Færslur: Stunguárás

Fluttur á sjúkrahús eftir hnífstungu í Hlíðunum
Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir hnífstungu í heimahúsi í Hlíðunum í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar, hann er ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.
Átján ára piltur stunginn þrisvar í undirgöngum
Átján ára piltur var stunginn þrisvar sinnum síðdegis í gær í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Stunguárásin í Gotlandi rannsökuð sem hryðjuverk
Stunguárásin sem átti sér stað í Gotlandi í Svíþjóð í síðustu viku er nú rannsökuð sem hryðjuverk. 64 ára kona lést í árásinni. Árásin varð í borginni Visby, þar sem hin svokallaða stjórnmálavika í Almedal fór fram.
11.07.2022 - 20:05
Kona látin eftir stunguárás á Gotlandi
64 ára kona var stungin til bana á Gotlandi í Svíþjóð. 33 ára karlmaður var handtekinn í tengslum við árásina.
06.07.2022 - 19:27
Eitt fórnarlamb stunguárásar gift árásarmanninum
Aðili sem grunaður er um stunguárás sem framin var í morgun í smábænum Nore í suðausturhluta Noregs er kvæntur einu af fórnarlömbum árásarinnar. 
20.05.2022 - 10:37
Þrír særðir eftir stunguárás í Noregi
Að minnsta kosti þrír eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir stunguárás í Numedalsvæðinu í suðausturhluta Noregs. Norska lögreglan lýsir árásinni sem tilviljanakenndri.
20.05.2022 - 08:14
Fjórir handteknir fyrir tilraun til manndráps í Svíþjóð
Maður á fimmtugsaldri varð fyrir stunguárás í bænum Knivsta í Svíþjóð í gærkvöld. Þrír menn eru í haldi grunaðir um tilraun til manndráps.