Færslur: Stríðið í Afganistan

Biður Afgani afsökunar
Asraf Ghani, fyrrum forseti Afganistans, baðst í dag afsökunar á því að hafa flúið land 15. ágúst, sama dag og Talibanar náði völdum í höfuðborginni Kabúl. Í færslu á Twitter í dag segir forsetinn fyrrverandi að hann hafi aldrei ætlað sér að yfirgefa Afgani og baðst afsökunar á því hvernig valdatíma hans og ríkisstjórnarinnar lauk.
08.09.2021 - 19:16
Talibanar lýsa yfir sigri í Panjshir
Talibanar hafa lýsti yfir sigri í viðureign við uppreisnarmenn í Panjshir-héraði norðaustur af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Uppreisnarmenn segjast þó hvergi búnir að gefast upp og að þeir séu enn í vígahug.
Ekkert verður af vopnahléi í Panjshir-dal
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal hétu í morgun að halda áfram baráttu við Talibana. Því verður ekkert af því vopnahléi sem þeir lögðu til í gærkvöld.
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Uppreisnarmenn í Panjshir fara fram á vopnahlé
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal í Afganistan hafa farið þess á leit við Talibana að vopnahléi verði komið á. Í gær tilkynntu þeir vilja sinn til þess en báðar fylkingar hafa staðhæft að þær hefðu yfirhöndina í átökunum.
Blinken heimsækir Afgani í Katar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á leið til Katar þar sem hann ætlar að hitta Afgani sem flúið hafa heimaland sitt og sendiráðsfólk sem áður hafði aðsetur í Kabúl.
Talibanar sagðir hafa myrt þungaða lögreglukonu
Vígamenn Talibana eru sagðir hafa myrt þungaða lögreglukonu á heimili hennar í Firozkoh, höfuðborg Ghor héraðs að ættingjum hennar aðsjáandi. Fjölmiðlar í borginni nafngreina konuna sem hét Banu Negar.
Heimsækir vettvanga hryðjuverkaárásanna 11. september
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja alla þá staði sem hryðjuverkamenn gerðu atlögu að í Bandaríkjunum 11. september 2001 þegar tuttugu ár verða liðin frá atburðunum.
Talibanar sækja enn fram í Panjshir-dal
Hersveitir Talibana hafa sótt enn lengri inn í Panjshir-dalinn í austurhluta Afganistan en uppreisnarmenn segjast ná að halda þeim í skefjum. Dalurinn er síðasta vígið í landinu sem hefur ekki fallið í hendur Talibana.
Talibanar reyna að ná síðasta héraðinu
Barist var í Panjshir-dalnum í austurhluta Afganistan í morgun, en hann er síðasta vígið sem hefur ekki fallið í hendur Talibana. Bardagarnir hafa tafið fyrir að ný ríkisstjórn verði kynnt í landinu. 
04.09.2021 - 12:39
Brýnt að veita Afgönum skjóta og trygga neyðaraðstoð
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun ræða neyðaraðstoð fyrir Afganistan á ráðstefnu í Genf 13. september næstkomandi. Mikil neyð vofir yfir milljónum Afgana.
Afganskar konur mótmæla skorti á kvenkynsráðherrum
Búist er við að greint verði frá samsetningu nýrrar ríkisstjórnar Afganistan eftir síðdegisbænir á morgun, föstudag. Konum er mjög umhugað um skort á kvenkynsráðherrum í væntanlegri ríkisstjórn.
Mannúðarflug til Afganistan hafið að nýju
Mannúðarflug á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til norður- og suðurhluta Afganistan er hafið að nýju.
Ólíklegt að konur verði ráðherrar í Afganistan
Háttsettur embættismaður Talibana segir ólíklegt að konur verði meðal æðstu ráðamanna í nýrri ríkisstjórn þeirra í Afganistan. Það segir fréttaskýrandi BBC að sé í mótsögn við orð Talibana fyrir örfáum árum.
Segir Breta standa í mikilli þakkarskuld við Afgani
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Bretland standa í mikilli þakkarskuld við þá Afgani sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið í heimalandinu. Utanríkisráðherra Bretlands svarar spurningum utanríkismálanefndar breska þingsins varðandi Afganistan á morgun.
Varar Talibana við því að hindra för flóttafólks
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að þeir Afganar, sem ekki komust frá landi, séu ekki gleymdir. Hann varaði Talibana við því að hindra för flóttafólks frá landinu
31.08.2021 - 18:00
Talibanar óska Afgönum til hamingju með sigurinn
Hersetu Bandaríkjahers í Afganistan er lokið, tuttugu árum eftir að hún hófst. Síðasta flugvél hersins yfirgaf Hamid Karzai flugvöllinn í nótt.
31.08.2021 - 13:27
Sjónvarpsfrétt
„Þeir voru að leita að fólki eins og mér“
Ákvörðunin um að fara var erfið, segir afgönsk kona sem kom hingað á föstudag. Hún þurfti að skilja við móður sína og systur sem hún segir skotmörk Talíbana, líkt og hún sjálf.
Tvær afganskar fjölskyldur komu til landsins í gær
Tvær afganskar fjölskyldur eru komnar til landsins eftir að hafa flúið land eftir upprisu Talibana í Afganistan. Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að Afganir sem vilji koma nöfnum ástvina áleiðis ætti að hafa samband við Útlendingastofnun.
Telja sig hafa banað skipuleggjanda árásarinnar í Kabúl
Bandaríkjastjórn segir einn skipuleggjenda sprengjuárásarinnar við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl hafa látið lífið í drónaárás Bandaríkjahers í nótt.
Biden gagnrýndur vegna burtkvaðningar frá Afganistan
Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur því staðfastlega fram að hann hafi tekið rétta ákvörðun þegar ákveðið var að kalla alla hermenn heim frá Afganistan í lok þessa mánaðar. En þeir eru margir bæði innan Bandaríkjanna og meðal bandamanna erlendis sem telja þetta alvarlegustu mistök Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum áratugi.
Frekari árásir yfirvofandi í Kabúl
Bandarísk stjórnvöld hafa varað við að frekari árásir séu yfirvofandi í Kabúl. Hið minnsta 170 eru látnir eftir sprenginguna við Hamid Karzai flugvöllinn í Kabúl í gær.
27.08.2021 - 17:46
Skildu eftir trúnaðargögn í breska sendiráðinu í Kabúl
Bresk stjórnvöld liggja nú undir harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að starfsmenn breska sendiráðsins í Kabúl, sem nú er undir stjórn Talibana, hafi skilið eftir trúnaðargögn um afganskt starfsfólk sendiráðsins.
27.08.2021 - 16:00
Tyrkir funda með Talibönum um flugvöllinn
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan segir að tyrknesk stjórnvöld séu í beinum samskiptum og samningaviðræðum við Talibana. Tyrkir hafa boðist til þess að aðstoða Talibana við að reka alþjóðaflugvöllinn í Kabúl eftir að erlendar hersveitir hafa yfirgefið borgina að ágústmánuði loknum.
Bretar á lokametrum brottflutnings frá Kabúl
Bandaríkjastjórn mun hvorki gleyma né fyrirgefa þeim sem stóðu að baki árásinni fyrir utan Hamid Karzai Alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan í gær. Forsetinn Joe Biden segir að þeir verði leitaðir upp og látnir gjalda fyrir gjörðir sínar.