Færslur: Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur haldlögð

Sjónvarpfrétt
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt. 
Guðríður laus úr eldflauginni og á leið heim
Syttan af Guðríði Þorbjarnardóttur er laus úr eldflaug sem tvær listakonur komu henni fyrir í og miklar deilur staðið um síðan. 
Landsréttur leyfði lögreglu að ná Guðríði úr flauginni
Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði beiðni lögreglunnar um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur sneri við úrskurðinum og hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina. Landsréttur veitti í raun lögreglunni heimild til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í eldflauginni.
2 með stöðu grunaðra í styttuþjófnaðarmáli
Enn er óljóst hvenær reynt verður að ná styttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur úr eldflaug tveggja listakvenna. Það verður reynt að gera án þess að skemma eldflaugina meira en nauðsynlegt þykir. Lögreglan á Vesturlandi hyggst fá blikksmiði til verksins. Þá verður hlutaðeigandi boðið að vera viðstödd listaverkaaðskilnaðinn.
Styttan af Guðríði Þorbjarnar komin hálfa leið heim
Lögregla lagði í dag hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem tekin var ófrjálsri hendi á Snæfellsnesi og sett inn í listaverk við Nýlistasafnið í Reykjavík. Lögreglufulltrúi á Vesturlandi segir að eftir eigi að koma í ljós hvort ákæra verður lögð fram í málinu.