Færslur: Storytel
Hljóðbækur hafa bylt bókamarkaðnum
Hljóðbækur eru engin nýjung, þær hafa verið til í áratugi en með breyttri miðlun hafa þær gerbreytt bókamarkaðnum á síðustu árum. Titlum hefur fjölgað úr örfáum í mörg hundruð; velta hljóðbóka er nú um þriðjungur af bókamarkaði í landinu og þriðjungur af lestri er hlustun, segir Halldór Guðmundsson, rithöfundur og stjórnarformaður Forlagsins. Hann telur að hefðbundnar bókaútgáfur hafi sofið á verðinum líkt og plötuútgáfurnar gerðu margar þegar streymisveiturnar tóku völdin á tónlistarmarkaðnum.
10.12.2021 - 06:45
Mikil samþjöppun á íslenskum bókamarkaði
Samþjöppun er mikil á íslenskum bókamarkaði og útgáfa og smásala hljóðbóka er í miklum vexti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu, Markaðsgreining á bókamarkaði, sem Samkeppniseftirlitið var að senda frá sér.
01.07.2021 - 16:53
Reimleikar í Búðardal hitta í mark á hljóðbókamarkaði
Hrollvekjan Ó, Karítas eftir Emil Hjörvar Petersen fjallar um útbrunninn meistarakokk sem flytur í Búðardal í hús sem reimt er í. Hljóðbókaútgáfan Storytel pantaði söguna sem hefur fengið góðar viðtökur.
12.03.2021 - 08:37
Forlagið og Storytel falla frá samruna
Storytel AB og Forlagið, stærsta bókaútgáfa landsins, hafa fellt úr gildi samning sem þau gerðu í sumar um samruna fyrirtækjanna og sölu meirihluta Forlagsins til Storytel. Fyrirtækin undirrituðu í dag nýjan langtímasamning um dreifingu hljóð- og rafbóka í staðinn.
21.12.2020 - 15:48
Sjöfn Hauksdóttir sigrar í handritasamkeppni Storytel
Sjöfn Hauksdóttir, bókmenntafræðingur, myndlistarmaður og skáld, bar sigur úr bítum í Eyranu, handritasamkeppni Storytel árið 2020. Flæðarmál er fyrsta skáldsaga höfundar og kemur út á vegum Storytel auk þess sem Sjöfn hlýtur 500.000 króna fyrirframgreiðslu vegna verksins.
08.10.2020 - 16:56
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á Forlaginu
Samkeppniseftirlitið óskar nú eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70% hlutafjár Forlagsins. Það veitir þannig þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna samrunans færi á því að koma að sjónarmiðum vegna hans.
06.08.2020 - 13:36
„Verðum að standa í lappirnar og berjast fyrir höfunda“
Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, telur ólíklegt að ákvörðun sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel að kaupa 70% hlut í Forlaginu hafi verið tekin með hag íslenskra bókmennta og tungu fyrir brjósti. Hann segist óttast að hún muni leiða til verri kjara fyrir höfunda.
05.07.2020 - 12:21
„Saga íslenskrar bókaútgáfu alltaf verið saga peninga“
Óttarr Proppé bóksali vonar að kaup stórfyrirtækisins Storytel á meirihluta í Forlaginu verði til góðs. „Þarna er komið fyrirtæki inn í bransann sem vill fjárfesta í íslenskum bókmenntum, það eru tíðindi, það er ekki beinlínis eins og það hafi verið biðröð af fjármagni að reyna að komast inn í íslenska bókaútgáfu.“
03.07.2020 - 16:07
Áhyggjur af kaupum Storytel á Forlaginu
Rithöfundasamband Íslands telur ástæðu til að hafa áhyggjur af fákeppni í bókaútgáfu eftir kaup Storytel AB á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Rithöfundar og bókaútgefendur hafa lýst yfir áhyggjum af samningnum um kaupin og hélt Rithöfundasambandið fund um málið í morgun.
03.07.2020 - 15:48
Segir sölu Forlagsins hafa komið öllum í opna skjöldu
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir kaup sænska raf- og hljóðbókafyrirtækisins Storytel á sjötíu prósenta hlut í Forlaginu, hafa komið rithöfundum í opna skjöldu enda hafi útgáfuréttur á íslenskum verkum fylgt með. Hún segir ekki tímabært að sambandið bregðist opinberlega við. Stjórnin fundi um málið í fyrramálið.
02.07.2020 - 14:14
Kaup Storytel þýða stóraukna rafvæðingu bóka
Sænska fyrirtækið Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu. Stjórnarformaður Forlagsins segir þetta þýða stóraukna rafvæðingu bóka.
02.07.2020 - 10:56
Storytel með tögl og hagldir í íslenskum bókabransa
Hljóðbókafyrirtækið Storytel hefur keypt 70% hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Snæbjörn Arngrímsson, fyrrum útgefandi og eigandi bókaforlagsins Bjarts, segir á bloggsíðu sinni að nú verði íslenskir höfundar að beygja sig undir vald sænska stórfyrirtækisins til að lifa af.
01.07.2020 - 12:47
Hljóðbókaveita opnar með látum á Íslandi
„Við Íslendingar erum okkur líkir og settum heimsmet í áskrifendafjölda á fyrsta degi,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdarstjóri Storytel á Íslandi, um opnun hljóðbókaveitunnar hér á landi í gær.
21.02.2018 - 17:19
Streymiþjónusta fyrir hljóðbækur opnar í dag
Storytel, streymiþjónusta fyrir hljóðbækur, opnar á íslensku í dag. Storytel er með yfir 500.000 áskrifendur í níu löndum og Ísland verður tíunda landið sem býður þjónustuna á eigin tungumáli.
20.02.2018 - 11:36