Færslur: Streymisveitur

Efnisveitan Ísflix opnuð eftir mánuð
Efnisveitan Ísflix verður opnuð eftir mánuð. Ísflix er fyrsta efnisveitan á Íslandi sem er einungis ólínuleg. Hún er aðgengileg landsmönnum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á fjölbreytt efni, segir Jón Kristinn Snæhólm, einn stofnenda. „En aðalmálið er að þetta er opið fyrir alla strauma og stefnur, bæði í pólitík og í menningu og því meira því betra.“
01.08.2020 - 12:03
Íslenska streymisveitan Ísflix enn í þróun
Íslenska streymisveitan Ísflix er enn í þróun, segir Ingvi Hrafn Jónsson, einn stofnenda veitunnar. Stefnt var að því að appið og streymisveitan yrðu tilbúin nú í byrjun nóvember en þróun appsins hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir, segir hann. Búast megi við að sú vinna klárist í mánuðinum.
02.11.2019 - 12:42
Eru Apple búnir að missa það?
Apple var með kynningu á mánudaginn eins og þeir hafa gert reglulega á undanförnum áratugum með góðum árangri. Svo góðum að það hefur minnt á trúarsamkomur. Eitthvað virðast töfrarnir vera farnir að súrna hjá Apple því kynningin var frekar vandræðaleg og það var stutt í kjánahrollinn hjá þeim sem á horfðu, segir Guðmundur Jóhannsson.
28.03.2019 - 11:20
Notendur Spotify þreyta próf
Tónlistarveitan Spotify hefur komið á laggirnar Line-in, sérstökum vettvangi þar sem allir skráðir notendur geta komið með uppástungur að flokkun á tónlist í gagnagrunnum forritsins. Með því að koma á gagnvirku sambandi við hlustendur hefur veitan brotið stafrænt blað í tónlistarsögunni og á sama tíma aukið forskotið á samkeppnisaðila.
13.03.2018 - 11:23