Færslur: Strætó

Myndskeið
Hvorki tveggja metra regla né grímuskylda í strætó
„Þó við höfum notað orðið grímuskylda þá var nú ekki meiningin að gera þetta að skyldu,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, um tilkynningu sem Strætó sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni kom fram að farþegum yrði skylt að bera grímur í strætó.
Ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð í strætó
Það er ómögulegt að tryggja tveggja metra bil milli farþega í öllum ferðum strætó, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. Strætó bs hefur tekið ákvörðun um að skylda farþega til að bera grímur í strætisvögnum. 
31.07.2020 - 11:48
Kæra niðurstöðu útboðs á akstursþjónustu fatlaðra
Tilboðsgjafar sem lutu í lægri hlut fyrir Hópbílum hf. í útboði Strætó á akstursþjónustu fatlaðra hafa kært niðurstöður þess til kærunefndar útboðsmála. Tilboðsgjafarnir voru alls sex en Hópbílar hf. munu sjá um akstursþjónustuna frá 1. júlí.
29.06.2020 - 21:38
Stakkaskipti hjá Strætó í Hafnarfirði
Leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði verður breytt í dag. Á ferðinni er veruleg uppstokkun og umskipti frá eldra kerfi. Alls verða fimm akstursleiðir lagðar af og tvær teknar upp í staðinn.
14.06.2020 - 03:36
Tilboðsgjafar langeygir eftir ákvörðun Strætó
Tilboðsgjafar í útboði Strætó um akstursþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir langeygir eftir fregnum af því hver verður fyrir valinu. Þetta segir Andrés Eyberg Magnússon, einn tilboðsgjafanna. 
12.06.2020 - 15:27
Strætó afnemur fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk
Framdyr strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verða aðgengilegar farþegum á nýjan leik eftir helgi, mánudaginn 8 júní. Svæði inn í strætisvögnum verður því ekki lengur skipt í tvennt og engar fjöldatakmarkanir verða í gildi.
05.06.2020 - 10:01
Hægt að sjá í biðskýli hve langt er í næsta vagn
Farþegar Strætó geta frá og með deginum í dag séð í stafrænum biðskýlum hversu margar mínútur eru í næsta vagn. Kveikt verður á kerfinu eftir hádegi í dag.
29.05.2020 - 10:42
Sumaráætlun Strætó tekur gildi á morgun
Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun aka samkvæmt sumaráætlun frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá Strætó segir að þjónustuskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins sé því lokið og allar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu munu því aka samkvæmt óskertri áætlun fyrir utan leiðir 18, 24 og 28, en þær munu áfram aka á 30 mínútna fresti í sumar. 
17.05.2020 - 18:18
Hljóðmynd
Daði og Gagnavagninn á ferð um borgina
Farþegar Strætó fá að heyra í tónlistarmanninum Daða Frey og ferðast í Gagnavagninum næstu daga í tilefni af því að Eurovision hefði átt að vera um helgina. Keppninni hefur verið frestað en Euro-stemmningunni er haldið á lofti víða.
14.05.2020 - 12:06
Óskert áætlun hjá Strætó en takmarkanir enn í gildi
Strætó hefur akstur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt sumaráætlun frá og með mánudeginum 18. maí. Með því verður akstur óskertur samkvæmt áætlun á höfuðborgarsvæðinu, en hámarksfjöldi farþega verður áfram 30 manns. Þjónusta á landsbyggðinni verður svo áfram skert þar til annað verður tilkynnt.
11.05.2020 - 15:52
Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Strætó undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með 4. maí að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við 30 manns.
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Halda óbreyttri gjaldskrá þrátt fyrir minni þjónustu
Strætó bs. hefur ekki í hyggju að lækka verð á áskriftarkortum þrátt fyrir að þjónustan hafi verið skert. Framkvæmdastjóri Strætó segir að tekjur fyrirtækisins hafi hrunið eftir að samkomubannið var sett á.
04.04.2020 - 12:49
Strætó fækkar ferðum og minnkar þjónustu vegna COVID-19
Strætó mun draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina. Breytingarnar munu taka gildi frá og með þriðjudeginum 31. mars.
27.03.2020 - 12:13
Strætó skipt í tvö svæði til að verja vagnstjóra smiti
Rými strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður skipt í tvo hluta frá og með næsta mánudegi. Verður það gert með borða sem strengdur verður fyrir fremsta hluta vagnsins til að aðskilja vagnstjóra og farþega.
