Færslur: Stríð

Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
Tveir ungir breskir drengir hafa náð að safna sem nemur 6,5 milljónum íslenskra króna með því að selja límonaði úti á götu.
03.08.2020 - 02:43
Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26
Vopnahlé í Afganistan
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
31.07.2020 - 03:29
Hútar í Jemen láta sex Bahá'ia lausa
Liðsmenn uppreisnarfylkingar Húta í Jemen létu í dag lausa sex Bahá'ia sem höfðu verið í haldi þeirra um árabil.
31.07.2020 - 00:31
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.
Þingkosningar í Sýrlandi
Búist er við að Baath flokkur Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og bandamenn hans fái meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar eru í landinu í dag.
19.07.2020 - 08:02
Sérfræðingar vara við köldu stríði
Spenna magnast dag frá degi milli Bandaríkjanna og Kína. Svo rammt kveður að óeiningunni að sérfræðingar álíta að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu.
18.07.2020 - 04:07
Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.
28.06.2020 - 08:19
Norður-Kóreumenn snúa frá landamærunum
Norður-Kóreustjórn hefur ákveðið að fresta því að beita nágranna sína í suðri hernaði. Þetta var tilkynnt fyrr í kvöld.
24.06.2020 - 04:49
Stríðsglæpamaður gefur sig fram
Ali Kushayb, einnig er þekktur sem Ali Muhammad Abdelrahman, hefur ákveðið að gefa sig fram við Alþjóðaglæpadómstólinn. Hann hefur verið ásakaður um hræðileg grimmdarverk í vargöldinni í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan.
12.06.2020 - 02:41
Myndskeið
Segist óttalaus og sterkari eftir að hafa flúið Sýrland
Stofnandi heimsþings kvenleiðtoga segir að það sé of mikið um metnaðarfull markmið í jafnréttismálum sem ekki sé fylgt eftir. Tíu ára aktivisti segir að hún óttist ekki neitt eftir að hún flúði Sýrland - en hugur hennar sé alltaf þar. 
19.11.2019 - 21:11
Banna fjölmiðlum að fjalla um stríðið
Tyrknesk stjórnvöld hafa bannað gagnrýnar fréttir og skoðanaskipti um hernað Tyrklands í Norður-Sýrlandi. Hver sá sem brýtur gegn banninu verður sóttur til saka á grunni hryðjuverkalaga. Tveir blaðamenn hafa verið handteknir fyrir brot gegn banninu.
Kjarnorkustríð drepur 125 milljónir
Kjarnorkustríð Indverja og Pakistana yrði meiriháttar hamfarir fyrir heimsbyggðina. Hundrað tuttugu og fimm milljónir gætu farist, hiti á jörðinni myndi snarlækka og hungursneyð fylgdi í kjölfarið. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps við háskólann í Colorado í Bandaríkjunum. Afleiðingarnar verða svipaðir og eftir Skaftárelda, bara miklu alvarlegri.
06.10.2019 - 15:12
Óttast að tapa baráttu gegn hungursneyð
Fulltrúar alþjóðlegra hjálparstofnana óttast að baráttan gegn hungursneyð í Jemen sé að tapast og að þrjár og hálf milljón manns bætist í hóp þeirra átta milljóna Jemena sem þegar þjást af hungri.
22.09.2018 - 15:30
Átta börn fórust í sprengingu í Afganistan
Átta börn, þar af fjögur systkini, létust í sprengingu í gær í Faryab héraði í norðurhluta Afganistans. Þau voru að leik með hlut sem fundu úti. Hluturinn reyndist vera sprengja, að því er AFP fréttastofan hefur eftir ættingjum barnanna.
22.09.2018 - 13:31
Þrjátíu þúsund hafa flúið Idlib á níu dögum
Yfir 30 þúsund flúðu Idlib-hérað í Sýrland á fyrstu níu dögum septembermánaðar, vegna hörmunganna sem blasa við í héraðinu. Idlib er á norðvesturhluta landsins og er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hersveitir undirbúa nú stórsókn í héraðinu.
11.09.2018 - 02:16
Erdogan hvetur til vopnahlés
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, biður yfirvöld í Rússlandi og Íran um að láta af árásum á Idlib-hérðaði, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Erdogan varar Rússa við afleiðingum áframhaldandi loftárása í Idlib. Hann segir að þar sé blóðbað yfirvofandi og að yfirvöld í Tyrklandi muni ekki sitja aðgerðarlaus hjá og fylgjast með loftárásum Rússlands. 
09.09.2018 - 00:44
Alvöru leikhús
„Verkið gefur áhorfendum tíma til að hugsa, og horfa, og skoða. Verk sem er opið, eins og flest verkin hans Ragnars, eitthvað mjög banalt en á sama tíma hægt að tala um í sömu setningu og stríðið í Sýrlandi eða afstöðu Íslendinga til Ísrael.“ Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, sá Stríð í Þjóðleikhúsinu.
Myndskeið
„Þetta er bara þjáning, þjáning, þjáning“
„Það er hægt að segja að þetta sé harmleikur og líka að þetta sé brandari sem er genginn allt of langt,“ segir Ragnar Kjartansson listamaður um einþáttungsóperuna Stríð sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
16.05.2018 - 15:24
Stríð og harmur svakalega skrýtin fyrirbæri
„Það er best að vera bara eins og Pet Shop Boys í þessu, bara svona tveir,“ segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson um samstarf hans og Kjartans Sveinssonar tónskálds en þeir eru höfundar að sýningunni Stríð.
Öryggisráðið kannar glæpi gegn Róhingjum
Teymi sérfræðinga frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heimsótti í dag flóttamannabúðir í Kutupalong á landamærum Bangladess að Mjanmar. Hernaður yfirvalda í Mjanmar gegn Róhingjum hófst í ágúst síðastliðnum og síðan hafa um 700.000 manns lagt á flótta yfir landamærin til Bangladess.
29.04.2018 - 10:33
Lavrov: Leyniþjónusta sviðsetti efnavopnaárás
Utanríkisráðherra Rússlands sagði á fundi með fréttamönnum í dag að „óhrekjanlegar sannanir“ væru fyrir því að leyniþjónusta á vegum ónefnds ríkis hafi sviðsett efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi síðustu helgi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra telja að sýrlensk stjórnvöld hafi staðið að árásinni.
13.04.2018 - 12:24
Telja ekki óhætt fyrir Róhingja að snúa heim
Róhingjar geta ekki snúið aftur til heimkynna sinna í Rakhine-héraði, þar sem staðan þar hefur ekki batnað, að mati Sameinuðu þjóðanna. Um 700.000 Róhingjar hafa flúið ofsóknir stjórnarhersins í Mjanmar og farið til nágrannaríkisins Bangladesh. Stjórnvöld í Mjanmar hafa sagt að þeir geti snúið til baka.
08.04.2018 - 13:54
Þúsund börn særst alvarlega í Sýrlandi í ár
Á fyrstu tvemur mánuðum ársins hafa um þúsund börn verið myrt eða særst alvarlega í sprengjuárásum í Sýrlandi. Helmingi fleiri börn voru drepin árið 2017 en árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Sjö ár eru nú frá upptökum átaka í Sýrlandi. Óttast er að þetta ár verði það mannskæðasta í sögu stríðsins.
12.03.2018 - 11:37