Færslur: Stýrivextir

Telja að verðbólga nái hámarki í haust
Gert er ráð fyrir því að verðbólga nái hámarki seinnipart árs 2022 og verði að meðaltali um 7,4% í ár. Einnig eigi stýrivextir eftir að hækka talsvert á árinu og talið er að þeir verði um 6% í lok árs. Á næsta ári gætum við farið að sjá vaxtalækkanir. 
Komum til móts við þá sem minnst hafa, segir Katrín
Ríkisstjórnin ætlar að reyna að milda áhrif verðbólgu á þau tekjulægstu með hækkun bóta. Forsætisráðherra segir þannig sé komið til móts við þau sem minnst hafi milli handanna en að jafnframt verði ríkisstjórnin með aðgerðum sínum að styðja við aðgerðir Seðlabankans til að ná tökum á verðbólgunni. 
„Skelfileg ákvörðun og óskiljanleg með öllu“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir óskiljanlegt með öllu að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um heilt prósentustig í gær, en stýrivextir eru nú orðnir 3,75%. Ragnar Þór segir Seðlabankann með þessu vera að hygla bönkunum á kostnað almennings í landinu. Verkalýðshreyfingin muni reikna út kostnað vaxtahækkana á launafólk, og krefjast aukins álags sem því nemur þegar kemur að kjaraviðræðum síðar á árinu.
05.05.2022 - 08:36
Búist við að Englandsbanki hækki vexti á kjördag
Búist er við að Englandsbanki tilkynni stýrivaxtahækkun í dag. Það yrði þá fjórða vaxtahækkunin sem ætlað er að hemja sívaxandi verðbólgu sem hefur þegar sett strik í fjárhagsreikning breskra heimila. Bretar ganga sömuleiðis að kjörborðinu í dag.
Stýrivaxtahækkun í Brasilíu
Seðlabanki Brasilíu hækkaði stýrivexti í dag, tíunda skiptið í röð. Tilgangurinn með hækkununum er að halda aftur af ört vaxandi verðbólgu í landinu. Peningastefnunefnd bankans ákvað að hækka vextina um eitt prósentustig og nema því stýrivextir 12,75%.
„Allir landsmenn tapa á verðbólgu“
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð með hækkun stýrivaxta í morgun. Vextirnir hækkuðu um heilt prósentustig.
04.05.2022 - 12:46
Í BEINNI
Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtahækkun
Fundur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hefst klukkan 9.30, en á fundinum er farið yfir þá ákvörðun að hækka stýrivexti um heilt prósentustig eins og tilkynnt var í morgun.
Stýrivextir hækka um heilt prósentustig
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag stýrivexti um heilt prósentustig. Búið var að spá hækkun vaxta, en greinendum greindi á hversu mikil hækkunin yrði. Stýrivextir eru nú 3,75%. Spáð er áframhaldandi hækkun verðbólgu.
Spáir verulegri stýrivaxtahækkun
Flest bendir til þess að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti í fyrramálið. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að það sé einungis spurning hve mikil hækkunin verður. 
03.05.2022 - 12:44
Sjónvarpsfrétt
Rússar horfa fram á gríðarlegan samdrátt í þjóðartekjum
Seðlabanki Rússlands lækkaði í dag stýrivexti úr 17 prósentum í 14. Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlandssegist ekki sjá þess nein merki að stríðinu sé að ljúka.
29.04.2022 - 23:04
Spegillinn
Einfaldlega ekki rétt að verðbólgan sé innflutt
Verðbólgan er ekki innflutt og stýrivaxtahækkun Seðlabankanks í gær snerist fyrst og fremst um að taka til baka aðgerðir sem ráðist var í til að bregðast við faraldrinum. Þetta segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
10.02.2022 - 20:25
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Segir róðurinn þyngjast eftir stýrivaxtahækkunina
Ungur maður sem nýlega festi kaup á sinni fyrstu íbúð segir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka muni líklega hækka mánaðarlega greiðslubyrði hans um hátt í þrjátíu þúsund krónur. 
09.02.2022 - 22:10
Kastljós
Segir vexti lága og stöðu heimilanna aldrei betri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísar því á bug ummælum forseta ASÍ um að Seðlabankinn hafi misst tök á húsnæðismarkaði og sé með stýrivaxtahækkunum að leysa sjálfskapaðan vanda. Hann segir vexti vera lága í sögulegu samhengi og almennt séu kjör fólks í landinu góð, ekki síst vegna aukins kaupmáttar.
