Færslur: Stúdíó 12

Stúdíó 12
Líklega mesti aðdáandi Taylor Swift í heiminum
Tónlistarkonan Kristín Sesselja sendi frá sér plötu í sumar sem nefnist Breakup Blues og vakti mikla athygli. Plötuna gerir hún með Baldvini Hlynssyni en þau kynntust á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði.
14.11.2020 - 10:29
„Margrét finnur röddina í gegnum þokuna“
Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways kíkti í Stúdíó 12 og lék ný lög af væntanlegri plötu í bland við eldra efni. Meðlimir sveitarinnar eru Margrét Eir og Jökull Jörgensen, og að þessu sinni einnig Helgi Reynir Jónasson.
08.11.2020 - 12:55
Dansinn snýst um að velja lífið fram yfir dauðann
Vinur tónlistarmannsins Svavars Knúts hafði nýlega svipt sig lífi þegar Svavar samdi lagið Dansa, sem tryggði honum sigur í trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2006. „Það er um baráttuna á milli ljóss og myrkurs í sálinni, þegar við stöndum frammi fyrir valkostum um hvort við ætlum að lifa ekki ekki,“ segir hann um lagið sem kom honum á kortið.
28.10.2020 - 15:22
Valdimar frumflytur lag eftir Stjórnina
Hljómsveitin Valdimar fagnar 10 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir og ætlar því að blása til afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu 27. mars. Hljómsveitin kom í Stúdíó 12 og lék tvö af lögum sínum auk þess að taka ábreiðu af lagi með Stjórninni.
28.02.2020 - 16:03
Stúdíó 12
„Mér finnst ég ekki vera rappari“
Gestur Stúdíós 12 að þessu sinni er tónlistarmaðurinn Huginn sem flutti órafmagnaðar útgáfur af lögunum Hætti ekki og Veist af mér ásamt Þormóði Eiríkssyni. Þá tók Huginn einnig hið vinsæla Sorry mamma þar sem Egill Spegill var honum til aðstoðar.
21.02.2020 - 16:55
Stúdíó 12
„Lífið ýtti mér út í það að vera söngkona“
Hljómsveitin Heiða Björg & the Kaos mætti í Stúdíó 12 ásamt frönsku hljómsveitinni The Archibald.
19.02.2020 - 15:49
Stúdíó 12
Það er allt svo leiðinlegt í Stúdíói 12
Benni Hemm Hemm flutti fjögur lög í Stúdíói 12 í tilefni af útgáfu nýrrar hljómplötu sem ber heitið KAST SPARK FAST.
12.01.2020 - 13:06
Tina Dickow og Helgi Hrafn
Danska tónlistarkonan Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson tónlistar-maðurinn hennar eru gestir Rokklands þessa vikuna.
25.10.2019 - 16:37
Myndskeið
„Við erum báðir Elvis og báðir undirleikarar“
Dúettinn GG blús er skipaður tveimur Guðmundum sem hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að rokktónlist. Guðmundur Jónsson var gítarleikari Sálarinnar sálugu og Guðmundur Gunnlaugsson trommari Sixties. Nú syngja þeir báðir og leika undir.
30.08.2019 - 16:20
Myndskeið
„Þetta eru þrír hljómar og sannleikurinn“
Tónlistarmaðurinn Krummi Björvinsson gaf út sitt fyrsta lag af væntanlegri sólóplötu á dögunum og mátti þar heyra ósvikna sveitatónlist. Krummi hefur ekki verið við eina fjölina felldur en segist ávallt hafa verið hrifinn af kántrítónlist, sem inniheldur jafnan þrjá hljóma og sannleikann.
17.08.2019 - 14:00
Hljóðbrot
Öllu tjaldað til á útihátíð í hljóðverinu
Það verður eflaust sungið og dansað á fjölmörgum útihátíðum um allt land í kvöld, á laugardagskvöldi um verslunarmannahelgi og hlustendur Rásar 2 verða ekki skildir útundan í því fjöri. Hljómsveitin Babies slær upp sveitaballi í hljóðveri í kvöld. kl. 22.05 á Rás 2.
03.08.2019 - 11:43
Myndskeið
„Þetta er bara gæsahúð, ég er kominn heim“
Síðustu misseri hafa dansleikir með hljómsveitinni Babies notið mikilla vinsælda, þar leikur sveitin slagara sem allir þekkja og þykja viðburðirnir minna á gömlu sveitaböllin forðum. Nú hafa Babies og Herbert Guðmundsson leitt saman hesta sína og Herberti finnst hann vera kominn aftur heim.
Ætla að muna að minnast ekki á Wham!
Hljómsveitin Vök gaf út hljómplötuna, In The Dark, fyrr í vor og síðan hefur hver smellurinn á fætur öðrum af þeirri frábæru plötu hljómað á öldum ljósvakans. Vök mun spila á Secret Solstice og hita upp fyrir stórsveitina Duran Duran á næstunni en staldrar fyrst við í Stúdíói 12.
