Færslur: stjörnufræði

Hefur mögulega myndað elstu þekktu stjörnuþoku heims
James Webb-geimsjónaukinn hefur mögulega náð mynd af fjarlægustu og elstu stjörnuþoku sem nokkru sinni hefur uppgötvast. Talið er að stjörnuþokan gæti hafa myndast fyrir um 13 og hálfum milljarði ára. Rohan Naidu, vísindamaður við stjörnuvísindastofnun Harvard-háskólans bandaríska greinir frá þessu.
Þetta helst
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst lítum við út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans með hjálp James Webb sjónaukans, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
21.07.2022 - 12:56
Svörin við stóru spurningum stjörnufræðinnar nálgast
Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, sem starfaði hjá NASA, segir nýja James Webb-geimsjónaukann marka tímamót. Margar nýjar uppgötvanir í stjörnufræði séu í vændum á næstu árum og svör við stóru spurningum stjörnufræðinnar í sjónmáli.
14.07.2022 - 09:37
Almyrkvi á tungli sést frá Íslandi í nótt
Um klukkan hálf fjögur nótt sést í almyrkva á tungli á himni í suðvestri, þar sem veður leyfir. Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og ritstjóri stjörnufræðivefsins, segir tunglið verða sveipað rauðum blæ og hvetur alla til þess að fylgjast með sjónarspilinu.
15.05.2022 - 18:53
Smástirni á stærð við bíl sprakk norður af Íslandi
Smástirni sprakk norður af Íslandi í gærkvöldi og birtist sjónvarvottum sem stórglæsilegur og ægibjartur vígahnöttur. Þetta er einungis fimmta smástirnið sem uppgötvast áður en það rekst á jörðina.
12.03.2022 - 13:02
Áríðandi að flokka og skrá geimrusl á sporbaug um jörðu
Sérfræðingur í geimrannsóknum segir að sér hafi orðið á í messunni þegar hann fullyrti að hluti eldflaugar, sem ætlað er að skelli á tunglinu í mars, hafi verið framleiddur af SpaceX. Á daginn hefur komið að flaugin er kínversk. Stjörnufræðingur segir brýnt að skrá allt ruslið sem er á sporbaug um jörðu.
15.02.2022 - 02:55
Fyrirbæri engu öðru líkt uppgötvað í Vetrarbrautinni
Ástralskir stjarnvísindamenn iða í skinninu yfir uppgötvun háskólastúdents sem kom auga á dularfullt fyrirbrigði í Vetrarbrautinni. Stjarneðlisfræðingur segir að það sé frábrugðið öllu öðru sem vísindamenn þekkja í himingeimnum.
27.01.2022 - 04:36
Búist við að hluti eldflaugar skelli á tunglinu í mars
Hluti úr eldflaug sem SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, skaut á loft fyrir sjö árum skellur innan skamms á yfirborði tunglsins. Eldflaugin var notuð til að koma á loft gervihnetti á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
27.01.2022 - 00:47
Geimskoti ofursjónauka frestað um nokkra daga
Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að fresta því að skjóta James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um jörðu vegna óhapps á skotpallinum. Töfin er þó ekki löng eða fjórir dagar en stofnunin vil tryggja að sjónaukinn sé óskemmdur.
Deildarmyrkvinn nær hámarki kl.9:03
Nú klukkan 9:03 að föstudagsmorgni nær tunglmyrkvi hámarki. Myrkvinn í dag er svokallaður deildarmyrkvi, svipaður myndinni hér að ofan, en þegar hann nær hámarki verður 97% tunglsins myrkvað. Það þarf enginn hjálpartæki til þess að sjá myrkvann og að því gefnu það sé ekki of skýjað ættu flestir að sjá tunglið í morgun lágt á himni í vesturátt.
19.11.2021 - 08:56
Mynd með færslu
Myndskeið
Vígahnöttur á stærð við ber sást í gærkvöld
Bjartur og áberandi vígahnöttur lýsti upp næturhimininn á suðvesturhorni landsins um klukkan 20:30 í gærkvöld. Twitternotandinn Gunnar Marel náði myndbandi af vígahnettinum, og miðað við það og lýsingar þeirra sem sáu hann bendir allt til þess að þarna hafi steinvala á stærð við ber brunnið upp til agna í andrúmsloftinu, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóra Stjörnufræðivefsins.
Vísindamenn telja reikistjörnu leynast yst í sólkerfinu
Stjarnvísindamenn víða um heim keppast nú við að sannreyna hvort níunda reikistjarna sólkerfisins hringsóli á ysta jaðri þess. Sporbaugshegðun dvergreikistjarna utarlega í sólkerfinu getur bent til þess að stór hnöttur hafi þar áhrif.
Myndskeið
Deildarmyrkvinn sýnilegur með lagni
Deildarmyrkvi á sólu verður hámarki klukkan 10:17. Hann sést hins vegar ekki í öllum þéttbýlisstöðum á landinu. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður RÚV datt í lukkupottinn og náði þessu líka fína myndskeiði af upphafi deildarmyrkvans í gegnum skýjahulu. Þá náði Sævar Helgi Bragason myndum af sólmyrkvanum. Rétt er að minna á að fólk ætti ekki að stara lengi á sólina án sérstakra hlífðargleraugna eða í gegnum rafsuðugler.
