Færslur: Sturla Jónsson
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
26.06.2016 - 10:53
Guðni með 38,7 prósent atkvæða
Guðni Th. Jóhannesson er með 38,7 prósent atkvæða (55.174) þegar talin hafa verið rúmlega 146.343 þúsund atkvæði, eða sem nemur 59,7 prósentum þeirra sem eru á kjörskrá. Guðni hefur tíu prósentustiga forskot á Höllu Tómasdóttur sem er með 28,7 prósent (40.768 atkvæði). Andri Snær Magnason er með 14,1 prósent (21.135) og Davíð Oddsson 13,6 prósent (19.775).
26.06.2016 - 03:59
Lokatölur úr Reykjavík norður
Yfirkjörstjórn í Reykjavík norður var sú fyrsta á landinu til að ljúka talningu atkvæða í forsetakosningunum 2016. Guðni Th. Jóhannesson hlaut 36,0 prósent atkvæða í kjördæminu, (12.055 talsins). Andri Snær Magnason varð annar í kjördæminu með 23,8 prósent (7.964) og Halla Tómasdóttir þriðja með 22,0 prósent (7.363).
26.06.2016 - 03:48
Mikill munur eftir kjördæmum
Andri Snær Magnason er sá forsetaframbjóðendanna sem á ólíkustu gengi að fagna eftir landshlutum. Hann fékk fjórfalt hærra atkvæðahlutfall í því kjördæmi þar sem hann nýtur mest stuðnings en þar sem hann á erfiðast uppdráttar. Andri Snær fékk 6,2 prósent þeirra atkvæða sem búið er að telja í Norðvesturkjördæmi en 23,9 prósent í Reykjavík norður.
26.06.2016 - 02:02
Sturla Jónsson með RÚV-snappið í dag
Sturla Jónsson sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur, en allir forsetaframbjóðendur hafa fengið RÚV-snappið í einn dag síðustu daga.
22.06.2016 - 10:00
Baráttan um Bessastaði: Sturla Jónsson
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Sturlu Jónsson.
16.06.2016 - 09:00
Sama stjórnskipan hér og hjá Bandaríkjamönnum
Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi segir að þegar stjórnarskrá Íslands er borin saman við stjórnarskrár Bandaríkjamanna og Frakka komi í ljós að stjórnskipunin hér sé sú sama og í þessum löndum.
13.06.2016 - 16:40
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 26. maí til 1. júní. Halla Tómasdóttir bætir við sig tæpum 5 prósentustigum og Davíð Oddson tveimur.
02.06.2016 - 16:03
Forsetinn verji hagsmuni almennings
„Ég vona það, kjósendur góðir, að þið ætlið ekki að fara að kjósa mann á Bessastaði sem verður múlbundinn. Ég vona að þið ætlið að kjósið mann sem ætlar að tjá sig um það sem að varðar ykkur og afkomu ykkar í landinu. Það er það sem að forsetinn á að gera.“ Þetta sagði Sturla Jónsson, forsetaframbjóðandi, á Morgunvaktinni á Rás 1.
02.06.2016 - 10:42
Berst fyrir skuldug heimili og mannréttindum
Sturla Jónsson varð kunnur í hruninu og búsáhaldabyltingunni en þá hófst stjórnmálaþátttaka hans. Hann barðist fyrir hagsmunum heimila og lánþega og varð kunnur undir nafninu Sturla vörubílstjóri. Nú býður hann sig fram til forseta.
12.05.2016 - 13:04
Frambjóðendur segja ákvörðun Ólafs ekki óvænta
Guðni Th. Jóhannesson og Andri Snær Magnason segja að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að hætta við framboð sitt hafi ekki komið þeim á óvart. Guðni segir að menn þurfi ekki annað en að skoða nýársávarp forsetans. Andri Snær segir eitt víst - eitthvað stórkostlega óvænt eigi eftir að koma í ljós í næstu viku. Halla Tómasdóttir segir að þessi ákvörðun forsetans hafi legið í loftinu.
09.05.2016 - 12:45
Ætlar að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu
Sturla Jónsson býður sig fram til embættis forseta Íslands. Hann kveðst ætla að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef 25 þúsund undirskriftir safnast.
26.04.2016 - 22:23
Sturla býður sig fram
Sturla H. Jónsson ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur þegar safnað undirskriftum þrjú þúsund meðmælenda.
13.04.2016 - 16:46