Færslur: Strætisvagnar

Strætóskólinn á Akureyri prufukeyrður
Nú á dögunum hófst prufukeyrsla strætóskólans. Markmiðið er að kenna 10-12 ára grunnskólabörnum að fara ein í strætó.
30.05.2022 - 12:22
Strætisvagn notaður í bólusetningarátaki
Á næstunni verður strætisvagni ekið um götur höfuðborgarinnar og fólki boðið inn til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19. Vagninn fer víða um höfuðborgarsvæðið og á mismunandi tímum. Þangað getur það fólk leitað sem ekki hefur þegar fengið bólusetningu.
Nýtt greiðslukerfi og ný gjaldskrá á morgun
Strætó hefur notkun á nýju snertilausu greiðslukerfi í höfuðborginni á morgun. Að auki tekur gildi breytt og einfölduð gjaldskrá hjá fyrirtækinu. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó segir breytinguna hafa reynst vel í prófunum og hvetur notendur til þess að hlaða niður nýja greiðsluappinu, KLAPP.
15.11.2021 - 12:40
Nýtt greiðslukerfi Strætó innleitt í maí næstkomandi
Vel miðar við uppsetningu nýs greiðslukerfis Strætó.bs sem fengið hefur heitið „Klapp“. Nú er búist við að það verði tekið í notkun í maí næstkomandi en að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa Strætó hefur verkið tafist nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins.
Viðtal
Sjálfkeyrandi strætisvagnar framtíðin
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, kveðst vonast til að hægt verði að gera tilraun með sjálfkeyrandi strætisvagna á götum innan tveggja ára.