10.06.2021 - 10:02
Vonast til að ský hylji ekki sólmyrkva á fimmtudag
Aðdáendur sólmyrkva biðja nú til veðurguðanna um gott skyggni á fimmtudagsmorguninn því að þá verður sólmyrkvi. Stjörnu-Sævar brýnir fyrir fólki að stara ekki á sólina án rafsuðuglers eða annarra hlífðargleraugna. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness eigi hins vegar engin sólmyrkvagleraugu aflögu.
07.06.2021 - 11:17
Auðskilið mál
Kannski hægt að finna lífverur á Venusi
Gastegund sem heitir fosfín hefur fundist í skýjunum í kringum reikistjörnuna Venus. Það þýðir að kannski er hægt að finna lífverur á Venusi.
14.09.2020 - 17:43
Myndskeið
Vísbendingar um líf á Venusi
Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga tilkynnti í dag um uppgötvun á sjaldgæfri sameind að nafni fosfín í skýjum reikistjörnunar Venusar. Ef þetta kemur frá örverum er þetta ein stærsta uppgötvun sögunnar, segir ritstjóri Stjörnufræðivefsins.
14.09.2020 - 15:48
Lestin
Rangt almanak hefur áhrif á allt samfélagið
Elsta íslenska almanakið sem enn er reiknað og gefið út er Almanak Háskóla Íslands sem hefur komið út árlega frá 1837. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur unnið að almanakinu í meira en hálfa öld – en hann segir það vera mikið nákvæmnisverk að reikna út og setja fram hinar fjölbreyttu upplýsingar sem finna má í almanakinu. Sjávarföll, helgidaga, gang himintungla, mælieiningar, tímabelti jarðar, og ríki heims.
Viðtal
Íslendingar velja nafn á fjarlægt sólkerfi
Gerpla eða Hoddmímir? Álfröðull eða Draupnir? Flestar tillögur Íslendinga sem kjósa nú um nafn á sólkerfi í 222 ljósára fjarlægð eru með vísun í íslenskan menningararf. Um er að ræða sól sem svipar til þeirrar sem heilsar okkur á Fróni í örfáar vikur á ári og gasrisa sem er ekki ólíkur Júpíter.
30.10.2019 - 15:07
Myndskeið
„Þú myndir verða eins og spagettí og slitna“
„Þá myndir þú strekkjast, lengast, verða eins og spagettí í laginu þangað til þú slitnar í sundur,“ segir Sævar Helgi Bragason, fulltrúi störnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO), um örlög þess sem verður fyrir því að lenda í svartholi. Í dag var birt fyrsta ljósmyndin sem náðst hefur af svartholi. Átta öfluga sjónauka þurfti til að þess að ná myndinni og um tvö hundruð vísindamenn unnu að verkefninu í tuttugu ár. 
10.04.2019 - 20:03
Fyrsta ljósmyndin af svartholi
Vísindamönnum hefur í fyrsta skipti í sögunni tekist að ná ljósmynd af svartholi. Sævar Helgi Bragason, íslenskur fulltrúi Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli (ESO), segir að lengi vel hafi menn talið það ógerning að ná svartholi á mynd. Það hafi þurft átta öfluga sjónauka til að þess að ná myndinni. Um tvö hundruð vísindamenn unnu að verkefninu í tæp tuttugu ár.
10.04.2019 - 13:23
Verða aftur 9 reikistjörnur í sólkerfinu?
Nýjar rannsóknir og uppgötvanir benda til þess að handan Plútó sé pláneta sem sé um það bil 10 sinnum stærri en Jörðin. Vísindamenn telja að tilvist hennar verði sönnuð á næstu 10 árum og hún verði 9. reikistjarna sólkerfisins. 
14.03.2019 - 15:33
Viðtal
Segulpóllinn er á hraðferð til Rússlands
Segulpóllinn á norðurhveli jarðar er á fleygiferð og færist nú mjög hratt í átt til Rússlands. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engan vita hvað valdi þessum óróa í segusviðinu og hvers vegna segulpóllinn hreyfist hraðar nú en hann hefur gert.
06.02.2019 - 15:26
Myndskeið
Ástarstjarna böðuð brennisteini gleður augað
Venus skín skært á morgunhimninum og skarður máni tekur næstu daga þátt í sýningunni. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að reikistjarnan sé á vissan hátt flagð undir fögru skinni en líka góður kennari. 
02.12.2018 - 19:47
 · stjörnufræði · Venus · vísindi
Mældu alla stjörnubirtu alheimssögunnar
Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er meðal helstu vísindamanna sem standa að nýrri alþjóðlegri rannsókn, sem mælt hefur alla samanlagða stjörnubirtu alheimsins og tekist að endurskapa gang stjörnumyndunar, nánast frá upphafi. Niðurstöðurnar voru birtar fyrir nokkrum dögum og hafa vakið mikla athygli.
Elstu vetrarbrautirnar nágrannar okkar
Nokkrar af elstu vetrarbrautum alheimsins eru, stjarnfræðilega séð, skammt frá Vetrarbrautinni sem jörðin tilheyrir. Ný rannsókn sýnir að dvergvetrarbrautir nærri Vetrarbrautinni okkar geti verið allt að 13 milljarða ára gamlar.
18.08.2018 - 07:39