Færslur: Stytting vinnuvikunnar

Viðtal
7 af hverjum 10 ánægð með styttingu vinnuvikunnar
Samið var um styttingu vinnuvikunnar í mörgum kjarasamningum hér á landi árið 2020. Nokkuð hefur verið deilt um hvernig til hefur tekist við styttinguna á landi hjá mismunandi starfsstéttum en Íslendingar hafa í gegnum tíðina unnið mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við berum okkur gjarnan saman við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRS, ræddi styttingu vinnuvikunnar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
30.05.2022 - 09:38
Bretar prófa að stytta vinnuvikuna í fjóra daga
Vinnuvika yfir 3.000 starfsmanna í 60 fyrirtækjum í Bretlandi styttist úr fimm í fjóra í júní. Fyrirtækin taka þátt í tilraunaverkefni næstu sex mánuði.
29.05.2022 - 13:06
Fjölga lögreglunemum um helming
Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur af manneklu í lögreglunni og segir að lögreglunemum verði fjölgað um helming í haust. Hann segir að efasemdir séu um að stytting vinnuviku lögreglumanna hafi verið skynsamleg.
25.02.2022 - 19:54
Grunnlaun hækkuðu um 6,6% að meðaltali árið 2020
Grunnlaun á Íslandi hækkuðu um hátt í sjö af hundraði á liðnu ári. Lægstu laun á Íslandi árið 2020 voru í gisti- og veitingarekstri en einnig í meðhöndlun úrgangs, og störfum við vatns- og fráveitur. Hæst voru regluleg mánaðarlaun og heildarlaun hins vegar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.
Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí
Laun hækkuðu að jafnaði um 0,4% á milli mánaða í maí, samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. 
Gæti vantað 6-800 milljónir til að stytta vinnuvikuna
Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir að það gæti vantað 6-800 milljónir króna til að fjármagna styttingu vinnuvikunnar hjá hjúkrunar- og dvalarheimilum sem hann vonast til að verði bætt í haust.
06.06.2021 - 12:49
Síðdegisútvarpið
Bið vanfjármögnun að kenna en ekki styttingu vinnuviku
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir biðlistar á sjúkrahúsum lengjast vegna vanfjármögnunar í heilbrigðiskerfinu, vegna langtímaveikinda starfsfólks og þess að fólk er að minnka við sig starfshlutfall vegna lífeyristöku. Hún var í viðtali í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag þar sem hún kvað mönnunarvanda sjúkrahúsanna eiga sér langa sögu.
Spegillinn
Lögreglan fær 900 milljónir til að stytta vinnuvikuna
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að embættið fái níu hundruð milljónir til að mæta styttingu vinnuvikunnar. Samkomulag hafi náðst við dómsmálaráðuneytið og lögreglustjórar séu að byrja að ráða lögreglumenn.
Spegillinn
Flestir ætla að auka starfshlutfallið
Mikill meirihluti vaktavinnufólks á Landspítalanum ætlar að auka við starfshlutfall sitt vegna styttingar vaktavinnu. Ekki er útilokað að þjónusta spítalans skerðist í sumar vegna styttingarinnar og skorts á starfsfólki.
Myndskeið
Ekki stöðugleiki þegar gæðunum er misskipt
Þótt engar væru kröfugöngurnar í dag þá er kjarabaráttan í fullum gangi. Forseti ASÍ segir stöðugleika ekki í boði þegar sumir valsi um auðlindir landsins og maki krókinn á meðan aðrir nái ekki endum saman. Formaður BSRB telur hættu á auknum ójöfnuði. 
Viðtal
Stórt skref í átt að jafnrétti á vinnumarkaði
96 prósent vaktavinnufólks í hlutastarfi hjá ríki og sveitarfélögum hafa samþykkt að auka starfshlutfall sitt en vinna áfram jafnmikið. Er það liður í styttingu vinnuvikunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að þetta eigi fyrst og fremst við um konur sem hafi ekki treyst sér til að vera í fullu starfi vegna þess hversu þung störfin eru og þetta sé því stórt skref í jafnréttisátt á vinnumarkaði.
