Færslur: Suður-Afríka

Bólusetningarátak í Suður-Afríku
Desmond Tutu, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup, var meðal þeirra fyrstu sem voru bólusett gegn COVID-19 þegar heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku hófu átak til að bólusetja landsmenn sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Tafir hafa orðið á því af ýmsum ástæðum að bólusetningarátak hæfist í landinu.
Krefjast 2 ára fangelsis yfir Jacob Zuma
Stjórnlagadómstóllinn í Suður-Afríku féllst í dag á að taka fyrir kæru á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, fyrir að neita að koma fyrir rétt og bera vitni í spillingarmáli á hendur honum. Dómstóllinn hafði úrskurðað að Zuma bæri að mæta, en hann lét ekki sjá sig þegar hann var boðaður.
01.03.2021 - 14:22
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Bjóða Afríkuríkjum bóluefni sem gagnast ekki S-Afríku
Suður-afrísk stjórnvöld hafa boðið aðildarríkjum Afríkubandalagsins að nýta þá 1.500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca sem þau höfðu tryggt sér, þar sem bóluefnið verður ekki nýtt í Suður-Afríku.
17.02.2021 - 01:58
Zuma á fangelsisvist yfir höfði sér
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, á á hættu að verða fangelsaður fyrir að hafa ekki mætt til yfirheyrslu í dag. Hann þarf að svara til saka fyrir ýmis spillingarmál á níu ára valdatíma sínum.
15.02.2021 - 17:56
Bóluefni farið að berast til Suður-Afríku
Fyrsta sendingin af bóluefni gegn kórónuveirunni barst í dag til Suður-Afríku. Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir í framlínustörfum vegna COVID-19 faraldursins ganga fyrir.
Víða gripið til aðgerða á landamærum
Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.
25.01.2021 - 12:12
Suðurafrískt afbrigði greinist í Danmörku
Fyrsta tilfelli hins svokallaða suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar hefur greinst í Danmörku. Afbrigðið greindist fyrst í október og er meira smitandi en eldri afbrigði.
Talnaröð í lottói vekur grunsemdir um svikabrögð
Ásakanir um svikabrögð hafa skekið suður-afríska lottóheiminn síðan á þriðjudag. Þá komu tölurnar fimm, sex, sjö, átta og níu upp í útdrætti kvöldsins. Ofurtalan reyndist svo vera tíu.
03.12.2020 - 04:12
Slæmt atvinnuástand í Suður-Afríku
Atvinnuleysi fór í 30,8 prósent í Suður-Afríku á þriðja ársfjórðungi. Það hefur ekki verið meira frá því að hagstofa landsins fór að safna gögnum um atvinnuástandið árið 2008. Alls eru sex og hálf milljón Suður-Afríkumanna skráð án vinnu um þessar mundir. Þeim hefur fjölgað um 2,2 milljónir frá öðrum ársfjórðungi.
12.11.2020 - 14:16
Beðið eftir barbörunum - J.M. Coetzee
Beðið eftir barbörunum er stórmerkileg bók eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee og eflaust þekktasta verk höfundar. Bókin kom út á tímum aðskilnaðarstefnunnar en þótt sagan sé staðlaus og fjalli um ónefnt heimsveldi er hún ljóðræn og beitt gagnrýni á nýlendutímann, aðskilnað manna og valdbeitinu.
Alvarlegir efnahagserfiðleikar í Suður-Afríku
Gert er ráð fyrir yfir sjö prósenta efnahagssamdrætti í Suður-Afríku á þessu ári. Atvinnuleysi fer vaxandi. Stjórnvöld segja að ástandið eigi enn eftir að versna.
24.06.2020 - 16:06
Kórónuveiran er komin til allra Afríkuríkja
Kórónuveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er komin til allra ríkja í Afríku, síðast til Lesótó. Veiran fannst þegar skimað var eftir henni í hópi fólks sem kom frá Suður-Afríku og Sádi-Arabíu.
13.05.2020 - 16:04
Suður-afríski herinn á að halda fólki inni
Forseti Suður-Afríku áformar að fela her landsins að sjá um að landsmenn haldi sig heima meðan COVID-19 farsóttin geisar. Erfiðlega hefur gengið að fá fólk til að virða útgöngubannið.
