Færslur: Stytting vinnuvikunnar
Þingfundum þjappað saman til að stytta vinnuvikuna
Þingfundahaldi verður þjappað saman næstu vikurnar sem liður í styttingu vinnuvikunnar. Forseti Alþingis telur þingið verða fjölskylduvænni vinnustað þótt alltaf verði tarnir inn á milli.
02.02.2021 - 13:26
Hvorki þingfundir á mánudögum né föstudögum
Vinnuvika þingmanna breytist með nýju skipulagi sem tekið hefur verið upp á störfum þingsins. Hér eftir verða ekki þingfundir á mánudögum heldur verða þeir fyrst og fremst notaðir til nefnafunda og þingflokksfunda. Hefja á þingfundi fyrr en áður þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudag, klukkan eitt, og er það gert í von um að þingfundum ljúki fyrr á daginn.
30.01.2021 - 08:18
Tókust á um styttingu vinnuvikunnar í borgarráði
162 starfsstaðir Reykjavíkurborgar hófu nýtt ár með því að stytta vinnuvikuna niður í 36 klukkustundir. Þetta kemur fram í minnisblaði mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar um stöðu styttingar vinnuvikunnar sem var rætt á fundi borgarráðs í gær.
22.01.2021 - 09:59
Stytting á ekki að draga úr þjónustu
Formaður BSRB segir að forsendur styttingar vinnuvikunnar séu að fólk lækki ekki í launum og að launakostnaður hækki ekki. Styttingin megi ekki heldur bitna á þeirri þjónustu sem veitt er.
20.01.2021 - 11:33
Vinnuvikan styttist hjá þúsundum í næstu viku
Tugþúsundir launafólks í dagvinnu hjá hinu opinbera þurfa aðeins að vinna 36 klukkstundir í komandi viku í stað 40 stunda. Formenn BSRB og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna þessum kaflaskilum í baráttunni. Vaktavinnufólk þarf að bíða til 1. maí.
02.01.2021 - 18:37
Styttingin má ekki bara snúast um skrifstofufólk
Umræðan um styttingu vinnutímans miðast að sumu leyti of mikið við vinnu skrifstofufólks, segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins; reyndar gildi slíkt hið sama um alla umræðuna um heimavinnu fólks. Margir félagar í Starfsgreinasambandinu eigi þess ekki kost að vinna heima og þá skipti hlé til að hvílast miklu.
05.12.2020 - 08:47
Vinnutími starfsmanna ríkis og bæja styttist um áramót
Styttri vinnuvika felur í sér aukin lífsgæði starfsfólks og stuðlar að hamingjusamara samfélagi segir á vef BSRB. Í samningum við ríki og sveitarfélög í vor var samið um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 tíma hjá dagvinnufólki en allt að 32 hjá vaktavinnufólki. Vinnan við útfærslu fyrir dagvinnufólk er langt komin, enda á hún að taka gildi um áramótin en í vor hjá vaktavinnufólki. Stytting vinnutímans er sögulegur áfangi segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
02.12.2020 - 09:08