29.04.2021 - 10:23
Endurskoðunar þörf ef forsendur vinnustyttingar bresta
Fjármálaráðherra segir að áætlaður kostnaður við styttingu á vinnuviku vaktavinnufólks hjá ríkinu sé um 4,2 milljarðar króna á ársgrundvelli á verðlagi gildiandi fjárlaga. Vaktavinnufólk sé um þriðjungur ríkisstarfsmanna í um fjórðungi stöðugilda, eða 7.300 starfsmenn í 5.500 stöðugildum. Konur séu 80 prósent þeirra og líklegri til að vinna hlutastarf. 
27.04.2021 - 16:54
„Mikilvægt að fá þetta í hendur sem fyrst“
Sjúkratryggingum Íslands hafa ekki borist upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu um hvernig koma eigi til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana í kjölfar styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi eftir tvær vikur. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst.
Spegillinn
Þörf á 75 nýjum lögreglumönnum
Ráða þarf um 75 nýja lögreglumenn vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi um mánaðamótin. Áætlað er að kostnaðurinn vegna þess nemi um 900 milljónum króna. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið er tilbúið greiða mikið af þessum kostnaði. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að ef ekki verði ráðinn nægur mannskapur geti breytingin haft í för með sér aukna yfirvinnu.
Spegillinn
Vaktir styttast hjá nær níu þúsund manns
Vinnuvikan styttist um næstu mánaðamót hjá allt að níu þúsund opinberum starfsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Í sumum tilfellum getur vinnuvikan styst úr 40 tímum í 32. Langflestir sem eru í hlutastörfum ætla að halda áfram sama vinnuframlagi og hækka um leið launin.
08.04.2021 - 15:40
Ólga í garð BSRB meðal tollvarða á Keflavíkurflugvelli
Tollvörðum í vaktavinnu finnst sem komið hafi verið aftan að þeim með með gerð kjarasamings BSRB. Því er mikil ólga í hópi starfsmanna, að sögn Jens Guðbjörnssonar trúnaðarmanns tollvarða á Keflavíkurflugvelli.
Þingfundum þjappað saman til að stytta vinnuvikuna
Þingfundahaldi verður þjappað saman næstu vikurnar sem liður í styttingu vinnuvikunnar. Forseti Alþingis telur þingið verða fjölskylduvænni vinnustað þótt alltaf verði tarnir inn á milli.
02.02.2021 - 13:26
Hvorki þingfundir á mánudögum né föstudögum
Vinnuvika þingmanna breytist með nýju skipulagi sem tekið hefur verið upp á störfum þingsins. Hér eftir verða ekki þingfundir á mánudögum heldur verða þeir fyrst og fremst notaðir til nefnafunda og þingflokksfunda. Hefja á þingfundi fyrr en áður þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudag, klukkan eitt, og er það gert í von um að þingfundum ljúki fyrr á daginn.
30.01.2021 - 08:18
Tókust á um styttingu vinnuvikunnar í borgarráði
162 starfsstaðir Reykjavíkurborgar hófu nýtt ár með því að stytta vinnuvikuna niður í 36 klukkustundir. Þetta kemur fram í minnisblaði mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar um stöðu styttingar vinnuvikunnar sem var rætt á fundi borgarráðs í gær.
22.01.2021 - 09:59
Spegillinn
Stytting á ekki að draga úr þjónustu
Formaður BSRB segir að forsendur styttingar vinnuvikunnar séu að fólk lækki ekki í launum og að launakostnaður hækki ekki. Styttingin megi ekki heldur bitna á þeirri þjónustu sem veitt er.
20.01.2021 - 11:33
Myndskeið
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
Spegillinn
Styttingin má ekki bara snúast um skrifstofufólk
Umræðan um styttingu vinnutímans miðast að sumu leyti of mikið við vinnu skrifstofufólks, segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins; reyndar gildi slíkt hið sama um alla umræðuna um heimavinnu fólks. Margir félagar í Starfsgreinasambandinu eigi þess ekki kost að vinna heima og þá skipti hlé til að hvílast miklu. 
Spegillinn
Vinnutími starfsmanna ríkis og bæja styttist um áramót
Styttri vinnuvika felur í sér aukin lífsgæði starfsfólks og stuðlar að hamingjusamara samfélagi segir á vef BSRB. Í samningum við ríki og sveitarfélög í vor var samið um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 tíma hjá dagvinnufólki en allt að 32 hjá vaktavinnufólki. Vinnan við útfærslu fyrir dagvinnufólk er langt komin, enda á hún að taka gildi um áramótin en í vor hjá vaktavinnufólki. Stytting vinnutímans er sögulegur áfangi segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.