Færslur: stóriðja

Meirihluti andvígur stóriðju í Helguvík
Rúm 70 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru mjög eða frekar andvíg uppbyggingu stóriðju í Helguvík, samkvæmt könnun Gallup. Það er svipað hlutfall og í sambærilegri könnun í fyrra. 39 prósent íbúa eru aftur á móti mjög eða frekar hlynnt stóriðju ef hún uppfyllir ströngustu umhverfiskröfur.
01.02.2019 - 08:20
Hafa safnað á þriðja þúsund undirskrifta
Hátt í þrjú þúsund hafa skrifað undir hvatningu til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um að efna til bindandi íbúakosningar um stóriðju í Helguvík. Rafrænni undirskriftasöfnun lauk á miðnætti.
15.12.2018 - 12:50
Vilja sitja fund Stakksbergs og bæjarstjórnar
Andstæðingar stóriðju í Helguvík vilja fá að sitja fund stjórnarformanns Stakksbergs ehf með bæjarstjórn Reykjanesbæjar á mánudag ef af honum verður. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði í gær beiðni Stakksbergs ehf, eiganda kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsing yrði tekin til meðferðar.
14.10.2018 - 01:17
Hafna beiðni kísilverksmiðju
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði í gær beiðni Stakksbergs ehf., eiganda kísilversins í Helguvík, um að skipulags- og matslýsing verði tekin til meðferðar. Fyrirtækið óskaði einnig eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við matslýsinguna.
13.10.2018 - 09:27
Losun jókst um 106% á tæpum þremur áratugum
Losun á svokölluðum iðnaðarferlum jókst um 106 prósent hér á landi frá árinu 1990 til 2016 og má rekja aukninguna til uppbyggingar stóriðju á tímabilinu, að því er fram kemur í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í dag.
10.09.2018 - 17:40
Vilja áhrif niðurrifs í matsáætlun
Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við að ekki sé fjallað um þann kost að sleppa því að endurræsa kísilverksmiðjuna í Helguvík í drögum að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats. Meðal annarra athugasemda stofnunarinnar er að kanna þurfi betur áhrif framkvæmda á fuglalíf.
17.07.2018 - 08:39
Yfir 100 athugasemdir við drög matsáætlunar
Alls bárust 112 athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs umhverfismats fyrir kísilverksmiðju í Helguvík, sem áður var í eigu United Silicon. Tillagan var auglýst í fjölmiðlum í lok júní og var óskað eftir athugasemdum við hana fyrir 10. júlí síðastliðinn.
16.07.2018 - 09:14
Gangsetning hafin á Bakka
Gangsetning kísilverksmiðju PCC á Bakka er hafin. Lokaprófanir á öryggis- og tæknimálum eru endir á löngu og flóknu ferli. Innan tveggja mánaða er gert ráð fyrir að framleiðsla verði komin á fullt.
20.04.2018 - 10:04
Bananar á Kárahnjúkum
Gróðurhús fyrir banana á hálendi Íslands, ísbrú yfir jökulár og álbátar á uppistöðulóni á Kárahnjúkum eru meðal hugmynda Garðars Eyjólfssonar vöruhönnuðar um nýtingu álframleiðslu á Íslandi. Hann er meðal viðmælenda í fimmta þætti hugmyndasögu fullveldisins, Hundrað ár, dagur ei meir.
  •