Færslur: Stuttmynd

Stuttmynd dagsins: Ægishjálmur
Þá fer að síga á seinni hlutann í stuttmyndamaraþoni RÚV núll en stuttmynd dagsins kallast Ægishjálmur og fjallar um sjálfsbjargarhvöt á víkingatímanum. Myndin er eftir Hallvarð Jes Gíslason en hann leikur sömuleiðis í myndinni ásamt Ahd Tamimi.
05.05.2020 - 11:24
Stuttmynd dagsins: Ástamál
Stuttmynd dagsins, Ástamál, er eftir Alex Snæ og er ljóðræn mynd sem fjallar um það að vera ástfanginn. Leikarar eru Alex Darri og Lára Snædal Boyce.
30.04.2020 - 11:17
Stuttmynd dagsins: Hvernig er að lifa með OCD?
Stuttmynd dagsins heitir Hvernig er að lifa með áráttu- og þráhyggjuröskun og er eftir Bergrúnu Huld Arnarsdóttur. Þetta er leikin mynd með viðtölum og fjallar, eins og titill hennar gefur til kynna, um það hvernig er að glíma við áráttu- og þráhyggju.
29.04.2020 - 10:15
Stuttmynd dagsins: Við vatnið
Stuttmynd dagsins heitir við vatnið og segir frá hópi vina sem fer í ferð til Hvaleyrarvatns. Einn þeirra finnur fyrir einhverju sem hann getur ekki hrist af sér. Höfundar og leikstjórar myndarinnar eru Ásgeir Kjartansson, Breki Hrafn Ómarsson, Dagbjört Arthursdóttir, Diljá Böðvarsdóttir og Helga Guðný Hallsdóttir.
28.04.2020 - 09:59
Stuttmynd dagsins: That´s What Friends are for
Stuttmynd dagsins er eftir Brynhildi Þórðardóttur, heitir That´s What Friends are for og segir sögu tveggja vinkvenna þegar önnur þeirra lendir í vandræðum.
24.04.2020 - 11:35
Stuttmynd dagsins: Light Age
Stuttmynd dagsins heitir Light Age og er eftir Guðmund Garðarson. Light Age er sci-fi-mynd, eða vísindaskáldskapur, og segir frá undarlegum atburðum.
22.04.2020 - 10:57
Stuttmynd dagsins: Helgi á Prikinu
Stuttmynd dagsins er eftir Magneu B. Valdimarsdóttur og heitir Helgi á Prikinu. Myndin var frumsýnd á Stockfish hátíðinni í ár.
21.04.2020 - 10:11
Stuttmynd dagsins: Ofsótt
Stuttmynd dagsins heitir Ofsótt og er hrollvekja um unglingsstelpu sem heldur að hún hafi drepið skúringarkonu skólans og ákveður að segja engum frá því.
20.04.2020 - 10:01
Stuttmynd dagsins: Æra
Stuttmynd dagsins er eftir Fannar Örn Þórarinsson og heitir Æra. Hún segir frá Aðalsteini sem lifir ósköp eðlilegu lífi og er að flytja inn með kærustunni sinni Huldu, en einn daginn snýst líf hans á hvolf þegar hann finnur læst box uppi á háalofti.
17.04.2020 - 11:00
Stuttmynd dagsins: The Space Drive
Stuttmynd dagsins er eftir Úlf E. Arnalds, ber nafnið The Space Drive og segir frá Önnu sem þráir að fara út í geim. Leikarar eru Ivana Milutinovic og Dagur Bjarnason. Myndin var sýnd á Stuttmyndahátíð framhaldsskólanna árið 2020.
16.04.2020 - 14:28
Stuttmynd dagsins: Kynsegin
Stuttmynd dagsins heitir Kynsegin og er eftir Sóla. Myndin segir frá því hvernig er að vera kynsegin í samfélagi sem er heltekið af úreltum kynjanormum.
15.04.2020 - 11:54
Stuttmynd dagsins: Augun á kúlunni
Stuttmynd dagsins heitir Augun á kúlunni og er eftir Ólaf Bjarka Guðmundsson. Myndin fjallar um ungan mann sem stendur frammi fyrir erfiðu vali þegar úrslitaleikur Norðurlandamótsins í borðtennis nálgast.
