Færslur: Stjórnmálafræði
Elítur heimsins eru blóðsugur segir stjórnmálafræðingur
Íslenskar elítur eru tiltölulega fjölmennar, til dæmis samanborið við Danmörku. Stjórnmálafræðiprófessor segir elítukerfi Íslands tiltölulega opið í alþjóðlegum samanburði.
10.10.2021 - 15:15
Fráleitt að ekki sé tekið á framsali valds
„Nýtt stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra er ekki róttækt en tillögurnar eru flestar til bóta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir fráleitt og algerlega óviðunandi að ekki sé hróflað við 21. grein stjórnarskrárinnar um framsal valds.
22.07.2020 - 20:49
„Þá var krísa og þá réðu karlar konur“
Ráðning kvenna í stöðu faglegs sveitar- eða bæjarstjóra er nátengd kynjaskiptingu viðkomandi sveitarstjórnar og þá sérstaklega því hvaða kyn eru í valdastöðum innan sveitarstjórnarinnar. Þetta eru niðurstöður rannsókna Evu Marínar Hlynsdóttur, dósents í opinberri stjórnsýslu, við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
05.06.2020 - 11:25
Meiri kröfur almennings bitna á trausti til stjórnvalda
Traust íslenskra kvenna til stjórnvalda og stjórnmála er mun meira en traust íslenskra karla. Rannsókn Sjafnar Vilhelmsdóttur, nýdoktors í stjórnmálafræði, bendir til þess að kjósendur geri meiri kröfur til stjórnmálamanna í dag en var fyrir hrun þegar einnig var algengara að kjósendur tengdu sterkt við ákveðinn stjórnmálaflokk.
11.02.2020 - 10:04
Vill sýna útlendingum að við séum ekki flón
Íslendingar voru ekki meiri vitleysingar en aðrir en í fjármálakreppunni gerðu allir sér leik að því að sparka í Ísland, við urðum að sumu leyti munaðarlaus. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann afhenti í dag fjármálaráðherra skýrslu sína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Megintilgangurinn með skýrslunni er að hans sögn að útskýra fyrir útlendingum að Íslendingar séu ekki flón heldur hefðu orðið fórnarlömb aðstæðna.
25.09.2018 - 17:18