Færslur: Stokkseyri

Óttast um framtíð skólastarfs á Eyrarbakka
Hiti er í íbúum á Stokkseyri og Eyrarbakka vegna vanda sem skapast hefur af myglu í skóla þeirra. Varaformaður íbúaráðs Eyrarbakka segir að fólk sé hrætt um að missa skóla varanlega úr þorpinu.
17.03.2022 - 13:44
Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar föstum bílum
Björgunarsveitir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Suðurnesjum voru kallaðar út í kvöld til að aðstoða ökumenn í föstum bílum á Suðurstrandarvegi. Vont veður er á svæðinu, skafrenningur og þungfært.
Sjór og grjót gekk á land á Stokkseyri og Eyrarbakka
Gríðarlegur sjógangur var við Stokkseyri og Eyrarbakka í nótt. Sjór og grjót gekk yfir Gaulverjabæjarveg og Stokkseyrarbryggja var á kafi í sjó í gærkvöldi. Veginum var lokað og björgunarsveitir báðu fólk að vera ekki á ferli.
08.02.2022 - 08:18
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Skólastarf á Eyrarbakka og Stokkseyri hefst á morgun
Skólastarf á Stokkseyri og Eyrarbakka hefst á ný á morgun. Það hefur legið niðri síðan 90 nemendur og 30 starfsmenn voru sendir í sóttkví eftir að barn í skólanum greindist með COVID-19 á laugardag.
28.04.2021 - 16:47
Skólabörn á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví
Öll börn í fyrsta til sjötta bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga að fara í sóttkví frá og með sunnudeginum 25. apríl til og með 27. apríl eftir að nemandi við skólann greindist með COVID-19.
26.04.2021 - 00:10
Lóan er komin
Lóan er komin. Alex Máni Guðríðarson, 24 ára gamall fuglaáhugamaður, kom auga á hana í fjörunni við Stokkseyri í dag og tók myndina hér að ofan. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alex er fyrstur til að láta vita af lóunni.
28.03.2021 - 17:44
Innlent · Lóan · Heiðlóa · Stokkseyri · Fuglar · Farfuglar
Óska upplýsinga um mannaferðir á Stokkseyri
Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir upplýsingum um mögulegar mannaferðir á Stokkseyri aðfaranótt sunnudags, þegar íbúðarhús gjöreyðilagðist í eldi. Kona liggur á spítala með brunasár eftir eldsvoðann. Til stendur að fjarlægja rústir hússins í dag.
19.07.2017 - 12:21