Færslur: Súðavíkurhreppur

Vegurinn var lokaður í um 40 daga af 90
Vegurinn um Súðavíkurhlíð, á milli Súðavíkur og Ísafjarðar, var lokaður um 40 sinnum, á fyrstu þremur mánuðum ársins, stundum hátt í tvo sólarhringa í senn. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að staða samgöngumála á svæðinu hamli byggðaþróun og kallar eftir göngum á milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.
Viðtal
25 ár liðin frá snjóflóðinu í Súðavík
25 ár eru í dag frá því snjóflóð féll á Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns létust, þar af átta börn. Þetta er eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að það hafi verið þungt fyrir marga að heyra af snjóflóðinu á Flateyri í fyrrakvöld. Þeim sem þurfi bjóðist áfallahjálp, einnig þeim sem lentu í snjóflóðinu 1995, auk þess sem kirkjan í þorpinu verði opin í dag.
Búið að opna Súðavíkurhlíð en óvissustig enn í gildi
Vegurinn um Súðavíkurhlíð var opnaður fyrir umferð nú á sjötta tímanum, en áður var talið að hann yrði lokaður til morguns. Þar er þó enn í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu eins og víðar á Vestfjörðum.
Sveitarstjórn vill Braga sem sveitarstjóra
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Braga Þór Thoroddsen um að hann taki við starfi sveitarstjóra. Að mati Hagvangs var Kristinn H. Gunnarsson hæfasti umsækjandinn. Þrír hæfustu, að mati Hagvangs, voru Bragi, Kristinn og Björn Lárusson.
09.03.2019 - 21:02
Tveir listar bjóða fram í Súðavíkurhreppi
Kjósendur í Súðarvíkurhreppi geta valið milli tveggja framboða í sveitarstjórnakosningum þann 26. maí næstkomandi. Valið mun annars vegar standa á milli Víkurlistans með bókstafinn E og hins vegar Hreppslistans með bókstafinn H. Þegar framboðsfrestur rann út hafði aðeins Hreppslistinn skilað inn framboði. Því var framboðsfrestur framlengdur og þá skilaði Víkurlistinn inn framboði.