Færslur: Stjörnustríð

Disney boðar nýja Stjörnustríðsmynd um jólin 2023
Aðdáendur Stjörnustríðskvikmyndabálksins geta nú farið að hlakka til eða kvíða fyrir, eftir því hvernig þeim hugnast meðferð Disney-risans á þessum ævintýraheimi, því forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu í gær að ný mynd sé í startholunum. Hún ber heitið Rogue Squadron, Skálkasveitin, og ætlunin er að frumsýna hana um jólin 2023.
11.12.2020 - 06:50
Stjörnustríðsleikföng seld fyrir metfé
Safnarar eru áfjáðir í leikföng og annan varning sem tengist kvikmyndunum um Stjörnustríð. Par á mið Englandi datt óvænt í lukkupottinn á dögunum þegar þau uppgötvuðu að þau höfðu erft mikinn Stjörnustríðs-fjársjóð.
06.11.2020 - 08:26
Flóðhestanunnur og óreiða frá upphafi til enda
Áttunda kvikmyndin í Stjörnustríðsbálknum, The Last Jedi, kom út árið 2017 við mismikinn fögnuð aðdáenda. Sorgarfregnir af andláti Carrie Fisher, sem lék Lilju prinsessu, bárust árinu áður og settu svip sinn á frumsýningu myndarinnar.
13.12.2019 - 11:03
Sjöundi kafli Stjörnustríðs ýmist frábær eða ekki spes
Sjöundu kvikmyndinni í Stjörnustríðs kvikmyndabálknum eru gerð skil í þessum sjöunda þætti hlaðvarpsins Hans Óli skaut fyrst. Kvikmyndin kom út árið 2015 og er sú fyrsta í upptaktinum að endalokunum. Nú eiga Geir Finnsson og félagar einungis eftir að fara yfir tvær Star Wars myndir en sú síðasta verður frumsýnd eftir tíu daga.
09.12.2019 - 12:55
Heil ný vetrarbraut á leiðinni
Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Nexus í Glæsibæ um helgina enda tilefnið ærið. Tvær sólir í heimi nördamenningar röðuðust upp þann 4. maí, annars vegar ókeypis myndasögudagurinn og alþjóðlegi Stjörnustríðsdagurinn. „Ég held að það sé komið meira en nýtt líf í það, það er heil ný vetrarbraut að koma aftur,“ segja aðdáendur Stjörnustríðs og fullyrða að stríðinu sé hvergi nærri lokið.
Carrie Fisher meðal leikenda í Star Wars IX
Bæði Carrie Fisher, sem lést í desember 2016, og Mark Hamill eru á meðal leikara í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni, sem byrjað verður að kvikmynda í Lundúnum í næstu viku. Myndin, sem ber vinnutitilinn Star Wars IX, verður níunda myndin í því sem kallað er Skywalker- eða Geimgengils-sagnabálkinum, sem byrjaði með fyrstu Stjörnustríðsmyndinni, A new hope, árið 1977.
28.07.2018 - 04:49
Aðdáendur hætti að áreita Stjörnustríðsleikara
John Boyega sem fer með eitt aðalhlutverkið í stjörnustríðsmyndunum The Force Awakens og The Last Jedi hefur biðlað til aðdáenda bálksins að láta af árásum sínum á leikkonur myndanna á samfélagsmiðlum.
13.06.2018 - 14:24
Stjörnustríðsþreyta gerir vart við sig
Tekjur af frumsýningarhelgi nýjustu viðbótarinnar í flokki Stjörnustríðsmynda, Solo: A Star Wars story stóðu ekki undir væntingum framleiðenda. Myndin halaði inn 83,3 milljónir dala í Bandaríkjunum á fyrstu þremur dögunum en framleiðslukostnaður var rúmlega 400 milljónir dala.
28.05.2018 - 15:36
Stjörnustríð ólu af sér Photoshop og Pixar
Fyrsta stiklan úr væntanlegri Stjörnustríðsmynd leit dagsins ljós á dögunum. Guðmundur Jóhannsson velti upp áhrifum myndanna á tækniframfarir í kvikmyndageiranum og hvernig sú þróun smitast jafnvel út í aðra kima samfélagsins.