Færslur: Stríð

Segir Vesturlönd ábyrg fyrir fæðuóöryggi, ekki Rússa
Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir yfirvofandi hungursneyð og fæðuóöryggi í heiminum ekki stafa af innrásinni í Úkraínu, heldur af viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Rússum. Hún sagði sífellt fleiri sérfræðinga vera á sama máli um að Vesturveldin ögruðu með aðgerðum sínum og bæru ábyrgð á eyðileggingu.
Enn hart barist um yfirráð í Sjevjerodonetsk
Enn er hart barist í Sjevjerodonetsk í Austur-Úkraínu. Talsmenn úkraínska hersins segja að þeir geti enn varist árásum Rússa í nokkrum hverfum borgarinnar. Rússar umkringdu borgina fyrir tæpum mánuði og hafa átök um yfirráð hennar staðið nær linnulaust síðan.
20.06.2022 - 04:26
Senda eldflaugar til Úkraínu þrátt fyrir hótanir Pútíns
Bretar tilkynntu í dag þeir ætluðu sér að senda Úkraínuher eldflaugakerfi með stýriflaugum, líkt og Bandaríkjamenn gerðu einnig í liðinni viku. Eftir tilkynningu Bandaríkjamanna varaði Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, aðra við að senda slík vopn til Úkraínu og hótaði árásum á fleiri skotmörk í Úkraínu.
Sprengingar og loftvarnarflautur glumdu í Kænugarði
Nokkrar sprengingar urðu í nótt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu og loftvarnarflautur ómuðu víða. Enginn er talinn hafa látist í árásunum en minnst einn slasaðist.
05.06.2022 - 04:31
Linnulausar árásir á Severodonetsk
Úkraínskar hersveitir berjast nú við að ná aftur yfirráðum í borginni Severodonetsk, þar sem hörð átök hafa geysað síðustu daga. Rússneski herinn náði yfir 70% af borginni á sitt vald í vikunni, en að hertaka borgina er talið mjög hernaðarlega mikilvægt Rússum.
Hundrað dagar af stríði í Úkraínu
Hundrað dagar eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Á þessum hundrað dögum hafa þeir náð um tuttugu prósentum af Úkraínsku landi á sitt vald.
03.06.2022 - 05:24
Þolendur kynferðisofbeldis í Úkraínu leita ekki hjálpar
Meirihluti þeirra sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi í stríðinu í Úkraínu bera harm sinn í hljóði og vilja ekki leita sér hjálpar. Frá þessu greinir AFP-fréttaveitan. Rætt var við aðgerðasinna sem reyna að sannfæra þolendur um að rjúfa þögnina og leita sér aðstoðar.
03.06.2022 - 03:15
Sakar Rússa um að ræna 200 þúsund úkraínskum börnum
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fullyrti í ávarpi til landa sinna í gærkvöld að rússneski herinn hefði flutt hátt í 200 þúsund börn nauðug til Rússlands.
02.06.2022 - 04:13
Rússar með yfirhöndina í baráttunni um Severodonetsk
Rússar hafa hertekið um 70% af úkraínsku borginni Severodonetsk, að sögn Sergiy Gaiday, ríkisstjóra í Luhansk-héraði. Harðir bardagar hafa staðið um Severodonetsk síðustu daga og hafa Rússar lagt undir sig fleiri og fleiri hverfi borgarinnar eftir því sem liðið hefur á átökin.
02.06.2022 - 01:27
Senda Úkraínumönnum háþróaðar eldflaugar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær þriðjudag að til stæði að senda úkraínska hernum háþróaðar eldflaugar til að nota gegn rússneska hernum.
01.06.2022 - 00:40
Öryggisráðið gefur út varfærna yfirlýsingu um innrásina
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út yfirlýsingu um innrásina í Úkraínu, í fyrsta sinn síðan Rússar gerðu innrás í landið fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.
Pistill
Rússar munu ekki rísa upp
Í Rússlandi hefur sala þunglyndislyfja aukist fjórfalt. Mannfjöldi á veitingastöðum og kaffihúsum hefur dregist saman um 60 prósent. Verðbólgan er komin í 20 prósent. Fólk kaupir sykur, hveiti og dömubindi. Natasha, rússneskt skáld og pistlahöfundur Víðsjár, trúir því samt ekki að Rússar muni rísa upp og mótmæla. Þeir séu vanir að þola.
27.04.2022 - 15:52
Innlent · Pistlar · Víðsjá · Natasha · Stríð · Úkraína · Rússland
Rússar sagðir undirbúa árás á Slovyansk
Rússneskar hersveitir eru sagðar undirbúa árásir á borgina Slovyansk í austanverðri Úkraínu.