22.06.2019 - 14:00
Myndskeið
„Verður húllumhæ og læti en engir flugeldar“
Hljómsveitin Dikta fagnar tvöföldum tímamótum um þessar mundir en bæði er sveitin tuttugu ára gömul og platan þeirra Get It Together tíu ára gömul. Blásið verður til afmælistónleika í Hörpu á sunnudagskvöld þar sem boðið verður upp á húllumhæ og læti en enga flugelda.
15.06.2019 - 13:15
Myndskeið
Koma með graðhestarokkið aftur
Hljómsveitin Blóðmör úr Kópavogi bar sigur úr býtum í Músiktilraunum í vor og hefur verið á fleygiferð síðan. Fimm laga hljómplata er væntanleg á vínyl í júní og segja liðsmenn Blóðmörs að þeir spili pönkað og taktvisst graðhestarokk.
„Hún togar svolítið í okkur þessi hljómsveit“
Eik var ein vinsælasta hljómsveitin á Íslandi um miðjan áttunda áratuginn og spilaði víða um land. Hljómsveitin er komin aftur á stjá og aðspurður segir gítarleikarinn Tryggvi Hübner að Eikin togi alltaf í þá félaga. Eik kom í Stúdíó 12, rakti söguna í stuttu máli og tók fáein lög.
Myndskeið
Við höfum aldrei farið hringinn áður
Hljómsveitin Hjálmar býr sig undir hringferð um landið með vorinu og samhliða þeirri ferð kemur út ný plata með nýjum og nýlega útgefnum lögum. Hjálmar litu inn í Stúdíó 12 og með þeim var hundurinn Spotti.
11.05.2019 - 13:45
Samdi óvart einkennislag crossfit-keppenda
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er vanur að ferðast einsamall um allan heim, vopnaður gítar og ukulele en brátt kemur hann fram á tónleikum með stórhljómsveit. Eitt laganna á nýjustu plötu Svavars hefur óvart orðið að auðkennislagi crossfit-keppninnar í Reykjavík.
04.05.2019 - 10:23
Hausinn á hundrað hjá Joey Christ
Rapparinn Joey Christ mætti í Stúdíó 12 og tók lagið 100P af annari plötu sinni, Joey 2, sem kom út nú fyrir helgi.
29.04.2019 - 12:57
Finnur meira fyrir styrkleikum og veikleikum
Söngkonan Jófríður Ákadóttir, eða JFDR eins og hún kallar sig, hefur verið að gera tónlist síðan hún var fjórtán ára og spilað í hljómsveitum eins og Samaris og Pascal Pinon.
16.04.2019 - 15:23
„Þar kom að því“
Stjórnin fagnaði í fyrra þrjátíu ára starfsafmæli og má segja að tónlist hljómsveitarinnar hafi lifað kynslóð eftir kynslóð. Stjórnin þykir eiga eins konar endurnýjun lífdaga þessi dægrin þar sem yngra tónlistarfólk er duglegt að taka Stjórnarlögin upp á sína arma. Stjórnin heimsótti Stúdíó 12.
30.03.2019 - 11:00
Freðinn og Þreyttur í hljómsveitarbúningi
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson átti tvímælalaust eina af plötum ársins 2018. Afsakanir heitir þessi önnur plata listamannsins sem kallar sig Auður og vakti hún athygli fyrir framsækni og einlægni í textum og tónum.
23.03.2019 - 10:09
„Miklu betra að lenda í öðru sæti“
Þeir Þorkell, Þórir og Benjamín hafa spilað saman rafdjass undir nafninu Mókrókar um nokkra hríð og varð hljómsveitin meðal annars í öðru sæti Músiktilrauna síðasta árs. Ekki þurftu þeir að sýta annað sætið því þeir fengu óvænt að njóta aðalverðlaunanna.
08.03.2019 - 17:01
Hæfileikaspilarar sem kynntust í Miðstöðinni
Hljómsveitin Karma Brigade samanstendur af sex ungum og hæfileikaríkum hljóðfæraleikurum, og var valin hljómsveit fólksins í Músíktilraunum á síðasta ári. Meðlimir sveitarinnar kynntust í Miðstöðinni, rytmískri deild í tónlistarskóla.
02.03.2019 - 12:30
Lög dregin fram sem ekki hafa verið spiluð oft
Tónlistarmaðurinn KK er á leið í örlitla tónleikaferð um landið með fríðu föruneyti en tilgangur ferðalagsins er að draga fram eldri lög úr safni KK sem aldrei eru spiluð á tónleikum. Þrjú þessara laga fengu að hljóma í Stúdíói 12 og að auki eitt glænýtt.
22.02.2019 - 16:00