Færslur: stokkhólmur

Handtaka í tengslum við morð á 12 ára stúlku í Botkyrka
Lögregla í Svíþjóð hefur mann í haldi sem talinn er eiga aðild að því að tólf ára stúlka var skotin til bana í bænum Botkyrka nærri Stokkhólmi í ágúst síðastliðnum.
17.06.2021 - 23:12
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.
Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku
Svíar eru slegnir vegna andláts tólf ára stúlku sem varð fyrir byssuskoti í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi í gær. Lögregla var kölluð út klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags vegna skothávaða við bensínstöðina E4 Norsborg og skömmu síðar fannst stúlkan helsærð. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Stúlkan hafði verið á gangi með hundinn sinn er hún varð fyrir skotinu.
03.08.2020 - 15:41
Tólf ára stúlka skotin til bana í Stokkhólmi
Lögreglunni barst tilkynning klukkan hálf fjögur í nótt að staðartíma um skothávaða á bensínstöðinni E4 í Norsborg í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi. Tólf ára stúlka fannst með skotsár á vettvangi. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum þar.
02.08.2020 - 17:00
Viðtal
Fjöldi Íslendinga ferðast til Svíþjóðar
Miðað við hörmungarástandið sem ríkir í Svíþjóð kemur á óvart hversu margir Íslendingar ferðast þangað þessa dagana. Þetta sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, sem er búsettur í Svíþjóð, í viðtali í Morgunvaktinni á RÁS 1 í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
31.07.2020 - 09:09
Enn barist við eld í miðborg Stokkhólms
Slökkvilið berst enn við mikinn eld í gömlu húsi í miðborg Stokkhólms. Í húsinu eru íbúðir og fyrirtæki. Sex manns var bjargað úr húsinu í morgun. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.
07.11.2017 - 16:00
Bruni í miðborg Stokkhólms
Slökkvilið Stokkhólms berst við mikinn eld í íbúðahúsi við Stureplan í miðborg Stokkhólms og hafa gert frá því í morgun. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.
07.11.2017 - 12:36
Löfven: „Þetta er sorgardagur“
Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar segir að minningarathöfn verði haldin á mánudag um þá sem létu lífið í árásinni í Stokkhólmi í gær. Mínútuþögn verður klukkan tólf að staðartíma. „Þetta er sorgardagur,“ sagði hann við fréttamenn í hádeginu á Drottningargötunni þar sem ódæðið átti sér stað. Það hefur nú verið skilgreint sem hryðjuverk.
08.04.2017 - 11:25