Færslur: Stuðningsaðgerðir

Frekari samruni í ferðaþjónustu líklegur
Eftir mikinn samdrátt og fremur dræma mánuði fyrri hluta árs 2021 fjölgaði ferðamönnum nokkuð á landinu á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Ferðamenn dvöldu að meðaltali nokkuð lengur í fyrra, og var að jafnaði fjórðungi lengri en árið 2019. Kortavelta á hvern ferðamenn jókst einnig nokkuð milli þessarra ára. Þetta kemur fram í greiningu KPMG á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar.
Beinn stuðningur ríkisfjármála einna minnstur á Íslandi
Ísland er á meðal þeirra Evrópuríkja þar sem beinn stuðningur ríkisfjármála til að stemma stigu við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins hefur verið minnstur. Á þeim lista eru einnig Tyrkland, Albanía, Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Bosnía og Hersegóvína og Moldóva. Ríkin eiga það sameiginlegt að stuðningurinn er undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um viðbrögð ríkja við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins.