Færslur: stjörnufræði

Vísindamenn telja reikistjörnu leynast yst í sólkerfinu
Stjarnvísindamenn víða um heim keppast nú við að sannreyna hvort níunda reikistjarna sólkerfisins hringsóli á ysta jaðri þess. Sporbaugshegðun dvergreikistjarna utarlega í sólkerfinu getur bent til þess að stór hnöttur hafi þar áhrif.
Myndskeið
Deildarmyrkvinn sýnilegur með lagni
Deildarmyrkvi á sólu verður hámarki klukkan 10:17. Hann sést hins vegar ekki í öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður RÚV datt í lukkupottinn og náði þessu líka fína myndskeiði af upphafi deildarmyrkvans í gegnum skýjahulu. Þá náði Sævar Helgi Bragason myndum af sólmyrkvanum. Rétt er að minna á að fólk ætti ekki að stara lengi á sólina án sérstakra hlífðargleraugna eða í gegnum rafsuðugler.
10.06.2021 - 10:02
Vonast til að ský hylji ekki sólmyrkva á fimmtudag
Aðdáendur sólmyrkva biðja nú til veðurguðanna um gott skyggni á fimmtudagsmorguninn því að þá verður sólmyrkvi. Stjörnu-Sævar brýnir fyrir fólki að stara ekki á sólina án rafsuðuglers eða annarra hlífðargleraugna. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness eigi hins vegar engin sólmyrkvagleraugu aflögu.
07.06.2021 - 11:17
Auðskilið mál
Kannski hægt að finna lífverur á Venusi
Gastegund sem heitir fosfín hefur fundist í skýjunum í kringum reikistjörnuna Venus. Það þýðir að kannski er hægt að finna lífverur á Venusi.
14.09.2020 - 17:43
Myndskeið
Vísbendingar um líf á Venusi
Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga tilkynnti í dag um uppgötvun á sjaldgæfri sameind að nafni fosfín í skýjum reikistjörnunar Venusar. Ef þetta kemur frá örverum er þetta ein stærsta uppgötvun sögunnar, segir ritstjóri Stjörnufræðivefsins.
14.09.2020 - 15:48
Lestin
Rangt almanak hefur áhrif á allt samfélagið
Elsta íslenska almanakið sem enn er reiknað og gefið út er Almanak Háskóla Íslands sem hefur komið út árlega frá 1837. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur unnið að almanakinu í meira en hálfa öld – en hann segir það vera mikið nákvæmnisverk að reikna út og setja fram hinar fjölbreyttu upplýsingar sem finna má í almanakinu. Sjávarföll, helgidaga, gang himintungla, mælieiningar, tímabelti jarðar, og ríki heims.
Viðtal
Íslendingar velja nafn á fjarlægt sólkerfi
Gerpla eða Hoddmímir? Álfröðull eða Draupnir? Flestar tillögur Íslendinga sem kjósa nú um nafn á sólkerfi í 222 ljósára fjarlægð eru með vísun í íslenskan menningararf. Um er að ræða sól sem svipar til þeirrar sem heilsar okkur á Fróni í örfáar vikur á ári og gasrisa sem er ekki ólíkur Júpíter.
30.10.2019 - 15:07
Myndskeið
„Þú myndir verða eins og spagettí og slitna“
„Þá myndir þú strekkjast, lengast, verða eins og spagettí í laginu þangað til þú slitnar í sundur,“ segir Sævar Helgi Bragason, fulltrúi störnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO), um örlög þess sem verður fyrir því að lenda í svartholi. Í dag var birt fyrsta ljósmyndin sem náðst hefur af svartholi. Átta öfluga sjónauka þurfti til að þess að ná myndinni og um tvö hundruð vísindamenn unnu að verkefninu í tuttugu ár. 
10.04.2019 - 20:03
Fyrsta ljósmyndin af svartholi
Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti í sögunni tekist að ná ljósmynd af svartholi. Sævar Helgi Bragason, íslenskur fulltrúi Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO), segir að lengi vel hafi menn talið það ógerning að ná svartholi á mynd. Það hafi þurft átta öfluga sjónauka til að þess að ná myndinni. Um tvö hundruð vísindamenn unnu að verkefninu í tæp tuttugu ár.
10.04.2019 - 13:23
Verða aftur 9 reikistjörnur í sólkerfinu?
Nýjar rannsóknir og uppgötvanir benda til þess að handan Plútó sé pláneta sem sé um það bil 10 sinnum stærri en Jörðin. Vísindamenn telja að tilvist hennar verði sönnuð á næstu 10 árum og hún verði 9. reikistjarna sólkerfisins. 
14.03.2019 - 15:33
Viðtal
Segulpóllinn er á hraðferð til Rússlands
Segulpóllinn á norðurhveli jarðar er á fleygiferð og færist nú mjög hratt í átt til Rússlands. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engan vita hvað valdi þessum óróa í segusviðinu og hvers vegna segulpóllinn hreyfist hraðar nú en hann hefur gert.
