Færslur: Stofnun Árna Magnússonar

Viðtal
Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni í ferðaþjónustu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni gagnvart ferðamönnum. Undir þetta taka sérfræðingar sem rannsakað hafa notkun ensku í ferðaþjónustunni og áhrif ensku á íslensku. 
Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Myndskeið
Hús íslenskunnar komið í stað holu íslenskra fræða
Hús íslenskunnar hefur tekið á sig heilmikla mynd í Vesturbæ Reykjavíkur. Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir að verkið hafi gengið vel, þrátt fyrir að reynt hafi á í faraldrinum. Forstöðumaður Árnastofnunar segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af öryggi handritanna, sem verða geymd í kjallara hússins.
Myndskeið
Hús íslenskunnar að rísa og holan horfin
Bygging Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík gengur vel og er uppsteypa á þriðju og efstu hæð hússins hafin, mánuði á undan áætlun. Byggingin á sér langan aðdraganda og var stór opin hola á þessu svæði frá árinu 2013 til 2019.
Íslensk sagnamenning hlaut hæstu styrkina
Verkefni sem tengjast íslenskri og norrænni sagnamenningu fengu hæstu styrkina þegar úthlutað var í fyrsta sinn úr Barnamenningarsjóði Íslands í dag. Alþingi samþykkti stofnun sjóðsins á hátíðarfundi á Þingvöllum í fyrrasumar. 
26.05.2019 - 19:27
Ljótu handritin meira spennandi
Í gær, 13. nóvember, voru 354 ár liðin frá því að Árni Magnússon handritasafnari fæddist að Kvennabrekku í Dölum. Að því tilefni stóð Stofnun Árna Magnússonar fyrir svokölluðum Árna Magnússonar fyrirlestri sem haldinn var í Norræna húsinu. Í þetta sinn kom það í hlut bandarísku fræðikonunnar Marjorie Curry Woods að flytja hann. Í fyrirlestrinum fjallaði hún um hvað er svona spennandi við ljót handrit.
14.11.2017 - 16:30