Færslur: Stjörnustríð

Lofar fjöri og miklum glæsileika á Emmy-hátíðinni
Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum á morgun sunnudag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.
Disney boðar nýja Stjörnustríðsmynd um jólin 2023
Aðdáendur Stjörnustríðskvikmyndabálksins geta nú farið að hlakka til eða kvíða fyrir, eftir því hvernig þeim hugnast meðferð Disney-risans á þessum ævintýraheimi, því forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu í gær að ný mynd sé í startholunum. Hún ber heitið Rogue Squadron, Skálkasveitin, og ætlunin er að frumsýna hana um jólin 2023.
11.12.2020 - 06:50
Stjörnustríðsleikföng seld fyrir metfé
Safnarar eru áfjáðir í leikföng og annan varning sem tengist kvikmyndunum um Stjörnustríð. Par á mið Englandi datt óvænt í lukkupottinn á dögunum þegar þau uppgötvuðu að þau höfðu erft mikinn Stjörnustríðs-fjársjóð.
06.11.2020 - 08:26
Flóðhestanunnur og óreiða frá upphafi til enda
Áttunda kvikmyndin í Stjörnustríðsbálknum, The Last Jedi, kom út árið 2017 við mismikinn fögnuð aðdáenda. Sorgarfregnir af andláti Carrie Fisher, sem lék Lilju prinsessu, bárust árinu áður og settu svip sinn á frumsýningu myndarinnar.
13.12.2019 - 11:03
Sjöundi kafli Stjörnustríðs ýmist frábær eða ekki spes
Sjöundu kvikmyndinni í Stjörnustríðs kvikmyndabálknum eru gerð skil í þessum sjöunda þætti hlaðvarpsins Hans Óli skaut fyrst. Kvikmyndin kom út árið 2015 og er sú fyrsta í upptaktinum að endalokunum. Nú eiga Geir Finnsson og félagar einungis eftir að fara yfir tvær Star Wars myndir en sú síðasta verður frumsýnd eftir tíu daga.
09.12.2019 - 12:55
Heil ný vetrarbraut á leiðinni
Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Nexus í Glæsibæ um helgina enda tilefnið ærið. Tvær sólir í heimi nördamenningar röðuðust upp þann 4. maí, annars vegar ókeypis myndasögudagurinn og alþjóðlegi Stjörnustríðsdagurinn. „Ég held að það sé komið meira en nýtt líf í það, það er heil ný vetrarbraut að koma aftur,“ segja aðdáendur Stjörnustríðs og fullyrða að stríðinu sé hvergi nærri lokið.
Carrie Fisher meðal leikenda í Star Wars IX
Bæði Carrie Fisher, sem lést í desember 2016, og Mark Hamill eru á meðal leikara í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni, sem byrjað verður að kvikmynda í Lundúnum í næstu viku. Myndin, sem ber vinnutitilinn Star Wars IX, verður níunda myndin í því sem kallað er Skywalker- eða Geimgengils-sagnabálkinum, sem byrjaði með fyrstu Stjörnustríðsmyndinni, A new hope, árið 1977.
28.07.2018 - 04:49
Aðdáendur hætti að áreita Stjörnustríðsleikara
John Boyega sem fer með eitt aðalhlutverkið í stjörnustríðsmyndunum The Force Awakens og The Last Jedi hefur biðlað til aðdáenda bálksins að láta af árásum sínum á leikkonur myndanna á samfélagsmiðlum.
13.06.2018 - 14:24
Stjörnustríðsþreyta gerir vart við sig
Tekjur af frumsýningarhelgi nýjustu viðbótarinnar í flokki Stjörnustríðsmynda, Solo: A Star Wars story stóðu ekki undir væntingum framleiðenda. Myndin halaði inn 83,3 milljónir dala í Bandaríkjunum á fyrstu þremur dögunum en framleiðslukostnaður var rúmlega 400 milljónir dala.
28.05.2018 - 15:36
Stjörnustríð ólu af sér Photoshop og Pixar
Fyrsta stiklan úr væntanlegri Stjörnustríðsmynd leit dagsins ljós á dögunum. Guðmundur Jóhannsson velti upp áhrifum myndanna á tækniframfarir í kvikmyndageiranum og hvernig sú þróun smitast jafnvel út í aðra kima samfélagsins.