Færslur: stríðsátök

Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Hreinsanir sagðar hafnar innan sveita Talibana
Næstum þrjú þúsund úr röðum Talibana hafa verið látin vikja vegna hrottalegrar framkomu sinnar. Forsvarsmenn þeirra segja það gert svo hreinsa megi til í her- og lögreglusveitum.
Lavrov væntir fundar um öryggismál Rússlands í janúar
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands kveðst þess fullviss að viðræður hefjist við Bandaríkjamenn vegna kröfu á hendur þeim og Atlantshafsbandalagið um að öryggi Rússlands verði tryggt.
22.12.2021 - 14:45
Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Ísraelar hefja loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Árás í Kamerún kostar átta börn lífið
Þungvopnaðir árásarmenn réðust inn í skóla í suðvesturhluta Kamerún í dag og urðu að minnsta kosti átta börnum að bana.
24.10.2020 - 22:30
Átök blossa upp í Kongó
Að minnsta kosti nítján eru talin hafa fallið í átökum stríðandi fylkinga í austurhluta lýðveldisins Kongó undanfarna daga. Tveir hinna látnu eru almennir borgarar.
Myndskeið
16 fallnir í átökum um yfirráð yfir Nagorno Karabakh
Sextán hafa fallið í átökum Armena og Asera í vikunni. Óttast er að upp úr sjóði í áratuga deilu ríkjanna um héraðið Nagorno Karabakh. Hernaðarátök brutust út á sunnudag og eru ellefu hermenn Asera, fjórir hermenn Armena og einn óbreyttur borgari fallnir.
16.07.2020 - 19:40
Um eitt prósent mannkyns á flótta
Nærri áttatíu milljónir, um eitt prósent mannkyns, eru á flótta í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til að flýja heimili sín hefur tvöfaldast síðastliðinn áratug.
Myndskeið
„Núna er ég í skjóli á meðan þau eru berskjölduð“
Níu hundruð þúsund manns, mest konur og börn, hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember. Mahmoud Albakour, sýrlenskur blaðamaður, sem komst til Tyrklands óttast um andlega heilsu sína, það sé erfitt að vera sjálfur í skjóli á meðan fjölskyldan er berskjölduð fyrir sprengjuárásum.
17.02.2020 - 22:12
Eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum
Þó að 30 ár séu liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur býr eitt af hverjum fjórum börnum á svæðum þar sem neyð ríkir og eitt af hverjum sex á átakasvæðum. Stríðsátök hafa ekki verið meiri en nú í 30 ár.
29.01.2019 - 17:00
Ísrael og Palestína á mannamáli
Ástandið í Ísrael og Palestínu hefur versnað til muna síðustu daga eftir að bandaríska sendiráðið var flutt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Inn í umræðuna hefur svo blandast sigur Ísrael í Eurovision síðustu helgi.
16.05.2018 - 15:07
136 drepnir á tveimur sólarhringum í Sýrlandi
Ekkert lát er á blóðbaðinu í Austur-Ghouta í Sýrlandi; svæði undir yfirráðum uppreisnarmanna. 18 almennir borgarar týndu lífi í morgun. 136 hafa verið drepnir á tveimur sólarhringum í loftárásum sýrlenska stjórnarhersins á tíu bæi innan svæðisins
08.02.2018 - 16:58
Almennir borgarar falla í loftárás í Jemen
Tuttugu almennir borgarar féllu í dag þegar herflugvél frá Sádi Aröbum eða bandamönnum þeirra gerði loftárás á markað í bænum Khouka í Jemen í dag. Að því er fram kemur í frétt AFP fréttastofunnar var skotmarkið varðstöð uppreisnarmanna úr Hutí fylkingunni í útjaðri bæjarins, en þegar þeir flúðu inn á markaðssvæði í nágrenninu, var sprengjum varpað þar
10.03.2017 - 21:16