Færslur: Styttur

Framtíð lítillar danskrar hafmeyju í hættu
Ferðafólk flykkist nú til strandbæjar á Norður-Jótlandi í Danmörku til að skoða og styttu af hafmeyju áður en henni verður grandað. Erfingjar höfundar Hafmeyjunnar í Kaupmannahöfn kröfðust þess fyrr í sumar. Jafnframt fara þeir fram á háar fébætur.
18.08.2021 - 17:10
Kanye West verður ekki tákn Vesturbæjar
Ekkert verður af því að stytta af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West verði sett upp við Vesturbæjarlaug. Aron Kristinn Jónasson lagði þá hugmynd inn í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt í janúar.
30.03.2021 - 12:35
Kólumbusi steypt af stalli og hent í höfnina
Mótmælendur í borginni Baltimore í Bandaríkjunum steyptu í nótt styttu af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus af stalli. Fólkið batt reipi um styttuna, dró hana niður og fór með hana að höfninni þar sem henni var varpað í sjóinn.
05.07.2020 - 08:45
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Pistill
Minnismerki, fyrirgefning og framtíð Sri Lanka
Við sitjum um borð í lest sem rennur yfir flatlendi Norður-Sri Lanka. Brennandi heit sólin glampar á blá vatnslónin, þurrt sandblásið landslagið þýtur hjá opnum glugganum. Pálmatré raða sér upp eftir sjóndeildarhringnum. Þarna er ósköp fátt sem gefur til kynna að það séu aðeins tíu ár síðan hér stóð yfir blóðug borgarastyrjöld. Það var þann 18. maí 2009 sem forseti Sri Lanka tilkynnti að uppreisnarher Tamíl-tígranna hefði verið gjörsigraður og leiðtogi þeirra, V. Prabhakaran, væri fallinn.
18.05.2019 - 09:00
Umdeild stærsta stytta heims rís á Indlandi
Í lok næsta mánaðar verður hulunni svipt af stærstu styttu í heimi. Styttan stóra er rúmlega 100 kílómetra suðaustan við indversku borgina Ahmedabad í Gujarat-fylki og sýnir stjórnmálamanninn og sjálfstæðishetjuna Sardar Patel. Þarna stendur hann, sköllóttur í hefðbundnum indverskum fötum, hendur með síðum og horfir yfir héraðið sitt, Gujarat og Sardar Sarovar-stífluna, eina stærstu stíflu landsins.
23.09.2018 - 11:00
Styttum skákað til eftir tíðaranda
Deilur um minnismerki, eins og átökin um styttur manna úr Þrælastríðinu í Bandaríkjunum, má túlka sem mótmæli gegn ákveðnum persónum, eða þeim hugmyndum sem þær stóðu fyrir. Þetta segir bókmenntafræðingur sem fjallað hefur um merkingu táknmynda af þessu tagi. Hér á landi hefur styttum verið skákað til, eftir því sem tíðarandinn breytist.
22.08.2017 - 19:24
Sársaukafullt að horfa á táknmyndir þrælahalds
Heimsbyggðin hefur fylgst með viðbrögðum Bandaríkjaforseta á síðustu dögum við ofbeldi og kynþáttaólgu í landinu. Minnismerki sem halda á lofti minningu hershöfðingja og forystumanna Suðurríkjanna í þrælastríðinu blandast inn í þann fréttaflutning en minnismerkin er að finna víða um landið. Í Víðsjá var rætt við Lilju Hjartardóttur stjórnmálafræðing um minnismerkin.