Færslur: Suður-Afríka

Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Nýkjörinn borgarstjóri Jóhannesarborgar lést í bílslysi
Jolidee Matongo, nýkjprinn borgarstjóri Jóhannesarborgar í Suður-Afríku lést í bílslysi í gær á leið heim af kosningafundi í Soweto með Cyril Ramaphosa forseta landsins.
19.09.2021 - 05:22
Tóbaksrisi sakaður um mútugreiðslur í Afríku
Tóbaksframleiðandinn British American Tobacco er sagður hafa reitt fram á þriðja hundrað grunsamlegar greiðslur í tíu Afríkuríkjum á fimm ára tímabili. Er talið að greiðslurnar hafi verið nýttar til að hafa áhrif á heilbrigðisstefnu og skaða samkeppni, hefur AFP fréttastofan eftir eftirlitsstofnun.
14.09.2021 - 02:10
Suðurafrískt herlið sent til Mósambík
Forseti Suður-Afríku ætlar að senda herlið til Mósambík til að aðstoða her landsins í baráttunni gegn vígahópum sem hafa gert usla í norðurhluta landsins að undanförnu. Tilkynnt var á þingi landsins í dag að 1.495 manna herlið væri á leið til nágrannaríkisins til að taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum og ofbeldisfullum öfgasinnum.
28.07.2021 - 16:36
Hefja framleiðslu bóluefnis í Suður-Afríku
Líftækni- og lyfjafyrirtækin BioNTech og Pfizer hafa náð samningum við suðurafríska fyrirtækið Biovac um að hefja framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni í Suður-Afríku. Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að Biovac sjái um síðasta stig framleiðsluferils efnanna, sem kallast að fylla og ljúka.
Enn bætt í herlið vegna óeirða í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku ætla að senda 25.000 hermenn til viðbótar til þeirra svæða þar sem óöld hefur ríkt síðustu daga. Mótmæli, sem hafa þróast út í gripdeildir í verslunum, brutust út um helgina eftir dóm vegna spillingar yfir fyrrum forseta landsins, Jacob Zuma.
15.07.2021 - 13:08
Heimsglugginn
Tugir falla í mótmælum gegn alvöldum konungi
Mannskæðar óeirðir hafa verið í Eswantini í sunnanverðri Afríku. Þar hófust mótmæli vegna dauða Thabani Nkomonye, sem var 25 ára lögfræðinemi og stjórnarandstæðingur sem almennt er talið að lögreglan hafi myrt. Eswantini, sem áður hét Swaziland, er konungdæmi þar sem Mswati þriðji konungur fer með alræðisvald. Lögreglan og öryggissveitir hafa tekið af hörku á mótmælendum sem krefjast lýðræðisumbóta.
15.07.2021 - 09:44
Sjónvarpsfrétt
72 fallin í óeirðum og mótmælum í Suður-Afríku
Sjötíu og tveir, hið minnsta, hafa fallið í óeirðum í Suður-Afríku síðustu daga. Forseti landsins segir ofbeldið vart eiga sér fordæmi í lýðræðissögu landsins. 
13.07.2021 - 20:05
Óeirðir og mótmæli í Suður-Afríku og 32 látnir
Stjórnvöld í Suður-Afríku staðfestu í morgun að 22 til viðbótar hefðu látist í óeirðum sem geisað hafa í landinu síðustu daga, í kjölfar þess að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, var dæmdur í fangelsi fyrir lítilsvirðingu við dómstóla.
13.07.2021 - 10:07
Delta-afbrigðið veldur miklum usla í Suður-Afríku
Delta-afbrigði kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 breiðist hratt út í Suður-Afríku um þessar mundir. Í Afríku allri hafa ríflega 250.000 manns greinst með COVID-19 síðustu vikuna. Um helmingur þeirra greindist í Suður-Afríku, langflest með Delta-afbrigðið, sem knýr þriðju bylgju faraldursins þar í landi.
