Færslur: Streymisveitur

Streymisveitur hætta framleiðslu á dönsku efni
Danskar og alþjóðlegar streymisveitur ákveða nú hver af annarri að hætta framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á dönsku vegna nýlegs samnings sem tryggir aukin réttindi leikara, leikstjóra og annarra sem að framleiðslu efnisins koma. Danska streymisveitan TV2 Play og hin bandaríska Netflix tilkynntu á dögunum að þær hygðust hætta allri framleiðslu á leiknu, dönsku sjónvarpsefni. Í gær bættist sænska streymisveitan Viaplay í þennan hóp.
Netflix ætlar að bregðast við samnýtingu lykilorða
Hlutabréf í bandrísku streymisveitunni Netflix féllu um 25% á þriðjudag eftir að fyrirtækið tilkynnti að áskrifendum hefði fækkað um ríflega 200 þúsund á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem áskrifendum Netflix fækkar milli ársfjórðunga.
20.04.2022 - 08:40
Sjónvarpsfrétt
Verða af milljónum vegna gervimenna á Spotify
Íslenskt tónlistarfólk verður af töluverðum tekjum því uppskálduð íslensk gervimenni ná að fanga athygli Íslandsaðdáenda á streymisveitunni Spotify. Forráðamenn Spotify hafa hunsað óskir Íslands um að fjarlægja gervimennin. Verkefnastjóri hjá ÚTÓN segir Spotify spara sér milljónir með gervimennunum.
30.03.2022 - 19:18
Nefna Spotify-lög gervimenna eftir íslenskum örnefnum
Fjöldi uppdiktaðra tónlistarmanna sem sagðir eru vera íslenskir, njóta töluverðra vinsælda á streymisveitunni Spotify. Þessi gervimenni nefna lög sín oft eftir íslenskum örnefnum. Framkvæmdastjóri STEFs segir að streymisveitan sé samsek í málinu. 
30.03.2022 - 12:19
Viaplay sækir á en Netflix enn á toppnum
Íslendingar sækja í efni á streymisveitum sem aldrei fyrr. Þetta sýna niðurstöður nýrrar neyslukönnunar Gallup.
27.01.2022 - 10:08
Myndskeið
Þriðja serían af Ófærð líklega sú síðasta
Leikstjóri Ófærðar segir að þriðja þáttaröðin verði líklega sú síðasta. Ólíkt fyrri þáttaröðunum tveimur situr Netflix nú nánast eitt að sýningarréttinum, að minnsta kosti til að byrja með.
18.05.2021 - 19:00
Viðtal
„Þeir þóttust allt í einu vera að borga mér of mikið“
Ólafur Haukur Símonarson, sem þýddi Disney-myndina Konungur ljónanna, er mjög hlynntur því að talsettar Disney-myndir verði gerðar aðgengilegar á íslensku. Þar þurfi þó kné að fylgja kviði. Hann þýddi margar af uppáhaldsteiknimyndum þúsaldarkynslóðarinnar en lenti svo í niðurskurðarhnífnum.
Efnisveitan Ísflix opnuð eftir mánuð
Efnisveitan Ísflix verður opnuð eftir mánuð. Ísflix er fyrsta efnisveitan á Íslandi sem er einungis ólínuleg. Hún er aðgengileg landsmönnum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á fjölbreytt efni, segir Jón Kristinn Snæhólm, einn stofnenda. „En aðalmálið er að þetta er opið fyrir alla strauma og stefnur, bæði í pólitík og í menningu og því meira því betra.“
01.08.2020 - 12:03
Íslenska streymisveitan Ísflix enn í þróun
Íslenska streymisveitan Ísflix er enn í þróun, segir Ingvi Hrafn Jónsson, einn stofnenda veitunnar. Stefnt var að því að appið og streymisveitan yrðu tilbúin nú í byrjun nóvember en þróun appsins hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, segir hann. Búast megi við að sú vinna klárist í mánuðinum.
02.11.2019 - 12:42
Eru Apple búnir að missa það?
Apple var með kynningu á mánudaginn eins og þeir hafa gert reglulega á undanförnum áratugum með góðum árangri. Svo góðum að það hefur minnt á trúarsamkomur. Eitthvað virðast töfrarnir vera farnir að súrna hjá Apple því kynningin var frekar vandræðaleg og það var stutt í kjánahrollinn hjá þeim sem á horfðu, segir Guðmundur Jóhannsson.
28.03.2019 - 11:20
Notendur Spotify þreyta próf
Tónlistarveitan Spotify hefur komið á laggirnar Line-in, sérstökum vettvangi þar sem allir skráðir notendur geta komið með uppástungur að flokkun á tónlist í gagnagrunnum forritsins. Með því að koma á gagnvirku sambandi við hlustendur hefur veitan brotið stafrænt blað í tónlistarsögunni og á sama tíma aukið forskotið á samkeppnisaðila.
13.03.2018 - 11:23