Færslur: Strætó

480 krónur fyrir strætóferð
Þann 5. janúar taka gildi breytingar á gjaldskrá Strætó bs og hækka fargjöld um sem nemur um 2,3 prósentum að meðaltali. Almennt gjald í strætisvagna og stakt fargjald í appi Strætó verður 480 krónur og hækkar um 10 krónur.
27.12.2019 - 14:03
Myndskeið
Tíu nýir umhverfisvænir strætisvagnar
Stefnt er að því að kaupa tíu nýja rafmagnsstrætisvagna í flota Strætó bs á næsta ári. Þetta eru tveimur fleiri en upphaflega var ráðgert og er ástæðan fyrirhugaðar skattaívilnanir samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Strætós segir að flýta megi orkuskiptunum í strætisvagnaflotanum.
Skoða lögmæti fleiri biðstöðva Strætó
Framkvæmdastjórn Strætó og Reykjavíkurborg funda í vikunni vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi biðstöðvar fyrir Strætó við Hagatorg og í Hádegismóum. Þá hyggst Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, funda með samgöngustjóra Reykjavíkurborgar í dag vegna málsins. Óvissa er um lögmæti fleiri biðstöðva að sögn upplýsingafulltrúa Strætó.
18.11.2019 - 09:37
Um 850 ábendingar bárust um nýtt leiðakerfi Strætó
Um 850 ábendingar bárust um nýtt leiðakerfi Strætó, en umsagnafresturinn rann út í gær. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að nú verði farið yfir ábendingarnar, þær flokkaðar og unnin áfangaskýrsla sem gert sé ráð fyrir að verði tilbúin 13.desember og lögð fyrir stjórn Strætó. „Við höfum sagt fólki að þetta séu fyrstu hugmyndir, samráðsferli og alls ekki lokatillögur.“
14.11.2019 - 22:07
Bjóða íbúum að spyrja út í nýtt leiðakerfi
Strætó hefur opið hús á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem drög að nýju leiðakerfi verða kynnt.
21.10.2019 - 14:44
Skoða að færa biðstöðvar Strætó á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar skoðar nú möguleika varðandi biðstöðvar í miðbæ Akureyrar. Til stendur að breyta núverandi stoppistöð við Hofsbót og eru nokkrir möguleikar viðraðir í skýrslu verkefnahóps um mögulegar biðstöðvar.
27.09.2019 - 15:03
Fyrsti áfangi borgarlínu kallar á tvær brýr
Það mun koma í ljós næsta vor hvenær fyrsti áfangi borgarlínu verður tekinn í notkun, en stefnt er að því að áfanginn muni ná frá miðborg til Ártúnshöfða annars vegar og frá miðborg og að Hamraborg í gegnum Vatnsmýri hins vegar. 
10.09.2019 - 06:27
Nýjar stofnleiðir Strætó langt komnar
Vinna við nýtt leiðanet Strætó er nú á samráðsstigi eftir að fyrsta tillaga að drögum þess var kynnt í síðasta mánuði. Vinnan er langt komin er varðar stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu.
03.09.2019 - 12:14
Viðtal
Vill Strætó á öfugar akreinar á háannatíma
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, telur að skoða ætti þann möguleika að hleypa strætó á öfugar akreinar á háannatímum. Forgangsakreinar fyrir Strætó eru fáar og því eru vagnarnir lengi á leiðinni í miðborgina á morgnana, alveg eins og þeir sem ferðast með einkabíl.
30.08.2019 - 09:17
Von á nýju greiðslukerfi Strætó snemma 2020
Nýtt greiðslukerfi hjá Strætó verður formlega boðið út fyrir lok sumars, segir Markús Vil­hjálms­son, sölu­stjóri fyrirtækisins. Stefnt er að því að nýja kerfið verði komið í gagnið á fyrri hluta næsta árs, segir hann enn fremur. Kerfið verði algjörlega snertilaust.
25.07.2019 - 14:37
Myndskeið
Lítilsvirðandi að vera skilinn eftir af strætó
Manni í hjólastól sem neitað var um aðgang að strætó vegna þess að hann var einsamall, segir að það hafi verið lítilsvirðandi og niðurbrjótandi. Það er brot á starfsreglum Strætó að neita honum um aðstoð.
21.07.2019 - 20:33
Grunnskólabörn fá ókeypis í Strætó
Grunnskólabörn í Reykjavík sem búa í meira en eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá hverfisskóla sínum fá strætókort sér að kostnaðarlausu. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi skóla- og frístundaráðs í síðustu viku.
01.07.2019 - 10:29
Fjöldi farþega kom aftan að Strætó
Farþegar sem ætluðu að nýta sér þjónustu Strætó BS á þjóðhátíðardaginn þurftu að sitja eftir þegar vagnarnir rúmuðu ekki þann fjölda sem hugðist taka strætó á hátíðahöld í miðborginni í gær.
