Færslur: Stjórnsýsla

Spegillinn
Selveiði hækkar fasteignamatið þó hún sé bönnuð
Fasteignamat næsta árs var kynnt fyrir sléttri viku. Það hækkaði um 2,1% frá fyrra ári. Árlega endurmetur Þjóðskrá virði allra fasteigna á Íslandi, alls ríflega 200 þúsund eignir og notar til þess flókin reiknilíkön. Það getur verið strembið að meta virði fasteigna, sérstaklega á minni stöðum. Matið í ár var að hluta til unnið með hjálp gervigreindar.
09.06.2020 - 16:47
Segir rök um hæfi Kristjáns ekki standast skoðun
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir það ekki standast skoðun að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sé ekki með nokkru móti tengdur Samherja í skilningi stjórnsýslulaga, líkt og meirihluti nefndarinnar hefur komist að niðurstöðu um.
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist. 
Myndskeið
Norsk fyrirtæki sæti sömu skilyrðum hér og heima fyrir
Norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að lúta mun strangari reglum um sjúkdómavarnir í heimalandinu en hér á Íslandi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt. Formaður Landssambands veiðifélaga vill að þetta verði leiðrétt því verið sé að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja.
Spegillinn
„Ákveðin hætta á því að það dragi úr gegnsæi“
Það hvernig stjórnvöld hafa tekist á við COVID-faraldurinn hefur verið eins og kennslustund í stefnumótun. Þetta segir Kristján Vigfússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, sem hefur sérhæft sig í stefnumótun. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa sérfræðingana í forgrunni en að nú þegar úrlausnarefnin eru orðin pólitískari og álitamálin fleiri reyni á að viðhalda gagnsæi.
Viðtal
Innflytjendur hafi misst af nokkrum vikum
Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Í Svíþjóð reyndist slíkur upplýsingaskortur afdrifaríkur. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. 
Fjórir landsréttardómarar og ríkissaksóknari sækja um
Fjórir landsréttardómarar og ríkissaksóknari sækja um stöðu Hæstaréttardómara. Umsóknarfrestur um embættið rann út 16 .mars síðastliðinn. 
18.03.2020 - 13:27
Verkfallið myndi hafa mikil áhrif á Þjóðskrá
Þjónusta Þjóðskrár Íslands skerðist verulega ef til verkfalls BSRB kemur eftir helgi. Í tilkynningu frá Þjóðskrá kemur fram að boðað verkfall mun hafa í för sér mikil áhrif á umsóknarstaði vegabréfa.
06.03.2020 - 12:46
Mörg ár þar til sendiherrastaða verður auglýst
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir að sendiherrar séu of margir og að gera þurfi gagngerar breytingar á því hvernig þeir eru skipaðir.
Brottkast í Kleifabergi enn til skoðunar
Rannsókn á brottkasti um borð í Kleifabergi er enn til meðferðar hjá Fiskistofu. Málið hefur reglulega verið kært til lögreglu sem í öll skiptin hefur tekið ákvörðun um að fella málið niður. Meðal annars hefur útgerðin sjálf kært meint eignaspjöll til lögreglu.
05.03.2020 - 15:21
Þórdís Kolbrún leggur niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, hefur ákveðið að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) niður um næstu áramót. Starfsmenn eru 81 talsins.
Álagið í Strassborg að sliga Ríkislögmann
Embætti Ríkislögmanns ræður varla við aukið álag samfara mikilli fjölgun mála gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Þetta segir starfandi ríkislögmaður, en ríkislögmaður sjálfur fór í ótímabundið veikindaleyfi í janúar. Hver lögfræðingur embættisins sinnti að meðaltali hátt í hundrað málum í fyrra.
11.02.2020 - 21:52
Fyrrverandi forstjóri Reykjalundar ráðinn bæjarstjóri
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ráða Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Birgir er fæddur árið 1963 og er uppalinn á Siglufirði og lauk þaðan grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg. 
