Færslur: stóriðja

Fiskur, ál og ferðamenn aldrei verðmætari
Mikil aukning varð á útflutningsverðmæti Íslands á fyrsta ársfjórðungi í samanburði við sama fjórðung í fyrra. Munaði þar mest um aukningu í útflutningsverðmæti allra stoðanna þriggja, sem sagt sjávarútvegi, stóðriðju og ferðaþjónustu.
Minni losun vegna samdráttar í flugsamgöngum
Dregið hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands síðustu tvö ár. Meginástæðan fyrir samdrættinum er sú að minna hefur verið um flugsamgöngur. Á milli 2018 og 2019 minnkaði losun frá flugsamgöngum um 36 prósent. 
10.03.2021 - 09:23
Myndskeið
Segir að Rio Tinto hafi ekki fengið neinn COVID-afslátt
Forstjóri Landsvirkjunar segir að enginn COVID-afsláttur hafi verið gefinn í nýjum fimmtán ára raforkusamningi fyrirtækisins við álver Rio Tinto á Íslandi. Forstjóri álversins segir að lokun þess hafi verið afstýrt.
15.02.2021 - 20:10
Segir mikilvægt að orkuverð séu opinberar upplýsingar
Trúnaði hefur verið aflétt af samningi Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls um verð á raforku til álvers Norðuráls á Grundartanga. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir birtingu slíkra upplýsinga vera í almannaþágu.
29.01.2021 - 13:16
Myndskeið
Markmiðið að fjölga eggjum í körfunni
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sér sóknarfæri í stóriðjunni og vill að Ísland verði fyrsta landið til að vera óháð jarðefnaeldsneyti. Hún vill fjölga störfum og breikka atvinnugreinina sem nú þegar skapi verðmæti, mörg hundruð störf og milljarðatugi í gjaldeyristekjur.
28.01.2021 - 16:29
Raforkuverð til stóriðju skerðir ekki samkeppnisstöðu
Raforkukostnaður stórnotenda skerðir almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndum. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt þýska rannsóknarstofnunarinnar Fraunhofer á samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju með tilliti til raforkukostnaðar.
14.11.2020 - 08:05
Raforkuverð skerðir ekki samkeppnisstöðu
Þýska fyrirtækið Fraunhofer hefur lokið úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi hvað varðar raforkuverð. Helsta niðurstaðan er að verðið skerði almennt ekki samkeppnishæfni gagnvart samanburðarlöndunum. Norðurál óskar eftir því að trúnaði um orkusamninga verði aflétt.
13.11.2020 - 14:03
Rio Tinto og Landsvirkjun ræða enn raforkuverð
Landsvirkjun á enn í viðræðum við Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um hugsanlegar breytingar á raforkusamningi og segist reiðubúin að koma til móts við fyrirtækið vegna rekstrarerfiðleika þess. Talsmaður Rio Tinto hér á landi segir að lokun á álveri móðurfélags þess á Nýja Sjálandi hafi engin áhrif á starfsemina hér á landi. 
Versnandi samkeppnishæfni vandi íslenskrar stóriðju
Lítil eftirspurn og lág verð gera þeim sem nú eru í kísilvinnslu erfitt um vik að sögn Einars Þorsteinssonar, forstjóra Elkem á Íslandi.
27.06.2020 - 14:31
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
Áætla að lagfæringar kosti 4,5 til 5 milljarða
Framkvæmdir við lagfæringar á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík í Reykjanesbæ eiga eftir að kosta fjóran og hálfan til fimm milljarða króna, að því er fram kemur í fraummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af endurbótum á verksmiðjunni, sem birt var á vef Skipulagsstofnunar fyrir helgi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að þær taki um 14 mánuði.
11.05.2020 - 23:40
Lífeyrissjóðir lækka mat á virði hlutafjár í PCC Bakka
Lífeyrissjóðir og Íslandsbanki hafa fært niður virði hlutafjár í kísilverinu á Bakka við Húsavík vegna óvissu um starfsemina og erfiðrar stöðu á mörkuðum. Þetta kemur fram í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. 
22.04.2020 - 06:36
Óverulegt tjón af eldinum í Straumsvík
Eldurinn, sem kviknaði í álveri Rio Tinto í Straumsvík í gærkvöld, olli óverulegu tjóni og engan sakaði, segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi. Reykurinn var mestur milli kerskála eitt og tvö. Hann tengist ekki vandræðunum, sem álverið hefur glímt við undanfarið, eftir að ljósbogi myndaðist í kerskála þrjú í júlí.
