Færslur: Stýrivextir

Aðgerðirnar munu hafa áhrif strax
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta og rýmkuð bindiskylda hafi strax áhrif. Hagspá bankans frá í febrúar er þegar orðin úrelt og útlit er fyrir samdrátt og aukið atvinnuleysi. Aðalhagfræðingur Arion banka segir að tillögurnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær séu óljósar og að þær þurfi að útfæra betur.
Seðlabankinn mun grípa til varna vegna COVID-19
„Við erum að fara að grípa til aðgerða mjög fljótlega,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, um aðgerðir til að sporna við efnahagslegum áhrifum COVID-19 veirunnar. Frekari vaxtalækkanir eru líklegar.
Rétti tíminn til að byggja upp innviði
Fjármálaráðherra segir að nú sé rétti tíminn fyrir auknar fjárfestingar á vegum ríkisins. Ríkið geti fengið tugi milljarða fyrir fjórðungshlut í Íslandsbanka til að fjármagna uppbygginu innviða.
Botninum náð í vetur
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í þremur prósentum. Í óvenju stuttri yfirlýsingu nefndarinnar kemur fram að þróun efnahagslífsins hafi í meginatriðum verið í takt við nóvemberspá bankans og lítið hafi gerst frá síðasta fundi nefndarinnar.
Áhrif vaxtalækkana eiga enn eftir að koma fram
Seðlabankastjóri vonast til þess að áhrif stýrivaxtalækkana muni koma betur í ljós á næsta ári og skila sér í fleiri störfum. Stýrivextir eru í sögulegu lágmarki og eru nú 3% eftir að bankinn tilkynnti um 0,25% lækkun í morgun. Vextirnir hafa lækkað um 1,5% frá því í vor.
06.11.2019 - 14:59
Eykur ráðstöfunartekjur heimila
Stýrivaxtalækkun Seðlabankans eykur ráðstöfunartekjur heimila og hjálpar atvinnurekendum að mæta hækkandi launakostnaði að mati Samtaka atvinnulífsins. Þau fagna því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í dag. 
26.06.2019 - 19:34
Myndskeið
Þurfi að standa í lappirnar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri hvetur arftaka sinn til að standa í lappirnar og láta hvorki stjórnmálamenn né aðra taka sig á taugum. Miklu skipti að varðveita góðan árangur í efnahagsmálum. Már hyggst skrifa bók um það sem betur hefði mátt fara í seðlabankastjóratíð sinni. Það sé heilmargt. Már stýrði sínum síðasta blaðamannafundi í dag sem formaður peningastefnunefndar. 
26.06.2019 - 19:17
  •