Færslur: Stórþingið

Tugþúsundir Norðmanna verða af bótum um áramót
Tugir þúsunda atvinnulausra Norðmanna horfa fram á að þröngt verði í búi eftir áramótin en þá tapa margir rétti sínum algerlega og greiðslur verða skornar verulega niður til annarra. Ástæðan er sú að sérstökum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins verður hætt 1. janúar.
Forseti norska Stórþingsins segir af sér
Eva Kristin Hansen, forseti norska stórþingisins hefur sagt af sér en lögreglurannsókn stendur nú yfir á ætluðum brotum sex þingmanna á reglum um notkun íbúða í Ósló í eigu þingsins.
19.11.2021 - 00:36
Haraldur Noregskonungur fékk sér farsíma í faraldrinum
Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þurfti Haraldur V. Noregskonungur að breytta háttum sínum varðandi símanotkun. Hann neyddist til að kveðja landlínusímann sinn og læra á farsíma.
Sjónvarpsfrétt
Loftslagsmálin ekki jafn ráðandi og búist var við
Það kom helst á óvart að loftslagsmálin virtust ekki vera eins ráðandi í kosningunum í Noregi í gær og spáð hafði verið, að mati stjórnmálafræðings. Hægristjórn Ernu Solberg var hafnað og vinstriblokkin bar sigur úr býtum.
14.09.2021 - 20:27
Spegillinn
Ekki afglæpavæðing í Noregi
Norðmenn ætla ekki að afglæpavæða minni skammta af eiturlyfjum. Erna Solberg forsætisráðherra lenti í minnihluta með frumvarp sitt í Stórþinginu. Miðað var við fimm grömm af sterkari efnum og 15 grömm af hassi en þingmenn sögðu nei. Norski forsætisráðherrann ætlar að gera málið að kosningamáli í haust og bæta við auknu frjálsræði í sölu á áfengi.
20.05.2021 - 10:13