Færslur: stríðsátök

Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Ísraelar hefja loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Árás í Kamerún kostar átta börn lífið
Þungvopnaðir árásarmenn réðust inn í skóla í suðvesturhluta Kamerún í dag og urðu að minnsta kosti átta börnum að bana.
24.10.2020 - 22:30
Átök blossa upp í Kongó
Að minnsta kosti nítján eru talin hafa fallið í átökum stríðandi fylkinga í austurhluta lýðveldisins Kongó undanfarna daga. Tveir hinna látnu eru almennir borgarar.
Myndskeið
16 fallnir í átökum um yfirráð yfir Nagorno Karabakh
Sextán hafa fallið í átökum Armena og Asera í vikunni. Óttast er að upp úr sjóði í áratuga deilu ríkjanna um héraðið Nagorno Karabakh. Hernaðarátök brutust út á sunnudag og eru ellefu hermenn Asera, fjórir hermenn Armena og einn óbreyttur borgari fallnir.
16.07.2020 - 19:40
Um eitt prósent mannkyns á flótta
Nærri áttatíu milljónir, um eitt prósent mannkyns, eru á flótta í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til að flýja heimili sín hefur tvöfaldast síðastliðinn áratug.
Myndskeið
„Núna er ég í skjóli á meðan þau eru berskjölduð“
Níu hundruð þúsund manns, mest konur og börn, hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember. Mahmoud Albakour, sýrlenskur blaðamaður, sem komst til Tyrklands óttast um andlega heilsu sína, það sé erfitt að vera sjálfur í skjóli á meðan fjölskyldan er berskjölduð fyrir sprengjuárásum.
17.02.2020 - 22:12
Eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum
Þó að 30 ár séu liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur býr eitt af hverjum fjórum börnum á svæðum þar sem neyð ríkir og eitt af hverjum sex á átakasvæðum. Stríðsátök hafa ekki verið meiri en nú í 30 ár.
29.01.2019 - 17:00
Ísrael og Palestína á mannamáli
Ástandið í Ísrael og Palestínu hefur versnað til muna síðustu daga eftir að bandaríska sendiráðið var flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Inn í umræðuna hefur svo blandast sigur Ísrael í Eurovision síðustu helgi.
16.05.2018 - 15:07
136 drepnir á tveimur sólarhringum í Sýrlandi
Ekkert lát er á blóðbaðinu í Austur-Ghouta í Sýrlandi; svæði undir yfirráðum uppreisnarmanna. 18 almennir borgarar týndu lífi í morgun. 136 hafa verið drepnir á tveimur sólarhringum í loftárásum sýrlenska stjórnarhersins á tíu bæi innan svæðisins
08.02.2018 - 16:58
Almennir borgarar falla í loftárás í Jemen
Tuttugu almennir borgarar féllu í dag þegar herflugvél frá Sádi Aröbum eða bandamönnum þeirra gerði loftárás á markað í bænum Khouka í Jemen í dag. Að því er fram kemur í frétt AFP fréttastofunnar var skotmarkið varðstöð uppreisnarmanna úr Hutí fylkingunni í útjaðri bæjarins, en þegar þeir flúðu inn á markaðssvæði í nágrenninu, var sprengjum varpað þar
10.03.2017 - 21:16