14.04.2020 - 10:16
Stuttmynd dagsins: Capable
Stuttmynd dagsins er eftir Hildi Vöku Bjarnadóttur og heitir Capable. Myndin er samansafn af hugsunum VÖKNU, sem er listamannsnafn Hildar, um lífið og tilveruna, samfélagið og hvernig við virkum sem manneskjur. Hvað er "venjulegt" og hvað ekki.
08.04.2020 - 10:03
Stuttmynd dagsins: Heimavinna
Stuttmynd dagsins eftir Sigríði Báru Steinþórsdóttur heitir Heimavinna og hefur meðal annars verið sýnd á Gamanmyndahátíð Flateyrar. Myndin segir frá stelpu sem kemur heim eftir langan skóladag og reynir að draga það að byrja á heimavinnunni.
07.04.2020 - 10:03
Stuttmynd dagsins: Chen
Stuttmynd dagsins, Chen, er eftir Davíð Guðjónsson og gerð eftir samnefndri smásögu Ara Trausta Guðmundssonar. Myndin segir frá íslensku bankamanni sem hverfur af fundi í Kína.
06.04.2020 - 12:08
Stuttmynd dagsins: Static Tears
Stuttmynd dagsins er eftir Björn Óttar Oddgeirsson og heitir Static Tears. Myndin fjallar Winston en veruleiki hans hrynur þegar besti vinur hans fellur frá. Leikarar eru Breki Hrafn Ómarsson, Stefán Nordal og Óðinn Jökull Björnsson.
03.04.2020 - 11:35
Stuttmynd dagsins: Elektrísk Kind
Stuttmynd dagsins heitir Elektrísk Kind og er eftir Konráð Kárason Þormar. Myndin segir frá Rikka sem er lúbarinn í partýi og rotast, þegar hann vaknar næsta morguninn eftir er hann ekki sá sami.
02.04.2020 - 11:36
Stuttmynd dagsins: Skuggamynd
Stuttmynd dagsins er eftir Sigríði Hrönn og Davíð Þór og ber heitið Skuggamynd. Myndina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
31.03.2020 - 12:02
Stuttmynd dagsins: Critter Talk
Stuttmynd dagsins heitir Critter Talk og er framleidd af Þórönnu Ingu Ómarsdóttur. Myndina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
26.03.2020 - 13:52
Stuttmynd dagsins: Mansöngur
Stuttmynd dagsins heitir Mansöngur og fjallar um Mána og Sóleyju sem fara á stefnumót. Myndin fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna árið 2020.
25.03.2020 - 13:10
Stuttmynd dagsins: Fyrirgefðu mér
Stuttmynd dagsins gerist meðal annars í Akureyrarkirkju og ber heitið Fyrirgefðu mér.
24.03.2020 - 10:46
Stuttmynd
Fúsi er fastur í fyrsta gír
Stuttmynd dagsins, Fastir í fyrsta gír, hlaut áhorfendaverðlaun á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna árið 2018.
23.03.2020 - 10:20
Stuttmynd
Fer í leiðangur í leit að köngulónni Gúllas
Við höldum áfram að birta stuttmyndir sem RÚV núll hefur borist. Í dag er það stuttmyndin Reglur leiksins sem við færum ykkur.
20.03.2020 - 10:25
Stuttmynd
Gleðipakki sendur heim að dyrum
Stuttmyndin Gleðipakkinn vann fyrir stuttu verðlaun fyrir bestu mynd og áhorfendaverðlaun á Kvikmyndahátíð Framhaldsskólanna. Aðstandendur myndarinnar og RÚV núll bjóða þér nú fría heimsendingu á þessum gleðipakka, hér í spilaranum fyrir ofan.
19.03.2020 - 10:39
Sendu okkur stuttmynd úr sóttkvínni
Nú þegar samkomubann er í gildi, framhaldsskólar og háskólar eru lokaðir og margir eru í sóttkví getur verið erfitt að finna sér eitthvað að dunda sér við. Eitt af því sem er þá tilvalið að gera er að læra eitthvað nýtt, eins og til dæmis hvernig maður getur gert stuttmynd.
17.03.2020 - 15:12