur hækkað gífurlega í Suður-Afríku undanfarnar vikur. Þarlend stjórnvöld íhuga nú að taka upp þá reglu að fólki beri að vera bólusett hyggist það taka þátt í fjölmennum viðburðum.
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Sjónvarpsfrétt
Ferðabönn ekki til góða
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, telur að ferðabönn, líkt og mörg ríki hafa gripið til í kjölfar frétta af omicron afbrigði COVID-19 letji ríki frá því að greina frá nýjum afbrigðum veirunnar. Þá sagði hann að ástandið vegna afbrigðisins sýna að heimurinn standi frammi fyrir mestu heilsu krísu aldarinnar.
Tvö ómíkron tilfelli staðfest í Bretlandi
Tvö tilfelli ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 hafa greinst í Bretlandi. Þetta staðfesti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, á Twitter í dag. Hann segir einstaklingana sem greindust báða vera í einangrun. Tengsl eru á milli einstaklinganna að sögn ráðherrans og eru þeir nýkomnir úr ferðalagi frá sunnanverðri Afríku.
27.11.2021 - 14:24
De Klerk látinn
Frederik Willem de Klerk, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, er látinn. Hann var 85 ára gamall og greindist með krabbamein í mars.
11.11.2021 - 11:13
Ferðahömlum til Bandaríkjanna aflétt að stórum hluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun þess efnis að ferðahömlum verði létt af gagnvart borgurum 33 ríkja, þeirra á meðal Kína, Indlands og stærstum hluta Evrópu. Tilslakanirnar eiga að taka gildi 8. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynningu úr Hvíta húsinu.