11.02.2020 - 12:52
Morgunvaktin
Meiri kröfur almennings bitna á trausti til stjórnvalda
Traust íslenskra kvenna til stjórnvalda og stjórnmála er mun meira en traust íslenskra karla. Rannsókn Sjafnar Vilhelmsdóttur, nýdoktors í stjórnmálafræði, bendir til þess að kjósendur geri meiri kröfur til stjórnmálamanna í dag en var fyrir hrun þegar einnig var algengara að kjósendur tengdu sterkt við ákveðinn stjórnmálaflokk.
Forsætisráðherra vill meiri hreyfingu milli ríkisstarfa
Forsætisráðherra telur að lagaheimild um að færa megi embættismenn til í starfi hafi ekki verið nægilega mikið nýtt. Það væri gott fyrir hið opinbera að hafa meiri hreyfanleika.
30.01.2020 - 12:04
Stafræn ökuskírteini tilbúin í símann í vor
Stefnt er að því að byrja að gefa út stafræn ökuskírteini í vor og því hægt að hafa skírteinið í símanum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, reiknar með að nýja fyrirkomulagið verði til hagsbóta fyrir fólk þar sem síminn er oftast með í för og nú þegar hægt að nota hann sem greiðslukort, flugmiða og ýmislegt fleira.
30.01.2020 - 07:07
Um 180 kvartanir á borði landlæknis
Um síðustu áramót voru 180 kvartanir til meðferðar hjá embætti landlæknis. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. S
20.01.2020 - 15:32
Kæra próf til ráðuneytis og gagnrýna prófnefnd harðlega
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er með kæru á framkvæmd prófs til viðurkennds bókara frá því í nóvember í fyrra til umfjöllunar. Nemendur saka formann prófnefndar um að hafa viðhaft geðþótta ákvarðanir varðandi hjálpargögn og hafa óskað eftir því að framkoma formanns verði skoðuð, en prófnefndin er skipuð af ráðuneytinu. 
16.01.2020 - 20:27
Sjö sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra
Dómsmálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti ríkislögreglustjóra, en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Listi yfir umsækjendur var birtur á vef ráðuneytisins í dag.
Halla Bergþóra sækir um stöðu ríkislögreglustjóra
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sótti um embætti ríkislögreglustjóra. Hún tilkynnti starfsfólki embættis síns þetta fyrr í dag. Fréttastofa greindi frá því í gær að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefði sótt um embættið og mbl.is greindi frá því að Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsisstofnunar, hefði sótt um.
12.01.2020 - 12:07
Spyr hvort upplýsingum sé vísvitandi haldið leyndum
Tryggingastofnun lét hjá líða að upplýsa konu um rétt hennar til barnalífeyris þrátt fyrir að allar upplýsingar þar um hafi legið fyrir. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir þetta allt of algengt og veltir fyrir sér hvort þetta sé með vilja gert.
Bótaskyldan blasti við
Ólína Þorvarðardóttir segir að ríkið hefði getað komist hjá því að greiða henni 20 milljónir króna í bætur ef Þingvallanefnd hefði axlað ábyrgð um leið og hún varð uppvís að því að brjóta jafnréttislög með ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ríkislögmaður segir bótaskyldu ríkisins hafa blasað við eftir að niðurstaða kærunefndar jafnréttismála varð ljós.
Vanhæfur og kann hvorki með fé né fólk að fara
Fyrrum aðstoðarforstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sem sagt var upp störfum eftir nærri 40 ára starfsferil, segir að núverandi forstjóri stofnunarinnar sé vanhæfur og kunni hvorki með fé né fólk að fara. Forstjórinn segir að ekki hafi verið hægt að standa betur að uppsögnum sem sagðar eru ólögmætar og ósiðlegar.
Skatturinn tekur við hlutverki tveggja stofnana
Stofnunum á sviði skatta og tolla fækkar um eina um áramót, en Alþingi samþykkti í dag lög sem greiða fyrir sameiningu embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra. Sameinuð stofnun mun heita Skatturinn. Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að stofnunin verði öflug og leiðandi upplýsingastofnun á sviði skatta- og tollamála. 
11.12.2019 - 22:13