22.04.2020 - 16:06
Glæpur við fæðingu – Trevor Noah
„Hann hefur alltaf þetta gestsauga,“ segir Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi um bókina Glæpur við fæðingu eftir suður-afríska uppistandarann og sjónvarpsmanninn Trevor Noah sem er bók vikunnar á Rás 1. „Þannig hann passar eiginlega hvergi inn en er svo flinkur að koma sér inn í allskonar hópa.“
29.01.2020 - 15:53
Mynd með færslu
Myndskeið
Bætir eigið heimsmet í staurasetu
Suður-Afríkumaðurinn Vernon Kruger hefur ekki stigið fæti á jörðu síðan í nóvember. Kruger er ekki geimfari, heldur hefur hann varið síðustu rúmum tveimur mánuðum ofan í tunnu sem er ofan á 25 metra háum staur. Markmið hans er að slá heimsmetið í því sem Heimsmetabók Guinness kallar staurasetu. Í dag eru liðnir 67 dagar síðan Kruger kom sér fyrir í tunnunni.
20.01.2020 - 07:00
Limlest ljón fundust á einkabúgarði
Átta ljónshræ fundust limlest á einkaveiðibúgarði í Suður-Afríku í gær. Lögregla tilkynnti í dag að rannsókn væri hafin þar sem þau hafi öll verið veidd ólöglega. Trýni og loppur dýranna voru skorin af þeim að sögn talsmanns lögreglunnar.
05.01.2020 - 01:52
Segir rænt úr opinberum sjóðum í Suður-Afríku
Peter Hain, fyrrverandi ráðherra í Bretlandi, sakar alþjóðleg fyrirtæki, banka og jafnvel ríkisstjórnir um að ýta undir að opinberir sjóðir í Suður-Afríku séu rændir. Hann skorar á stjórnendur bankanna að sjá til þess að ránsfengnum verði skilað.
18.11.2019 - 17:45
Fyrrum forseti Bólivíu fær hæli í Mexíkó
Boðað verður til kosninga í Bolivíu á næstunni. Evo Morales, forseti landsins sagði af sér í gær eftir margra daga mótmæli og hefur fengið hæli í Mexíkó.
11.11.2019 - 22:14
Réttað yfir Jacob Zuma fyrir spillingu
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, þarf að svara til saka fyrir spillingu í tengslum við vopnaviðskipti á tíunda áratugnum. Hæstirétttur landsins kvað upp úrskurð þess efnis í dag.
11.10.2019 - 16:53
S-Afríka lokar ræðisskrifstofum í Nígeríu
Utanríkisráðuneyti Suður-Afríku lokaði í gær öllum ræðisskrifstofum og sendiráðum í nígerísku borgunum Abuja og Lagos. Ráðist var á fyrirtæki í eigu Suður-Afríkubúa í borgunum, í hefndarskyni fyrir árásir á fyrirtæki í erlendri eigu í Jóhannesarborg. 
05.09.2019 - 12:13
Spillingarnefnd og forseti Suður-Afríku deila
Dómstóll í Suður-Afríku kom í dag í veg fyrir að formaður nefndar sem rannsakar spillingu í landinu gæfi þinginu fyrirmæli um að áminna Cyril Ramaphosa forseta.
12.08.2019 - 17:30
Jacob Zuma neitar að bera vitni
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, neitaði í dag að bera frekar vitni fyrir rannsóknarnefnd í Jóhannesarborg sem kannar sannleiksgildi spillingarmála í stjórnartíð hans.
19.07.2019 - 10:02
Þingkona kýldi meintan rasista
Suður-afríska þingkonan Phumzile van Damme kýldi mann og segir að það hafi verið í sjálfsvörn. Maðurinn hafi verið kynþáttafordóma í hennar garð og hótað ofbeldi.
19.06.2019 - 21:00
Afríska þjóðarráðinu spáð sigri
Suður-Afríkumenn ganga að kjörborði í dag og eru þingkosningarnar hinar sjöttu síðan bundinn var endi á aðskilnað kynþátta í landinu fyrir aldarfjórðungi. Líklegt þykir að Afríska þjóðarráðið ANC fari með sigur af hólmi eins og í fimm síðustu kosningum, en að sigurinn verði ekki eins afgerandi og áður.
08.05.2019 - 08:54