Færslur: Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

Tíu milljarðar í uppsagnarstyrki - Icelandair langmest
351 rekstraraðili hefur sótt um stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, en upphæðin nemur rúmum tíu milljörðum króna. Icelandair Group og félög tengd því taka langmest til sín.
Kynnisferðir fengu hátt í 200 milljónir í stuðning
Kynnisferðir eru í hópi þeirra fyrirtækja sem fengið hafa mestan stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Fyrirtækið er í eigu föðurfjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem lagði fram frumvarpið um niðurgreiðslu uppsagnakostnaðar sem samþykkt var á Alþingi 29. maí síðastliðinn.
Hálfur milljarður til fyrirtækja vegna uppsagna
Skatturinn hefur greitt rúmlega hálfan milljarð króna í stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Opnað var fyrir umsóknir á föstudaginn fyrir viku og nú hefur Skattinum borist umsóknir frá 57 félögum.