06.02.2019 - 15:26
Myndskeið
Ástarstjarna böðuð brennisteini gleður augað
Venus skín skært á morgunhimninum og skarður máni tekur næstu daga þátt í sýningunni. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að reikistjarnan sé á vissan hátt flagð undir fögru skinni en líka góður kennari. 
02.12.2018 - 19:47
 · stjörnufræði · Venus · vísindi
Mældu alla stjörnubirtu alheimssögunnar
Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er meðal helstu vísindamanna sem standa að nýrri alþjóðlegri rannsókn, sem mælt hefur alla samanlagða stjörnubirtu alheimsins og tekist að endurskapa gang stjörnumyndunar, nánast frá upphafi. Niðurstöðurnar voru birtar fyrir nokkrum dögum og hafa vakið mikla athygli.
Elstu vetrarbrautirnar nágrannar okkar
Nokkrar af elstu vetrarbrautum alheimsins eru, stjarnfræðilega séð, skammt frá Vetrarbrautinni sem jörðin tilheyrir. Ný rannsókn sýnir að dvergvetrarbrautir nærri Vetrarbrautinni okkar geti verið allt að 13 milljarða ára gamlar.
18.08.2018 - 07:39
Von á stórfenglegu stjörnuregni
Aðfaranótt 12. ágúst geta árvökular næturuglur átt von á stórfenglegri sýningu. Þá fer slóði halastjörnunnar Swift-Tuttle um gufuhvolf jarðar svo úr verður stjörnuregn. Stjörnufræðingar segja að regnið verði einstaklega bjart í ár þar sem það nær hámarki sínu á nýju tungli. Stjörnuregnið sem fylgir Swift-Tuttle-halastjörnunni er nefnt eftir stjörnumerki Perseifs.
04.08.2018 - 14:48
Auðkýfingur vill kjarnorkusprengjur á Mars
Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílafyrirtækisins Tesla, deilir nú við vísindamenn NASA um hugsanlega mannflutninga til Mars. Samansafn nýbirtra rannsókna hefur leitt í ljós að ólíklegt sé að rauða plánetan verði nokkurntímann búsetuhæf vegna skorts á koltvísýringi við yfirborð hennar, segir í tilkynningu bandarísku geimvísindastofnunninar NASA. Musk fleygði meðal annars fram þeirri hugmynd að varpa kjarnorkusprengju á Mars til að leysa koltvísýringinn úr læðingi.
03.08.2018 - 14:35
Lengsti blóðmáni aldarinnar
Víða um heim gat fólk séð almyrkva á tunglinu klukkan hálfátta í kvöld, sem oft er kallaður blóðmáni vegna þess að tunglið verður rauðleitt. Almyrkvinn stendur til 21:13 og sést því ekki á Íslandi. Fullt tungl rís ekki hér fyrr en 22:37 í Reykjavík. Almyrkvi verður þegar sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu. Seinast sást almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 28. september 2015. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi hinn 21. janúar 2019. Almyrkvinn í kvöld er lengsti blóðmáni aldarinnar.
27.07.2018 - 20:44
Fæðing reikistjörnu næst á mynd í fyrsta sinn
Stjörnufræðingar við Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), hafa í fyrsta skipti náð mynd af fæðingu reikistjörnu. Myndirnar náðust með SPHERE-mælitæki VLT-sjónaukans í Chile sem er eitt öflugasta reikistjörnuleitartæki heims.
02.07.2018 - 13:50
Áhrif möndulhallans á menningu okkar
„Flestum þykir það leiðinlegt að sólin taki að lækka á lofti aftur, ég gleðst yfir því,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Í morgun klukkan 10:07 voru sumarsólstöður og er dagurinn í dag því lengsti dagur ársins. Sævar Helgi fræddi hlustendur Morgunútvarpsins um ýmislegt sem tengist gangi sólarinnar, siglingarökkur og möndulhalla jarðar.
21.06.2018 - 15:33
Skrefi nær hlutverki hulduefna
Um leið og stjörnufræðingar greindu merki frá fyrstu stjörnunum sem urðu til eftir miklahvell var gerð önnur, ekki síður merkileg, uppgötvun. Talið er að sú uppgötvun geti hjálpað til við að skýra hvað svokallað hulduefni er.
02.03.2018 - 06:16
Mynd með færslu
Námu merki frá fyrstu stjörnum alheimsins
Stjörnufræðingar segjast hafa greint merki frá fyrstu stjörnum himingeimsins, eins og þær birtust. Segja þeir uppgötvunina algjöra byltingu. Talið er að fyrstu stjörnurnar hafi skinið um 180 milljón árum eftir miklahvell. Fram að því var himingeimurinn alsvartur og tómur.
01.03.2018 - 06:23
Líkur á norðurljósasýningu í kvöld
Talsverðar líkur eru á að norðurljósin dansi á himninum í kvöld, en margt bendir til þess að segulstormur hitti lofthjúp jarðar. Sýningin ætti að hefjast um leið og orðið er dimmt, segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur á nýrri síðu sem hann hefur nú opnað um norðurljós.
01.03.2017 - 21:00