18.06.2019 - 09:41
Frítt í strætó á morgun vegna svifryks
Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu á morgun vegna þess að miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk. Hægt verður að sækja frían dagspassa undir „mínir miðar“ í strætó-appinu og gilda þeir út morgundaginn, mánudaginn 8.apríl.
07.04.2019 - 11:27
Verkfall hjá Strætó hefst klukkan 16
Verkfall strætisvagnabílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða hefst klukkan 16 og stendur til 18 í dag. Öllum öðrum verkföllum sem Efling og VR hafa boðað á næstu vikum hefur verið aflýst. Sagt var í hádegisfréttum að verkfallinu í dag hafi einnig verið aflýst og er það leiðrétt hér með.
02.04.2019 - 13:28
Áhrif verkfalla á Strætó
Verkföll Eflingar og VR sem hefjast á næstu dögum hafa áhrif á ferðir Strætó. Allur akstur. Verkföllin koma ekki niður á akstursþjónustu fyrir fatlaða. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að röskun á starfseminni verði eftirfarandi:
19.03.2019 - 13:19
Talsverð röskun á samgöngum vegna veðurs
Mjög slæmt veður er á sunnan- og austanverðu og norðaustanverðu landinu og hefur veðrið töluverð áhrif á samgöngur. Búið er að aflýsa flugi á tvo staði og nokkrum ferðum Strætó á landsbyggðinni. Samkvæmt Vegagerðinni er ekkert ferðaveður eins og er á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Vegurinn um Hvalnesskriður er lokaður vegna sand- og grjótfoks.
26.02.2019 - 09:07
Verkföll bílstjóra hefðu mikil áhrif á Strætó
21 leið Strætó af öllum 29 á höfuðborgarsvæðinu mun leggjast af ef kemur til verkfalls hjá bílstjórum í ferðaþjónustu. Þetta segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdstjóri Strætó. Þá hefðu yfirvofandi verkföll mikil áhrif á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og skólabarna. Strætó hefur óskað eftir fundi með Eflingu.
25.02.2019 - 14:00
Óánægðir með að Strætó semji við sömu eigendur
Nokkrir bílstjórar, sem vinna sem verktakar hjá Strætó, eru afar óánægðir með að Strætó samþykkti að framselja samning við gjaldþrota fyrirtæki vegna aksturs fyrir fatlaða. Kennitöluflakk segir einn þeirra. Lögmaður þeirra hefur farið fram á skaðabætur. 
06.11.2018 - 22:17
Prime Tours hættir akstri fyrir Strætó
Prime Tours hefur hætt öllum akstri fyrir Strætó, að því er fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla. Greint var frá því fyrr í dag að rútufyrirtækið Prime Tours hefði sinnt akstursþjónustu fatlaðra fyrir Strætó á ótryggðum ökutækjum þar til í gærkvöld. Gjaldþrotabeiðni fyrirtækisins var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði.
Viðtal
95 milljóna styrkur til kaupa á vetnisvögnum
Evrópusambandið veitir 95 milljón króna styrk til Strætó BS til kaupa á vetnisstrætisvögnum sem taka á í notkun fyrir lok næsta árs. Styrkurinn er hluti af átaki Evrópusambandsins. Markmiðið með því er að koma 300 vetnisvögnum í umferð á næstu árum.
09.10.2018 - 08:35
Breytingar þurfi tíma til að festast í sessi
„Almennt tekur tíma fyrir viðskiptavini að átta sig á betri þjónustu og því alltaf smá töf í aukningu tekna,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, aðspurður um hálfsársuppgjör Strætó sem bendir til þess að umfangsmiklar breytingar á leiðarkerfinu í upphafi ársins hefðu ekki skilað fyrirtækinu þeim tekjum sem ráðgert var.
30.08.2018 - 11:23
Gera athugasemdir við drög að umferðarlögum
Strætó hefur sent inn umsögn við drög að nýjum umferðarlögum þar sem þau kveða á um að innanbæjarstrætó yrði ekki heimilt að aka á vegum með níutíu kílómetra hámarkshraða. Það myndi þýða að strætó gæti ekki boðið upp á ferðir með innanbæjarvagni á Kjalarnes í framtíðinni.
17.08.2018 - 08:16
Bílstjórinn mikið slasaður og barn um borð
Ökumaður strætisvagns sem fór út af á Ólafsfjarðarvegi á þriðjudag slasaðist mikið. Níu ára barn var farþegi í vagninum, en meiðsl þess voru minni háttar. Bíllinn er mjög mikið skemmdur en tildrög slyssins eru í rannsókn. Forsvarsmenn Strætó BS höfðu ekki heyrt af málinu í morgun.
07.06.2018 - 11:55
Ráðist á vagnstjóra í Borgarnesi
Farþegi lét höggin dynja á bílstjóra strætó í morgun þegar reynt var að vísa honum út úr vagninum í Borgarnesi. Vagnstjórinn var með áverka á höndum eftir átökin og þurfti aðhlynningu á slysadeild.  
16.05.2018 - 12:47