21.03.2020 - 01:45
Biðja farþega um að ganga ekki inn að framan
Strætó bs. hefur ákveðið að ráðast í aðgerðir til að hefta útbreiðslu COVID-19. Frá og með deginum í dag verða framdyr allra strætisvagna lokaðar og farþegar eru beðnir um að ganga inn um mið- eða aftari dyr á vögnunum.
Verulegar tafir hjá Akstursþjónustu Strætó
Verulegar tafir eru hjá Akstursþjónustu Strætó fyrir fatlaða vegna færðar. Ástandið er sérstaklega slæmt í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins, segir Erlendur Pálsson, sviðsstjóri akstursþjónustunnar.
28.02.2020 - 07:15
Breyttar ferðir Strætó vegna veðurs í kvöld
Vegna veðurútlits hefur Strætó ákveðið að gera ráðstafanir vegna síðustu ferða leiða númer 51, 52 og 57 í kvöld. Leið 57 frá Mjódd í Borgarnes fer klukkan 22:00 í stað 23:00. Óvissa er um brottför leiðar 51 frá Mjódd til Selfoss klukkan 23:00, sem og leið 52 frá Hveragerði klukkan 22:12.
24.01.2020 - 14:50
Strætó kemst víða ekki leiðar sinnar
Ferðir Strætó á milli Hvolsvallar og Hafnar falla niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Leið 52 fór frá Mjódd á hádegi að Selfossi og Hvolsvelli, og leið 51 fór frá Selfossi til Reykjavíkur laust fyrir klukkan tólf. Akstur á leið 57 frá Mjódd til Borgarness klukkan 13:30 fellur niður, sem og akstur á milli Akureyrar og Borgarness í báðar áttir vegna veðurs og ófærar.
23.01.2020 - 13:11
Morgunferðir á landsbyggðinni og Álftanesi falla niður
Allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni í dag falla niður vegna óveðurs og ófærðar. Ferðir leiðar 23, sem ekur um Álftanes, hafa einnig verið felldar niður.
08.01.2020 - 08:32
Strætó á landsbyggðinni færist til Vegagerðarinnar
Um áramótin tekur Vegagerðin við öllum landsbyggðarleiðum Strætó. Sveitarfélögin vildu ekki halda rekstrinum áfram þar sem tap hefur verið á þessum leiðum. Fyrir ári síðan tók Vegagerðin við ábyrgð á leiðum um Suðurnes.
30.12.2019 - 06:37
480 krónur fyrir strætóferð
Þann 5. janúar taka gildi breytingar á gjaldskrá Strætó bs og hækka fargjöld um sem nemur um 2,3 prósentum að meðaltali. Almennt gjald í strætisvagna og stakt fargjald í appi Strætó verður 480 krónur og hækkar um 10 krónur.
27.12.2019 - 14:03
Myndskeið
Tíu nýir umhverfisvænir strætisvagnar
Stefnt er að því að kaupa tíu nýja rafmagnsstrætisvagna í flota Strætó bs á næsta ári. Þetta eru tveimur fleiri en upphaflega var ráðgert og er ástæðan fyrirhugaðar skattaívilnanir samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Framkvæmdastjóri Strætós segir að flýta megi orkuskiptunum í strætisvagnaflotanum.
Skoða lögmæti fleiri biðstöðva Strætó
Framkvæmdastjórn Strætó og Reykjavíkurborg funda í vikunni vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi biðstöðvar fyrir Strætó við Hagatorg og í Hádegismóum. Þá hyggst Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, funda með samgöngustjóra Reykjavíkurborgar í dag vegna málsins. Óvissa er um lögmæti fleiri biðstöðva að sögn upplýsingafulltrúa Strætó.
18.11.2019 - 09:37
Um 850 ábendingar bárust um nýtt leiðakerfi Strætó
Um 850 ábendingar bárust um nýtt leiðakerfi Strætó, en umsagnafresturinn rann út í gær. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að nú verði farið yfir ábendingarnar, þær flokkaðar og unnin áfangaskýrsla sem gert sé ráð fyrir að verði tilbúin 13.desember og lögð fyrir stjórn Strætó. „Við höfum sagt fólki að þetta séu fyrstu hugmyndir, samráðsferli og alls ekki lokatillögur.“
14.11.2019 - 22:07