03.09.2019 - 12:15
Ræsa ker sem slökkt var á vegna skæðs ljósboga
Búið er að ræsa tvö ker í álverinu í Straumsvík, sem hefur verið slökkt á síðan í júlí eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist í kerskálanum. Slökkt var á 160 kerjum af öryggisástæðum. Upplýsingafulltrúi álversins fullyrðir að ekki sé lengur nein hætta á ferðum.
31.08.2019 - 12:18
Kerskáli þrjú endurræstur í byrjun september
Hafist verður handa við að endurræsa kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík í september. Nokkra mánuði getur tekið að koma skálanum að fullu í gagnið. 
09.08.2019 - 12:08
Slökktu til að fyrirbyggja fleiri ljósboga
Forstjóri álvers Rio Tinto í Straumsvík segir að ákveðið hafi verið að slökkva á öllum kerskála þrjú til að fyrirbyggja að ljósbogar mynduðust í fleiri kerjum. Ljósbogi myndaðist í einu kerinu, en enginn starfsmaður var nálægt. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er, en það hleypur á milljörðum. Meira en þriðjungur framleiðslunnar liggur niðri.
Rio Tinto neitar að tjá sig um ljósbogann
Engar frekari upplýsingar fást frá forsvarsmönnum Rio Tinto um atvik sem varð til þess að kerskála þrjú var lokað í nótt. Ljósbogi myndaðist þegar ker ofhitnaði en forstjórinn sagði í tilkynningu að óróleiki í rekstri skýrði lokunina. Maður lést í ljósbogaslysi í Straumsvík 2001.
22.07.2019 - 21:32
Myndskeið
Slökktu á kerjunum vegna hættulegs ljósboga
Þriðjungur framleiðslu álvers Rio Tinto í Straumsvík liggur niðri. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, Bjarni Már Gylfason, segir öryggi starfsfólks ætíð í forgangi, en þetta sé mikið högg fyrir reksturinn. Svokallaður ljósbogi myndaðist í einum þriggja kerskála álversins og því var ákveðið að slökkva á kerjunum. Forsvarsmenn Rio Tinto vilja ekki tjá sig um málið.
22.07.2019 - 17:53
Breytt ásýnd kísilverksmiðju samkvæmt tillögum
Tillögur í samráðsgátt Stakksbergs, dótturfélags Arion banka, að áframhaldandi uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík, sýna breytta ásýnd svæðisins, nái áform þar að lútandi fram að ganga. Forsvarsmaður samtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík segir málið farsa.
11.07.2019 - 06:30
Kísilverksmiðja eykur losun Íslands um 10%
Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Dótturfélag Arion banka, Stakksberg, vinnur nú að endurbótum á verksmiðjunni og ætlar að selja hana.
Losun á Íslandi jókst um 2,2% á milli ára
Losun gróðurhúsalofttegunda, sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda hér á landi, jókst um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017, að því er fram kemur í skýrslu Umhverfisstofnunar. Losun í vegasamgöngum jókst um 85 prósent frá 1990 til 2017.
15.04.2019 - 17:20
Sammála um vægi íbúa en tókust samt á
Tekist var á um íbúakosningu um framtíð stóriðju í Helguvík á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær. Lögmaður bæjarfélagsins komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að söfnun undirskrifta hefði ekki verið lögum samkvæmt. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, hvatti aðstandendur undirskriftasöfnuninnar til að kæra þá niðurstöðu til ráðuneytis. Meirihlutinn segir ekki útilokað að íbúakosning fari fram þegar Stakksberg óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í vor.
03.04.2019 - 14:10
Undirskriftasöfnun ekki samkvæmt reglum
Undirskriftasöfnun samtakanna Andstæðinga stóriðju í Helguvík var ekki framkvæmd samkvæmt sveitarstjórnarlögum og getur því ekki orðið grundvöllur íbúakosninga, að því er fram kemur í fundargerð fundar bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær. Einar Atlason, formaður samtakanna, segir þessa niðurstöðu ekki breyta því að þau hafi safnað undirskriftum fjórðungs kosningabærra íbúa. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs segir niðurstöðuna ekki útiloka að íbúakosning fari fram.
29.03.2019 - 11:30
Viðtal
Segir umræðuna litaða af hroka og yfirlæti
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir lífsnauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að Hvalá verði virkjuð. Umræða um framkvæmdir á svæðinu séu litaðar af yfirlæti og hroka í garð Vestfirðinga.
07.03.2019 - 12:51
Hækka raforkuverð til stóriðjunnar
Það hefur ekki verið átakalaust fyrir Landsvirkjun að semja við stóriðjuna um hækkandi verð á raforku, að sögn forstjóra fyrirtækisins Harðar Arnarsonar. Verðið hefur verið hækkað á undanförnum árum.
28.02.2019 - 20:56