Ákærður fyrir 31 stríðsglæp í Darfur
Réttarhöld yfir Ali Muhammad Ali Abd-al-Rahman hefjast í dag fyrir alþjóðaglæpadómstólnum, vegna stríðsins í Darfur-héraði í Súdan sem hófst fyrir um tuttugu árum. Þetta eru fyrstu réttarhöldin fyrir dómsstólnum vegna stríðsins í Darfur-héraði.
Segir Rússa skilja eftir jarðsprengjur inni á heimilum
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur varað við því að rússneskar hersveitir skilji eftir jarðsprengjur í Úkraínskum borgum.
Fjöldi menningarminja eyðilagðar í Úkraínu
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 53 sögulega verðmætar byggingar hafa verið eyðilagðar í Úkraínu, síðan Rússar gerði innrás í landið fyrir rúmum mánuði síðan. Þar á meðal eru söfn, kirkjur og aðrar menningarminjar.
02.04.2022 - 02:45
Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum dróna og eldflaugar
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur heitið 300 milljónum bandaríkja dala til stuðnings við úkraínska herinn, er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Það jafngildir yfir 38 milljörðum íslenskra króna. Ráðuneytið segir að úkraínumönnum muni brátt berast ýmist hergögn, líkt og drónar, ýmiskonar skotvopn og hátæknilegar eldflaugar.
02.04.2022 - 01:41
Ætlar sér ekki að gefa eftir metra af úkraínsku landi
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að hersveitir búi sig undir harðar árásir í austurhluta landsins. Rússnesk stjórnvöld sögðust í gær ætla að hægja á sókn sinni einkum við borgirnar Kænugarð og Mariupol.
Ráðgjafar Pútíns óttast að greina frá ógöngum hersins
Ráðgjafar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta eru sagðir óttast að ræða við forsetann um innrásina í Úkraínu. Þeir eru sagðir meðvitaðir um að hernaðurinn í Úkraínu gangi ekki eftir áætlun og að veruleg mistök hafi verið gerð.
31.03.2022 - 03:23
„Forréttindi að fá að vera hérna og geta lagt smá lið“
Íslendingur í borginni Zhaporozhye í austurhluta Úkraínu hefur í allan morgun farið um borgina og safnað mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum fyrir vini og kunningja sem ekki geta verið á ferli. Hann segir það forréttindi að geta orðið fólki að liði.
03.03.2022 - 11:45
Biden segir að Rússar ráðgeri innrás í Úkraínu
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segist sannfærður um að Vladimir Putin, forseti Rússlands, sé búinn að skipuleggja innrás í Úkraínu. Hún verði líklega að veruleika á næstu dögum. Þetta tilkynnti Biden á blaðamannafundi í kvöld, eftir fund með leiðtogum fjölda vestrænna ríkja um Úkraínudeiluna.
18.02.2022 - 22:56
Pistill
Málverkið sem allir sem ætla í stríð þurfa að sjá
Í Tretyakov galleríinu í Moskvu, þjóðarlistasafni Rússlands, má finna marga dýrgripi. Þeirra á meðal eru áhrifamikil málverk málarans Vasilys Vereshchagin en hann var á sínum tíma eins konar stríðsfrétta-málari og öðlaðist mikla frægð sem slíkur. Þekktasta málverk Vereshchagin heitir Vegsömun stríðsins og um það og málarann var fjallað í Víðsjá á Rás 1 á dögunum. Hér má heyra og lesa umfjöllunina.
07.02.2022 - 14:55
Fréttaskýring
Kaflarnir sem eru ekki í sögubókunum
Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til hefur þó alltaf eitthvað annað virst vera mikilvægara.
17.10.2021 - 08:30
Dómarar í felum í Afganistan af ótta við hefndir
Fjöldi dómara fer nú huldu höfði í Afganistan. Þeir óttast um líf sitt eftir að hafa á ferlinum kveðið upp dóma yfir Talibönum, sem nú fara með stjórn landsins. Talibanar segjast enga ákvörðun hafa tekið varðandi örlög dómaranna, en ákvörðunin verði tekin með sjaría-lög til hliðsjónar
02.10.2021 - 21:09
Biður Afgani afsökunar
Asraf Ghani, fyrrum forseti Afganistans, baðst í dag afsökunar á því að hafa flúið land 15. ágúst, sama dag og Talibanar náði völdum í höfuðborginni Kabúl. Í færslu á Twitter í dag segir forsetinn fyrrverandi að hann hafi aldrei ætlað sér að yfirgefa Afgani og baðst afsökunar á því hvernig valdatíma hans og ríkisstjórnarinnar lauk.
08.09.2021 - 19:16