10.07.2021 - 02:14
Jacob Zuma losnar eftir fjóra mánuði
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, þarf að líkindum ekki að afplána nema fjóra mánuði af fimmtán mánaða fangelsisdómi, sem hann hlaut fyrir að sýna dómstólum landsins lítilsvirðingu. 
08.07.2021 - 17:35
Jacob Zuma kominn í fangelsi
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, gaf sig fram við yfirvöld í dag til að hefja afplánun fimmtán mánaða fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir lítilsvirðingu við dómstóla. Lögregla og talsmenn forsetans fyrrverandi greindu frá þessu í kvöld.
08.07.2021 - 00:56
Zuma neitar að gefa sig fram
Jakob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, neitar að gefa sig fram til yfirvalda. Hans bíður fimmtán mánaða fangelsisdómur fyrir að óhlýðnast úrskurði dómstóls. Zuma ber að gefa sig fram fyrir lok dags, ella verður hann sóttur.
05.07.2021 - 00:27
Jacob Zuma í 15 mánaða fangelsi
Stjórnlagadómstóll í Suður-Afríku dæmdi í dag Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins, í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsinguna fær hann fyrir að sýna spillingardómnefnd í Jóhannesarborg vanvirðingu. Í dómsorði segir að enginn sé hafinn yfir lögin.
29.06.2021 - 12:02
Harðar aðgerðir vegna Delta-afbrigðis í Suður-Afríku
Gripið verður til harkalegra sóttvarnaaðgerða í Suður-Afríku vegna mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónaveirunnar sem veldur COVID-19. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að ekki verði hjá því komist að innleiða víðtækar samkomutakmarkanir á ný til að freista þess að fækka nýsmitum.
28.06.2021 - 02:43
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Bólusetningarátak í Suður-Afríku
Desmond Tutu, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup, var meðal þeirra fyrstu sem voru bólusett gegn COVID-19 þegar heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku hófu átak til að bólusetja landsmenn sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Tafir hafa orðið á því af ýmsum ástæðum að bólusetningarátak hæfist í landinu.
Krefjast 2 ára fangelsis yfir Jacob Zuma
Stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku féllst í dag á að taka fyrir kæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, fyrir að neita að koma fyrir rétt og bera vitni í spillingarmáli á hendur honum. Dómstóllinn hafði úrskurðað að Zuma bæri að mæta, en hann lét ekki sjá sig þegar hann var boðaður.
01.03.2021 - 14:22
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Bjóða Afríkuríkjum bóluefni sem gagnast ekki S-Afríku
Suður-afrísk stjórnvöld hafa boðið aðildarríkjum Afríkubandalagsins að nýta þá 1.500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca sem þau höfðu tryggt sér, þar sem bóluefnið verður ekki nýtt í Suður-Afríku.
17.02.2021 - 01:58
Zuma á fangelsisvist yfir höfði sér
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, á á hættu að verða fangelsaður fyrir að hafa ekki mætt til yfirheyrslu í dag. Hann þarf að svara til saka fyrir ýmis spillingarmál á níu ára valdatíma sínum.
15.02.2021 - 17:56
Bóluefni farið að berast til Suður-Afríku
Fyrsta sendingin af bóluefni gegn kórónuveirunni barst í dag til Suður-Afríku. Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir í framlínustörfum vegna COVID-19 faraldursins ganga fyrir.
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Suðurafrískt afbrigði greinist í Danmörku
Fyrsta tilfelli hins svokallaða suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar hefur greinst í Danmörku. Afbrigðið greindist fyrst í október og er meira smitandi en eldri afbrigði.
Talnaröð í lottói vekur grunsemdir um svikabrögð
Ásakanir um svikabrögð hafa skekið suður-afríska lottóheiminn síðan á þriðjudag. Þá komu tölurnar fimm, sex, sjö, átta og níu upp í útdrætti kvöldsins. Ofurtalan reyndist svo vera tíu.
03.12.2020 - 04:12