Lágvaxtaskeið boðað þó hækkanir væru fyrirsjáanlegar
Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, kallar eftir því að þeir stjórnmálamenn og aðrir háttsettir aðilar sem boðuðu „lágvaxtaskeið“ á landinu fyrir síðustu Alþingiskosningar, horfi til ábyrgðar sinnar nú þegar stýrivextir fari hratt hækkandi.
Peningastefnunefnd rökstuddi stýrivaxtahækkun
Fundur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hófst klukkan 9.30, en á fundinum var farið yfir þá ákvörðun að hækka stýrivexti um 0,75% eins og tilkynnt var í morgun.
09.02.2022 - 09:10
Stýrivextirnir hækka um 0,75 prósentur
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði í dag stýrivexti um 0,75 prósentustig, líkt og verið hafði spáð undanfarið. Vextirnir eru hækkaðir í skugga vaxandi verðbólgu en ýmsir höfðu orðið til að hvetja Seðlabankann til að hækka vexti ekki, svo sem forseti Alþýðusambands Íslands sem sendi peningastefnunefnd bréf þess efnis í gær. Seðlabankinn spáir fimm prósenta verðbólgu á þessu ári, sem er tvöfalt verðbólgumarkmið bankans. Bankinn gerir ráð fyrir enn meiri verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi, 5,8%.
09.02.2022 - 08:37
Fasteignir halda áfram að hækka í verði
Verð á fasteignum hækkaði um 1,5% á landinu öllu í desember miðað við vísitölu söluverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkun á einu ári nemur 16,6 prósentum en það er sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem mest áhrif hefur á hana. Greinendur gera ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.
Vöxtur í ferðaþjónustu og hækkanir á íbúðamarkaði
Íslandsbanki gerir ráð fyrir 4,7 prósenta hagvexti á árinu, þeim mesta frá því árið 2018, í nýrri þjóðhagsspá sem birt var í morgun. Aðalhagfræðingur bankans segir útflutningsvöxt ráða þar mestu og að von sé á rúmri milljón ferðamanna til landsins.
Fjármálaráðherra Tyrklands látinn fara
Forseti Tyrklands hefur rekið fjármálaráðherrann á sama tíma og efnahagsöngþveiti er í landinu og gengi tyrknesku lírunnar fellur stöðugt. Seðlabankinn fær ekkert að gert vegna afskipta forsetans.
02.12.2021 - 16:14
Viðskiptabankarnir þrír hækka allir vexti
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa allir hækkað vexti í þessari viku í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í seinustu viku. Íslandsbanki tilkynnti um vaxtahækkun í dag, en áður höfðu Arion banki og Landsbanki gert slíkt hið sama.
26.11.2021 - 14:39
Takmörk fyrir launahækkunum
Fjármálaráðherra segir takmörk fyrir því hversu mikið laun á Íslandi geta hækkað til lengdar. Hann tekur undir efasemdir seðlabankastjóra um greiðslu hagvaxtarauka.
Ólíkar leiðir seðlabanka
Evrópski seðlabankinn hyggst ekki bregðast við verðbólguskoti í álfunni með því að hækka stýrivexti. Það er öfugt við nálgun Seðlabanka Íslands.
Viðbúið að launahækkanir leiði til aukinnar verðbólgu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðbúið að þær launahækkanir sem eru framundan á almennum vinnumarkaði leiði til aukinnar verðbólgu og því hafi það ekki komið á óvart að seðlabankinn hafi ákveðið að hækka stýrivexti.
Segir sig sjálft að það er ekki gott að byrja í mínus
Formaður BHM segir taugaveiklunarbragur sé að rökum seðlabankastjóra og peningastefnunefndar. Seðlabankastjóri sé í pólitískum skilmingum sem lýsi þráhyggju gagnvart verkalýðshreyfingunni. Slík vinnubrögð vegi að sjálfstæði og sýni óhlutdrægni bankans. Hann segir vaxtahækkunina tala beint inn í kjaraviðræður sem eru fyrirhugaðar á næsta ári.
17.11.2021 - 21:21